Fleiri fréttir Vegtollar út frá Reykjavík í skoðun Vegtollur á allar stofnbrautir út úr Reykjavík, Suðurlandsveg, Vesturlandsveg og Reykjanesbraut, er nú til skoðunar í viðræðum stjórnvalda og lífeyrissjóða um fjármögnun á breikkun Suðurlandsvegar. 28.10.2009 18:34 Séra Gunnari boðnar milljónir fyrir að hætta Séra Gunnar Björnsson íhugar nú rúmlega fimmtán milljóna króna starfslokasamning sem biskup Íslands bauð honum. Samningurinn er til tæplega þriggja ára og felur í sér að Sr. Gunnar þyrfti að hætta preststörfum við undirritun. 28.10.2009 18:29 Makríllinn gæti skilað mun meiri verðmætum Vinnslustöðvar víða um land búa sig nú undir að verka makríl í stórauknum mæli til manneldis, og fá þannig mörghundruð milljónum meira í útflutningsverðmæti. Makríll minnir á silung á bragðið og reyktur selst hann fyrir hátt verð erlendis. 28.10.2009 18:25 ASÍ gagnrýnir yfirlýsingu Jóhönnu og Steingríms Alþýðusambandið gagnrýnir yfirlýsingu Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra, og Steingríms J. Sigfússonar, fjármálaráðherra. Ekki sé ásættanlegur grunnur fyrir áframhaldandi samstarfi. 28.10.2009 18:09 Sex karlmenn úrskurðaðir í áframhaldandi varðhald Lögreglustjórinn á Suðurnesjum krafðist þess í dag fyrir Héraðsdómi Reykjaness að dómurinn úrskurðaði sex karlmenn til að sæta áframhaldandi gæsluvarðahaldi allt til miðvikudagsins 4. nóvember. Mennirnir, fimm Litháar og einn Íslendingur, hafa setið í gæsluvarðhaldi að undanförnu vegna rannsóknar lögreglu á skipulagðri glæpastarfsemi. 28.10.2009 17:13 AGS samþykkir endurskoðun efnahagsáætlunar Endurskoðun á efnahagsáætlun Íslendinga var samþykkt á fundi stjórnar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á fimmta tímanum í dag. Því mega stjórnvöld búast við greiðslu lána frá sjóðnum á næstunni. 28.10.2009 16:48 Auglýst eftir forstjóra Bankasýslu ríkisins Bankasýsla ríkisins hefur auglýst embætti forstjóra laust til umsóknar. Bankasýsla ríkisins hefur tekið við eigandahlutverki í viðskiptabönkunum þremur. Lúkning samninga við kröfuhafa verður þó áfram á hendi fjármálaráðherra. 28.10.2009 16:18 Bjarni Ármannsson hættir sem ræðismaður Lúxemborgar Fyrrum bankastjóri Glitnis, Bjarni Ármannsson, lét af störfum sem ræðismaður Lúxemborgar í Reykjavík í janúar 2008 en tilkynning þess eðlis er birt í lögbirtingablaðinu í dag fyrir hönd utanríkisráðuneytisins. 28.10.2009 15:44 Stöðugleikasáttmálinn: Sögulegur áfangi í að auka tiltrú á framtíðina Í yfirlýsingunni, sem gefin er út með hliðsjón af stöðugleikaviðræðum, og kemur frá forsætisráðuneytinu, segir að gerð stöðugleikasáttmálans síðastliðið vor hafi verið sögulegur og sameiginlegur áfangi til að hefja endurreisn efnahagslífsins og auka tiltrú þjóðarinnar á framtíðina. 28.10.2009 15:23 Stefán Eiríksson: Dómstólar hafa svarað kalli lögreglumanna „Við fyrstu sýn er ég mjög sáttur við þennan dóm,“ segir Stefán Eiríksson, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu um nýfallinn refsidóm yfir sjö mönnum sem réðust á tvo lögregluþjóna í Árbænum í október á síðasta ári. 28.10.2009 14:53 Þrjátíu manns af Rúv í forgangshópi vegna svínaflensu Þrjátíu starfsmenn Ríkisútvarpsins eru í forgangi í bólusetningu vegna svínaflensu. Ríkislöglreglustjóri hafði beðið RÚV um lista yfir hverjir ættu að fá bólusetningu svo hægt væri að halda úti lágmarks útsendingu. Á listanum eru frétta- og tæknimenn undir fimmtugt. Nú þegar hafa flestir í hópnum verið bólusettir. 