Innlent

Kviknaði í eldavél

Úr myndasafni. Myndin tengist  fréttinni ekki beint.
Úr myndasafni. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Mynd/Teitur Jónasson
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út á níunda tímanum í kvöld að raðhúsi við Tunguveg í Reykjavík eftir að tilkynning barst um mikinn reyk lægi frá íbúð í raðhúsalengjunni.

Ekki var vitað hvort að fólk væri í umræddri íbúð og því voru tveir reykkafarar sendir inn en íbúðin var mannlaus. Litill eldur var í eldhúsinu en í ljós kom að kviknað hafði í eldavél. Reykræsta þurfi íbúðina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×