Rannsaka svindl með brunabótamat 29. október 2009 05:00 Fyrir dómara. Sex karlmenn, fimm Litháaar og einn Íslendingur, voru leiddir fyrir dómara í gær. Gæsluvarðhald var framlengt yfir þeim til 4. nóvember. Fimm Litháar og einn Íslendingur voru í gær úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald til miðvikudagsins 4. nóvember vegna rannsóknar lögreglu á meintu mansalsmáli á Suðurnesjum og annarri skipulagðri glæpastarfsemi. Ekki var gerð krafa um framlengingu gæsluvarðhalds yfir sjöunda manninum, Íslendingi, sem einnig hefur setið í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknarinnar og hefur hann verið látinn laus. Tengsl eru milli mannanna sex sem sitja áfram inni. Þrír Litháanna hafa verið í vinnu hjá verktakafyrirtæki í eigu Íslendingsins, auk annarra tengsla innan hópsins. Þá tengjast allir Litháarnir fimm komu nítján ára litháískrar stúlku hingað til lands fyrr í mánuðinum. Rannsókn lögreglu beinist meðal annars að því hvort hún hafi verið fórnarlamb mansals. Stúlkan dvelur nú á vegum lögreglunnar á Suðurnesjum. Rannsókn þessa umfangsmikla máls, sem þrjú lögregluembætti standa að, á Suðurnesjum, í höfuðborginni og á Snæfellsnesi, nær einnig til meintra tryggingasvika. Þau snúast um bruna sem varð í gamla fiskimarkaðnum við Sólvelli á Grundarfirði í lok ágúst í sumar. Fyrirtæki í eigu Íslendingsins sem sætir áfram gæsluvarðhaldi nú keypti um það bil þriðjung af húsnæðinu í janúar á þessu ári. Rannsókn lögreglu hefur meðal annars snúist um ástæður þess að brunabótamat húsnæðisins hefur hækkað um ríflega tíu milljónir króna frá árinu 2006, þegar það var í eigu Byggðastofnunar, og þar til það varð eldinum að bráð í sumar. Eigandinn fékk um fjörutíu milljónir króna í tryggingabætur eftir brunann. Grunur um tengsl manna í hópnum, sem nú sitja í gæsluvarðhaldi, við brunamálið á Snæfellsnesi vaknaði skömmu eftir að mansalsmálið kom upp á Suðurnesjum. Ólafur K. Ólafsson lögreglustjóri á Snæfellsnesi sagði aðspurður að tæknideild lögreglu hefði rannsakað málið á sínum tíma, en eldsupptök væru enn ókunn. Krakkar hefðu sést sniglast fyrir utan byggingarnar áður en eldurinn hefði komið upp en þeir hefðu reynst brunanum með öllu óviðkomandi. Hann kvaðst ekki vilja tjá sig frekar um málið að svo stöddu. Lögregla vill ekki veita frekari upplýsingar um efnisatriði rannsóknarinnar, en telur að henni miði vel. Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Erlent Fleiri fréttir Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjá meira
Fimm Litháar og einn Íslendingur voru í gær úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald til miðvikudagsins 4. nóvember vegna rannsóknar lögreglu á meintu mansalsmáli á Suðurnesjum og annarri skipulagðri glæpastarfsemi. Ekki var gerð krafa um framlengingu gæsluvarðhalds yfir sjöunda manninum, Íslendingi, sem einnig hefur setið í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknarinnar og hefur hann verið látinn laus. Tengsl eru milli mannanna sex sem sitja áfram inni. Þrír Litháanna hafa verið í vinnu hjá verktakafyrirtæki í eigu Íslendingsins, auk annarra tengsla innan hópsins. Þá tengjast allir Litháarnir fimm komu nítján ára litháískrar stúlku hingað til lands fyrr í mánuðinum. Rannsókn lögreglu beinist meðal annars að því hvort hún hafi verið fórnarlamb mansals. Stúlkan dvelur nú á vegum lögreglunnar á Suðurnesjum. Rannsókn þessa umfangsmikla máls, sem þrjú lögregluembætti standa að, á Suðurnesjum, í höfuðborginni og á Snæfellsnesi, nær einnig til meintra tryggingasvika. Þau snúast um bruna sem varð í gamla fiskimarkaðnum við Sólvelli á Grundarfirði í lok ágúst í sumar. Fyrirtæki í eigu Íslendingsins sem sætir áfram gæsluvarðhaldi nú keypti um það bil þriðjung af húsnæðinu í janúar á þessu ári. Rannsókn lögreglu hefur meðal annars snúist um ástæður þess að brunabótamat húsnæðisins hefur hækkað um ríflega tíu milljónir króna frá árinu 2006, þegar það var í eigu Byggðastofnunar, og þar til það varð eldinum að bráð í sumar. Eigandinn fékk um fjörutíu milljónir króna í tryggingabætur eftir brunann. Grunur um tengsl manna í hópnum, sem nú sitja í gæsluvarðhaldi, við brunamálið á Snæfellsnesi vaknaði skömmu eftir að mansalsmálið kom upp á Suðurnesjum. Ólafur K. Ólafsson lögreglustjóri á Snæfellsnesi sagði aðspurður að tæknideild lögreglu hefði rannsakað málið á sínum tíma, en eldsupptök væru enn ókunn. Krakkar hefðu sést sniglast fyrir utan byggingarnar áður en eldurinn hefði komið upp en þeir hefðu reynst brunanum með öllu óviðkomandi. Hann kvaðst ekki vilja tjá sig frekar um málið að svo stöddu. Lögregla vill ekki veita frekari upplýsingar um efnisatriði rannsóknarinnar, en telur að henni miði vel.
Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Erlent Fleiri fréttir Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjá meira