28.10.2009 14:52 Fordæmir árás í Kabúl - Íslendingarnir óhultir Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra og norrænir starfsbræður hans, fordæmdu í dag á blaðamannafundi í Stokkhólmi hina mannskæðu hryðjuverkaárás sem gerð var á starfsfólk Sameinuðu þjóðanna í Kabúl í morgun. 28.10.2009 14:33 Lögguníðingarnir í Árbæ dæmdir í fangelsi Sjö karlmenn voru allir dæmdir í óskilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Mennirnir sem allir eru meðlimir í þekktu gengi filipseyinga, réðust á tvo lögregluþjóna í Árbæ, sem komu í samkvæmi þar sem kvartað hafði verið undan hávaða. Árásin þótti með öllu tilefnislaus en þrír mannanna hlutu 9 mánaða fangelsisdóm. 28.10.2009 14:10 Lögreglan kölluð í „blóðugt“ partý Það er ekki bara í Bandaríkjunum sem menn halda ærlega upp á hrekkjuvökuna. Slíkt er líka gert á Íslandi en það varð einmitt tilefni til afskipta lögreglu á ónefndum stað á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöld. Lögreglu bárust fréttir af grunsamlegum vettvangi og fylgdi sögunni að þar væri allt útatað í blóði. 28.10.2009 13:42 Líklega farið fram á áframhaldandi varðhald Lögreglan á Suðurnesjum segir líklegt að farið verði fram á að flestir ef ekki allir grunaðir í mansalsmálinu svonefnda sitji áfram í gæsluvarðhaldi. 28.10.2009 11:27 Íslendingar neyddir til einhliða ákvörðunar um makrílveiðar Íslensk stjórnvöld eru neydd til að taka einhliða ákvöðrun um makrílveiðar sínar á næsta ári. Íslendingar fá ekki að koma að samningum um þessar veiðar þar sem ESB, Noregur og Færeyjar vilja ekki viðurkenna stöðu Íslands sem strandríkis. 28.10.2009 11:10 Sjóðsstjóri og miðlari fyrir rétt á morgun Aðalmeðferð fer fram í sakamáli gegn fyrrverandi sjóðsstjóra peningamarkaðssjóðs Kaupþings og skuldabréfamiðlara sama banka á morgun. Sjóðstjórinn, Daníel Þórðarson og skuldabréfamiðlarinn Stefnir Ingi Agnarsson, hafa verið ákærðir af ríkislögreglustjóra fyrir markaðsmisnotkun með því að búa til falska eftirspurn og hækka verð á skuldabréfum í Exista í janúar og febrúar á síðasta ári. Exista var þá aðaleigandi Kaupþings. 28.10.2009 10:07 Lögfræðingar á Norður- og Austurlandi: lífsgæði verða skert Aðalfundur félags lögfræðinga á Norður- og Austurlandi, sem haldinn var á Egilsstöðum 24. október síðastliðinn, var samþykkt ályktun sem mótmælir eindregið og varar við framkomnum hugmyndum um sameiningu og niðurlagningu ýmissa embætta sem nú starfa á landsbyggðinni. 28.10.2009 09:51 Innbrot í Hafnarfirði Brotist var inn í veitingastaðinn Aktu taktu á Hafnarfjarðarvegi í nótt um klukkan hálfþrjú. Öryggisverðir komu að þjófinum í miðjum klíðum en sá náði að forða sér á hlaupum og er hans nú leitað. Óljóst er hvort hann hafi komist á brott með einhver verðmæti en einhverjar skemmdur vann hann á staðnum þegar hann braust inn. 28.10.2009 07:10 Bílvelta við Leirubrú Umferðaróhapp varð á Leiruvegi við Leirubrú í umdæmi lögreglunnar á Akureyri um klukkan hálftíu í gærkvöldi. Svo virðist sem ökumaðurinn sem var einn í bílnum hafi misst stjórn á bílnum á brúnni en þar hafði myndast mikil hálka auk þess sem brúin liggur í boga. 28.10.2009 07:05 Húsin í Austurstræti: Innri endurskoðun rannsaki útboðið Á fundi innkauparáðs Reykjavíkurborgar í gær var samþykkt að óska eftir því við innri endurskoðun borgarinnar að hún skoði stjórnarhætti og stjórnsýslu í tengslum við útboð á uppsteypu húsa við Austurstræti og Lækjargötu, en framkvæmd útboðsins hefur verið talsvert til umfjöllunar í fjölmiðlum. Samtök iðnaðarins hafa gert athugasemdir við framkvæmd útboðsins auk þess sem fyrirspurnir hafa verið lagðar fram í borgarráði um málið, en hætt var við fyrirhugað lokað útboð í tengslum við verkið. 