Innlent

Skilorðsbundið fangelsi fyrir manndráp af gáleysi

Nítján ára gömul stúlka var í Héraðsdómi Reykjaness í gær dæmd í þriggja mánaða fangelsi en fresta skal fullnustu refsingarinnar og hún látin niður falla að tveimur árum liðnum haldi hún almennt skilorð.

Stúlkan ók bifreið undir áhrifum áfengis í júní á síðasta ári með einn auka farþega. Missti hún stjórn á bílnum með þeim afleiðingum að bifreiðin lenti upp á umferðareyju milli akreina í gagnstæðar áttir og valt með þeim afleiðnum að farþegi í bifreiðinni slasaðist alvarlega og lést skömmu síðar.

Í dómnum segir að stúlkan hafi verið á að minnsta kosti 94 km hraða á klst. þar sem hámarkshraði er 80 km á klst. Hinir farþegarnir í bílnum slösuðust einnig.

Auk þess að hljóta skilorðsbundinn fangelsisdóm og sviptingu ökuréttinda var henni gert að greiða rúmar 1.150 þúsund krónur í sakarkostnað.




Tengdar fréttir

Lést í umferðarslysi á Hafnarfjarðarvegi

Drengurinn sem lést í umferðarslysi á Hafnarfjarðarvegi við Kópavogslæk aðfaranótt laugardagsins 21. júní 2008 hét Örn Sigurðarson, búsettur að Granaskjóli 52 í Reykjavík. Örn var 19 ára.

Banaslys á Hafnarfjarðarvegi

Nítján ára piltur er látinn eftir umferðarslysið sem varð á Hafnafjarðarvegi við Kópavogslæk um hálffimmleytið í nótt. Aðrir sem í bifreiðinni voru eru á batavegi. Í tilkynningu frá lögreglunni segir að hinn látni sé 19 ára piltur en ekki sé unnt að gefa upp nafn hans að svo stöddu.

Lýsa eftir vitnum að dauðaslysi

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir vitnum að dauðaslysinu á Hafnarfjarðarvegi við Kópavogslæk.

Þrír mikið slasaðir eftir bílveltu

Þrjú ungmenni eru mikið slösuð eftir umferðarslys sem varð á Hafnarfjarðarvegi á móts við Fífuna á fimmta tímanum í nótt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×