Innlent

Það sem rjúpnaskyttum ber að varast

Rjúpa
Rjúpa
Þann 30.október hefst rjúpnaveiðitímabilið og stendru það í 18 daga en síðasti leyfilegi veiðidagurinn er 6.desember. Í nóvember í fyrra voru björgunarsveitir Landsbjargar kallaðar út ellefu sinnum til leitar og aðstoðar við rjúpnaskyttur. Félagið vill því vekja á nokkrum góðum ferðareglum sem rétt er að hafa í huga áður en lagt er af stað í veiðiferðina.

Í tilkynningu frá Landsbjörgu eru veiðimenn meðal annars hvattir til þess að geyma byssu og skot á læstum stöðum. Þeir eru beðnir um að aka ekki á veiðistaði með byssuna hlaðna auk þess sem minnt er á að hafa öryggið ávallt á þegar gengið er með byssu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×