28.10.2009 06:32 Kjarasamningar halda - deilt um skattamál Á fundi stjórnar Samtaka atvinnulífsins í gærkvöldi var ákveðið að kjarasamningar á almennum vinnumarkaði skyldu framlengdir til nóvemberloka 2010. Í tilkynningu frá samtökunum segir hinsvegar að þau geti ekki fallist á ákveðin atriði í fyrirliggjandi drögum að yfirlýsingu forsætis- og fjármálaráðherra, fyrir hönd ríkisstjórnarinnar, um framgang stöðugleikasáttmálans. 28.10.2009 06:17 Niðurskurðarhnífnum ekki beitt af nægjanlegri hörku Ríkisendurskoðun vandar stjórnvöldum ekki kveðjurnar í skýrslu um framkvæmd fjárlaga. Ekki var farið að tilmælum um að bæta rekstur stofnana í vanda. Aðhald og eftirlit með rekstri Landspítalans er veikt. 28.10.2009 06:15 Mikil óvissa er um orkuna á Reykjanesi Orkumálastjóri er ekki hrifinn af því að rætt sé um að knýja Helguvík einungis með orku af Reykjanesi. Því hægar og víðar sem farið sé í jarðhitanýtingu, þeim mun betra. Ágeng orkunýting þurfi ekki endilega að vera ósjálfbær. 28.10.2009 06:00 Ofbeldismaður víki í stað brotaþola Unnið er að lögfestingu brottvísunar eða „austurrísku leiðarinnar“ í dómsmálaráðuneytinu. 28.10.2009 05:30 Skattar álfyrirtækja 1,9 milljarðar í fyrra Álfyrirtæki á Íslandi greiddu samtals 1,9 milljarða í tekjuskatt og tryggingagjald í fyrra. Fjármálaráðuneytið óskaði upplýsinga um þetta eftir að forstjóri Alcoa sagði í viðtali að fyrirtækið hefði greitt um fjóra milljarða í beina skatta í fyrra. 28.10.2009 05:15 Helgi Hjörvar næsti forseti Þing Norðurlandaráðs stendur nú yfir í Stokkhólmi. Þingið sitja alþingismennirnir Helgi Hjörvar, Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, Ásmundur Einar Daðason, Siv Friðleifsdóttir, Bjarni Benediktsson og Illugi Gunnarsson auk nokkurra ráðherra. 28.10.2009 05:00 Hlýrri barnalaug í Vesturbæ „Það er aldrei að vita nema maður skelli sér bara út í og vígi þetta,“ segir Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi og formaður Íþrótta- og tómstundaráðs. Smíði stálþils milli grunna og djúpa hluta Vesturbæjarlaugarinnar, sem ætlað er að hækka hitastigið í grunna hlutanum sem gjarnan er nefndur barnalaugin, lauk í gær. Þá hefur hitunarbúnaður grunnu laugarinnar verið endurnýjaður. 28.10.2009 05:00 Flugferðum fjölgað í sumar Þýskum ferðamönnum á Íslandi mun fjölga umtalsvert næsta sumar, að sögn Oddnýjar Bjargar Halldórsdóttur, sölustjóra hjá Ferðaþjónustu bænda. Fulltrúar þrettán ferðaþjónustufyrirtækja kynna nú Ísland sem áfangastað fyrir þýska ferðamenn. Er þetta upphaf markaðsátaks íslenskra ferðaþjónustufyrirtækja í Evrópu. Sams konar strandhögg verður í desember í Amsterdam og Brussel. - bþs 28.10.2009 05:00 Síldin er ennþá sýkt að hluta Fyrstu niðurstöður benda til þess að íslenska sumargotssíldin sé ennþá sýkt. Þetta staðfesta sérfræðingar Hafrannsóknastofnunar. 28.10.2009 04:45 Áhugasamir skrái sig á netinu Bankasýsla ríkisins hefur skipað valnefnd til að tilnefna fulltrúa ríkisins til setu í stjórnum bankanna. Í nefndinni sitja Kristín Rafnar, forstöðumaður í Kauphöllinni, Friðrik Már Baldursson, forseti viðskiptadeildar HR, og Helga Valfells, sérfræðingur hjá Nýsköpunarsjóði. 