Innlent

Jón birtir svörin á íslensku

Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Mynd/GVA
Svör sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins við spurningum framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um sjávarútvegsmál í tengslum við aðildarumsókn Íslands að ESB hafa verið þýdd yfir á íslensku í samræmi við ákvörðun Jón Bjarnasonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.

Íslensk stjórnvöld skiluðu í nóvember á síðasta ári inn svörum við spurningalista framkvæmdastjórnarinnar sem hluta af umsóknarferli Íslands að Evrópusambandinu. Öll ráðuneyti stjórnarráðsins og fjöldi undirstofnana unnu að svörunum sem töldu rúmlega 2600 blaðsíður, auk fylgiskjala, samtals 8870 síður.

Auk Jóns vildu meðal annars Bændasamtökin, þingflokksformaður Framsóknarflokksins og nokkur flokksfélög VG að spurningalisti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins og svör íslenskra stjórnvalda yrðu þýdd á íslensku. Jón talaði fyrir þessu innan ríkisstjórnarinnar og ákvað í framhaldinu að sá háttur yrði hafður á í sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu.

Svör ráðuneytisins er hægt að nálgast hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×