Innlent

Sló mann í hálsinn með glerflösku

Héraðsdómur Norðurlands eystra.
Héraðsdómur Norðurlands eystra.

Tæplega þrítugur karlmaður frá Siglufirði var dæmdur í tólf mánaða fangelsi í gær fyrir að slá mann í hálsinn með glerflösku og að hafa ekið undir áhrifum fíkniefna. Maðurinn sló fórnalamb sitt í hálsinn í apríl síðastliðinn. Mennirnir voru staddir fyrir utan heimahús á Siglufirði. Sjálfur sagði sá dæmdi að maðurinn hefði áreitt sig allt kvöldið, því hefði hann slegið hann í hálsinn með hálf fullri bjórflösku.

Hinn dæmdi játaði brot sitt skýlaust sem og umferðarlagabrot. Hann tók þá sérstaklega fram að fyrir utan kannabisið sem fannst í blóði hans, væru lyf sem hann innbyrgði af læknisráði. Bætti hann því við hann væri öryrki.

Dómurinn taldi manninn ekki eiga sér málsbætur vegna líkamsárásarinnar. Hún hafi verið það alvarleg að áreiti fórnalambsins réttlætti hana ekki. Því var hann dæmdur í tólf mánaða fangelsi. Hinn dæmdi skal afplána þrjá mánuði af refsingunni. Hann skal einnig greiða fórnalambi sínu 428 þúsund krónur í miskabætur samkvæmt dómsorði. Dómur féll í Héraðsdómi Norðulands eystra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×