28.10.2009 04:30 Reykjavík leiði rafbílavæðingu Umhverfis- og samgönguráð Reykjavíkur hefur stofnað starfshóp sem finna á leiðir til að gera Reykjavík forystuborg í rafbílavæðingu. Forsvarsmenn borgarinnar telja kjöraðstæður fyrir hendi til að gera borgarbúum fært að reka rafbíla á hagkvæman hátt. 28.10.2009 04:15 Hrækti í andlit lögreglumanns Karlmaður á þrítugsaldri játaði í gær að hafa sparkað í sköflunginn á ungum lögreglumanni og hrækt í andlitið á öðrum. 28.10.2009 04:15 Reykjanesbær fær 150 milljónir króna Framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga nema í ár rúmlega 1,2 milljörðum króna og voru þrír fjórðu hlutar þeirra, 931 milljón, greiddir út í gær. Afgangurinn verður greiddur út fyrir áramót. 28.10.2009 04:00 Bændur óttuðust að verða fyrir tjóni Hættu á að bændur yrðu fyrir tjóni ef bilanir kæmu upp í mjaltakerfum frá norska fyrirtækinu DeLaval var að mestu afstýrt í fyrradag. Þá var undirrituð viljayfirlýsing milli Fóðurblöndunnar og DeLaval um að Fóðurblandan tæki yfir sölu og þjónustu á vörum DeLaval á Íslandi. Tekur hún gildi um mánaðamót. 28.10.2009 04:00 Líklegt talið að samningar haldi Enn var ekki komið í ljós hvort kjarasamningar á almennum vinnumarkaði yrðu framlengdir þegar Fréttablaðið fór í prentun í gærkvöldi. Þó töldu forsvarsmenn Samtaka atvinnulífsins og Alþýðusambandsins það líklegra en hitt. Á ellefta tímanum biðu þeir eftir Steingrími J. Sigfússyni fjármálaráðherra og lokatexta yfirlýsingar stjórnvalda varðandi stöðugleikasáttmálann. 28.10.2009 04:00 Fimmtungur lána í frystingu Fyrirtæki í sjávarútvegi hafa í miklum mæli fryst höfuðstól gengistryggðra lána. Fyrirtækin eru með 11,5 prósent af heildarlánum íslenskra fyrirtækja og er nær eingöngu um gengistryggð lán að ræða, eða 95 prósent. Alls hefur höfuðstóll 21 prósents útistandandi lána verið frystur. 28.10.2009 04:00 Lokað fyrir framhaldsskóla Snara, vefbókasafn sem selur aðgang að Íslenskri orðabók og fjölda annarra orðabóka, ætlar á fimmtudag að loka fyrir aðgang framhaldsskólanema að safninu. 28.10.2009 04:00 Svínin eru með svínaflensuna Staðfest var í gær að nokkur svín á svínabúinu að Minni-Vatnsleysu væru sýkt af svínaflensu. Ekki verður gripið til sérstakra ráðstafana vegna þessa, að öðru leyti en því að reynt verður að einangra pestina við þetta tiltekna svínabú. Ljóst þykir að svínin hafi sýkst vegna umgengni við veikt starfsfólk. Engar líkur eru á að veikjast við það að neyta svínakjöts. 28.10.2009 03:45 Ísland leysist upp og hverfur „Var þarna verið að lýsa stöðu þjóðarinnar um þessar mundir? Ísland bundið í klafa skulda og efnahagurinn harðfrosinn,“ segir Sigurður Sigurðarson, vefstjóri heimasíðu Skagastrandar, um listaverk brasilísku listakonunnar Renötu Padovan. 28.10.2009 03:45 Mun ekki geta rökstutt handtökuna á meðan jörðin snýst Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður konu sem handtekin var í tengslum við mansalsmálið svonefnda, segir lögreglustjórann á Suðurnesjum ekki á meðan jörðin snýst geta gefið neina raunhæfa skýringu á því af hverju konan var handtekin. 27.10.2009 21:27 Ekki ákvörðun fjármálaráðherra heldur þjóðarinnar Það er íslensku þjóðarinnar en ekki fjármálaráðherra að ákveða hvort að Ísland gangi í Evrópusambandið. Þetta sagði Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, aðspurð á þingi Norðurlandaráðs í dag, að fram kom í seinnikvöldfréttum Ríkissjónvarpsins. 27.10.2009 22:10 Tjáir sig ekki um stefnu dóttur Gunnars „Ég ætla ekkert að tjá mig um það,“ sagði Ólafur Þór Gunnarsson, bæjarfulltrúi VG, þegar fréttastofa leitaði eftir viðbrögðum við stefnu Frjálsrar miðlunar gegn honum og Guðríði Arnardóttur, oddvita Samfylkingarinnar í bæjarstjórn Kópavogs, og Hafsteins Karlssonar, bæjarfulltrúa Samfylkingarinnar. Ólafur vísaði þess í stað á lögmann sinn, Hafsteins og Guðfríðar. 27.10.2009 20:44 „Staðan hefur lagast" „Það er ekki útséð með hvernig þetta fer en það miklu meiri líkur en minni að þetta gangi upp,“ sagði Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífins í Kastljósi í kvöld. Hann sagði að staðan í viðræðum um framhald stöðugleikasáttmálans hefði lagast í dag og að hlutirnir hefðu verið að skýrast. 27.10.2009 20:21 Tæplega hundrað frambjóðendur skiluðu ekki uppgjöri Tæplega hundrað frambjóðendur sem tóku þátt í prófkjöri eða forvali vegna þingkosninganna í vor skiluðu ekki fjárhagslegu uppgjöri til Ríkisendurskoðunar en frestur til þess rann út um helgina. Unnt er að beita fjársektum og jafnvel fangelsun, hunsi frambjóðandi viljandi að sniðganga lög um skil á fjárhagslegu uppgjöri. 27.10.2009 19:39 Sjá næstu 50 fréttir
Vegtollar út frá Reykjavík í skoðun Vegtollur á allar stofnbrautir út úr Reykjavík, Suðurlandsveg, Vesturlandsveg og Reykjanesbraut, er nú til skoðunar í viðræðum stjórnvalda og lífeyrissjóða um fjármögnun á breikkun Suðurlandsvegar. 28.10.2009 18:34
Séra Gunnari boðnar milljónir fyrir að hætta Séra Gunnar Björnsson íhugar nú rúmlega fimmtán milljóna króna starfslokasamning sem biskup Íslands bauð honum. Samningurinn er til tæplega þriggja ára og felur í sér að Sr. Gunnar þyrfti að hætta preststörfum við undirritun. 28.10.2009 18:29
Makríllinn gæti skilað mun meiri verðmætum Vinnslustöðvar víða um land búa sig nú undir að verka makríl í stórauknum mæli til manneldis, og fá þannig mörghundruð milljónum meira í útflutningsverðmæti. Makríll minnir á silung á bragðið og reyktur selst hann fyrir hátt verð erlendis. 28.10.2009 18:25
ASÍ gagnrýnir yfirlýsingu Jóhönnu og Steingríms Alþýðusambandið gagnrýnir yfirlýsingu Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra, og Steingríms J. Sigfússonar, fjármálaráðherra. Ekki sé ásættanlegur grunnur fyrir áframhaldandi samstarfi. 28.10.2009 18:09
Sex karlmenn úrskurðaðir í áframhaldandi varðhald Lögreglustjórinn á Suðurnesjum krafðist þess í dag fyrir Héraðsdómi Reykjaness að dómurinn úrskurðaði sex karlmenn til að sæta áframhaldandi gæsluvarðahaldi allt til miðvikudagsins 4. nóvember. Mennirnir, fimm Litháar og einn Íslendingur, hafa setið í gæsluvarðhaldi að undanförnu vegna rannsóknar lögreglu á skipulagðri glæpastarfsemi. 28.10.2009 17:13
AGS samþykkir endurskoðun efnahagsáætlunar Endurskoðun á efnahagsáætlun Íslendinga var samþykkt á fundi stjórnar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á fimmta tímanum í dag. Því mega stjórnvöld búast við greiðslu lána frá sjóðnum á næstunni. 28.10.2009 16:48
Auglýst eftir forstjóra Bankasýslu ríkisins Bankasýsla ríkisins hefur auglýst embætti forstjóra laust til umsóknar. Bankasýsla ríkisins hefur tekið við eigandahlutverki í viðskiptabönkunum þremur. Lúkning samninga við kröfuhafa verður þó áfram á hendi fjármálaráðherra. 28.10.2009 16:18
Bjarni Ármannsson hættir sem ræðismaður Lúxemborgar Fyrrum bankastjóri Glitnis, Bjarni Ármannsson, lét af störfum sem ræðismaður Lúxemborgar í Reykjavík í janúar 2008 en tilkynning þess eðlis er birt í lögbirtingablaðinu í dag fyrir hönd utanríkisráðuneytisins. 28.10.2009 15:44
Stöðugleikasáttmálinn: Sögulegur áfangi í að auka tiltrú á framtíðina Í yfirlýsingunni, sem gefin er út með hliðsjón af stöðugleikaviðræðum, og kemur frá forsætisráðuneytinu, segir að gerð stöðugleikasáttmálans síðastliðið vor hafi verið sögulegur og sameiginlegur áfangi til að hefja endurreisn efnahagslífsins og auka tiltrú þjóðarinnar á framtíðina. 28.10.2009 15:23
Stefán Eiríksson: Dómstólar hafa svarað kalli lögreglumanna „Við fyrstu sýn er ég mjög sáttur við þennan dóm,“ segir Stefán Eiríksson, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu um nýfallinn refsidóm yfir sjö mönnum sem réðust á tvo lögregluþjóna í Árbænum í október á síðasta ári. 28.10.2009 14:53
Þrjátíu manns af Rúv í forgangshópi vegna svínaflensu Þrjátíu starfsmenn Ríkisútvarpsins eru í forgangi í bólusetningu vegna svínaflensu. Ríkislöglreglustjóri hafði beðið RÚV um lista yfir hverjir ættu að fá bólusetningu svo hægt væri að halda úti lágmarks útsendingu. Á listanum eru frétta- og tæknimenn undir fimmtugt. Nú þegar hafa flestir í hópnum verið bólusettir. 28.10.2009 14:52
Fordæmir árás í Kabúl - Íslendingarnir óhultir Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra og norrænir starfsbræður hans, fordæmdu í dag á blaðamannafundi í Stokkhólmi hina mannskæðu hryðjuverkaárás sem gerð var á starfsfólk Sameinuðu þjóðanna í Kabúl í morgun. 28.10.2009 14:33
Lögguníðingarnir í Árbæ dæmdir í fangelsi Sjö karlmenn voru allir dæmdir í óskilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Mennirnir sem allir eru meðlimir í þekktu gengi filipseyinga, réðust á tvo lögregluþjóna í Árbæ, sem komu í samkvæmi þar sem kvartað hafði verið undan hávaða. Árásin þótti með öllu tilefnislaus en þrír mannanna hlutu 9 mánaða fangelsisdóm. 28.10.2009 14:10
Lögreglan kölluð í „blóðugt“ partý Það er ekki bara í Bandaríkjunum sem menn halda ærlega upp á hrekkjuvökuna. Slíkt er líka gert á Íslandi en það varð einmitt tilefni til afskipta lögreglu á ónefndum stað á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöld. Lögreglu bárust fréttir af grunsamlegum vettvangi og fylgdi sögunni að þar væri allt útatað í blóði. 28.10.2009 13:42
Líklega farið fram á áframhaldandi varðhald Lögreglan á Suðurnesjum segir líklegt að farið verði fram á að flestir ef ekki allir grunaðir í mansalsmálinu svonefnda sitji áfram í gæsluvarðhaldi. 28.10.2009 11:27
Íslendingar neyddir til einhliða ákvörðunar um makrílveiðar Íslensk stjórnvöld eru neydd til að taka einhliða ákvöðrun um makrílveiðar sínar á næsta ári. Íslendingar fá ekki að koma að samningum um þessar veiðar þar sem ESB, Noregur og Færeyjar vilja ekki viðurkenna stöðu Íslands sem strandríkis. 28.10.2009 11:10
Sjóðsstjóri og miðlari fyrir rétt á morgun Aðalmeðferð fer fram í sakamáli gegn fyrrverandi sjóðsstjóra peningamarkaðssjóðs Kaupþings og skuldabréfamiðlara sama banka á morgun. Sjóðstjórinn, Daníel Þórðarson og skuldabréfamiðlarinn Stefnir Ingi Agnarsson, hafa verið ákærðir af ríkislögreglustjóra fyrir markaðsmisnotkun með því að búa til falska eftirspurn og hækka verð á skuldabréfum í Exista í janúar og febrúar á síðasta ári. Exista var þá aðaleigandi Kaupþings. 28.10.2009 10:07
Lögfræðingar á Norður- og Austurlandi: lífsgæði verða skert Aðalfundur félags lögfræðinga á Norður- og Austurlandi, sem haldinn var á Egilsstöðum 24. október síðastliðinn, var samþykkt ályktun sem mótmælir eindregið og varar við framkomnum hugmyndum um sameiningu og niðurlagningu ýmissa embætta sem nú starfa á landsbyggðinni. 28.10.2009 09:51
Innbrot í Hafnarfirði Brotist var inn í veitingastaðinn Aktu taktu á Hafnarfjarðarvegi í nótt um klukkan hálfþrjú. Öryggisverðir komu að þjófinum í miðjum klíðum en sá náði að forða sér á hlaupum og er hans nú leitað. Óljóst er hvort hann hafi komist á brott með einhver verðmæti en einhverjar skemmdur vann hann á staðnum þegar hann braust inn. 28.10.2009 07:10
Bílvelta við Leirubrú Umferðaróhapp varð á Leiruvegi við Leirubrú í umdæmi lögreglunnar á Akureyri um klukkan hálftíu í gærkvöldi. Svo virðist sem ökumaðurinn sem var einn í bílnum hafi misst stjórn á bílnum á brúnni en þar hafði myndast mikil hálka auk þess sem brúin liggur í boga. 28.10.2009 07:05
Húsin í Austurstræti: Innri endurskoðun rannsaki útboðið Á fundi innkauparáðs Reykjavíkurborgar í gær var samþykkt að óska eftir því við innri endurskoðun borgarinnar að hún skoði stjórnarhætti og stjórnsýslu í tengslum við útboð á uppsteypu húsa við Austurstræti og Lækjargötu, en framkvæmd útboðsins hefur verið talsvert til umfjöllunar í fjölmiðlum. Samtök iðnaðarins hafa gert athugasemdir við framkvæmd útboðsins auk þess sem fyrirspurnir hafa verið lagðar fram í borgarráði um málið, en hætt var við fyrirhugað lokað útboð í tengslum við verkið. 28.10.2009 06:32
Kjarasamningar halda - deilt um skattamál Á fundi stjórnar Samtaka atvinnulífsins í gærkvöldi var ákveðið að kjarasamningar á almennum vinnumarkaði skyldu framlengdir til nóvemberloka 2010. Í tilkynningu frá samtökunum segir hinsvegar að þau geti ekki fallist á ákveðin atriði í fyrirliggjandi drögum að yfirlýsingu forsætis- og fjármálaráðherra, fyrir hönd ríkisstjórnarinnar, um framgang stöðugleikasáttmálans. 28.10.2009 06:17
Niðurskurðarhnífnum ekki beitt af nægjanlegri hörku Ríkisendurskoðun vandar stjórnvöldum ekki kveðjurnar í skýrslu um framkvæmd fjárlaga. Ekki var farið að tilmælum um að bæta rekstur stofnana í vanda. Aðhald og eftirlit með rekstri Landspítalans er veikt. 28.10.2009 06:15
Mikil óvissa er um orkuna á Reykjanesi Orkumálastjóri er ekki hrifinn af því að rætt sé um að knýja Helguvík einungis með orku af Reykjanesi. Því hægar og víðar sem farið sé í jarðhitanýtingu, þeim mun betra. Ágeng orkunýting þurfi ekki endilega að vera ósjálfbær. 28.10.2009 06:00
Ofbeldismaður víki í stað brotaþola Unnið er að lögfestingu brottvísunar eða „austurrísku leiðarinnar“ í dómsmálaráðuneytinu. 28.10.2009 05:30
Skattar álfyrirtækja 1,9 milljarðar í fyrra Álfyrirtæki á Íslandi greiddu samtals 1,9 milljarða í tekjuskatt og tryggingagjald í fyrra. Fjármálaráðuneytið óskaði upplýsinga um þetta eftir að forstjóri Alcoa sagði í viðtali að fyrirtækið hefði greitt um fjóra milljarða í beina skatta í fyrra. 28.10.2009 05:15
Helgi Hjörvar næsti forseti Þing Norðurlandaráðs stendur nú yfir í Stokkhólmi. Þingið sitja alþingismennirnir Helgi Hjörvar, Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, Ásmundur Einar Daðason, Siv Friðleifsdóttir, Bjarni Benediktsson og Illugi Gunnarsson auk nokkurra ráðherra. 28.10.2009 05:00
Hlýrri barnalaug í Vesturbæ „Það er aldrei að vita nema maður skelli sér bara út í og vígi þetta,“ segir Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi og formaður Íþrótta- og tómstundaráðs. Smíði stálþils milli grunna og djúpa hluta Vesturbæjarlaugarinnar, sem ætlað er að hækka hitastigið í grunna hlutanum sem gjarnan er nefndur barnalaugin, lauk í gær. Þá hefur hitunarbúnaður grunnu laugarinnar verið endurnýjaður. 28.10.2009 05:00
Flugferðum fjölgað í sumar Þýskum ferðamönnum á Íslandi mun fjölga umtalsvert næsta sumar, að sögn Oddnýjar Bjargar Halldórsdóttur, sölustjóra hjá Ferðaþjónustu bænda. Fulltrúar þrettán ferðaþjónustufyrirtækja kynna nú Ísland sem áfangastað fyrir þýska ferðamenn. Er þetta upphaf markaðsátaks íslenskra ferðaþjónustufyrirtækja í Evrópu. Sams konar strandhögg verður í desember í Amsterdam og Brussel. - bþs 28.10.2009 05:00
Síldin er ennþá sýkt að hluta Fyrstu niðurstöður benda til þess að íslenska sumargotssíldin sé ennþá sýkt. Þetta staðfesta sérfræðingar Hafrannsóknastofnunar. 28.10.2009 04:45
Áhugasamir skrái sig á netinu Bankasýsla ríkisins hefur skipað valnefnd til að tilnefna fulltrúa ríkisins til setu í stjórnum bankanna. Í nefndinni sitja Kristín Rafnar, forstöðumaður í Kauphöllinni, Friðrik Már Baldursson, forseti viðskiptadeildar HR, og Helga Valfells, sérfræðingur hjá Nýsköpunarsjóði. 28.10.2009 04:30
Reykjavík leiði rafbílavæðingu Umhverfis- og samgönguráð Reykjavíkur hefur stofnað starfshóp sem finna á leiðir til að gera Reykjavík forystuborg í rafbílavæðingu. Forsvarsmenn borgarinnar telja kjöraðstæður fyrir hendi til að gera borgarbúum fært að reka rafbíla á hagkvæman hátt. 28.10.2009 04:15
Hrækti í andlit lögreglumanns Karlmaður á þrítugsaldri játaði í gær að hafa sparkað í sköflunginn á ungum lögreglumanni og hrækt í andlitið á öðrum. 28.10.2009 04:15
Reykjanesbær fær 150 milljónir króna Framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga nema í ár rúmlega 1,2 milljörðum króna og voru þrír fjórðu hlutar þeirra, 931 milljón, greiddir út í gær. Afgangurinn verður greiddur út fyrir áramót. 28.10.2009 04:00
Bændur óttuðust að verða fyrir tjóni Hættu á að bændur yrðu fyrir tjóni ef bilanir kæmu upp í mjaltakerfum frá norska fyrirtækinu DeLaval var að mestu afstýrt í fyrradag. Þá var undirrituð viljayfirlýsing milli Fóðurblöndunnar og DeLaval um að Fóðurblandan tæki yfir sölu og þjónustu á vörum DeLaval á Íslandi. Tekur hún gildi um mánaðamót. 28.10.2009 04:00
Líklegt talið að samningar haldi Enn var ekki komið í ljós hvort kjarasamningar á almennum vinnumarkaði yrðu framlengdir þegar Fréttablaðið fór í prentun í gærkvöldi. Þó töldu forsvarsmenn Samtaka atvinnulífsins og Alþýðusambandsins það líklegra en hitt. Á ellefta tímanum biðu þeir eftir Steingrími J. Sigfússyni fjármálaráðherra og lokatexta yfirlýsingar stjórnvalda varðandi stöðugleikasáttmálann. 28.10.2009 04:00
Fimmtungur lána í frystingu Fyrirtæki í sjávarútvegi hafa í miklum mæli fryst höfuðstól gengistryggðra lána. Fyrirtækin eru með 11,5 prósent af heildarlánum íslenskra fyrirtækja og er nær eingöngu um gengistryggð lán að ræða, eða 95 prósent. Alls hefur höfuðstóll 21 prósents útistandandi lána verið frystur. 28.10.2009 04:00
Lokað fyrir framhaldsskóla Snara, vefbókasafn sem selur aðgang að Íslenskri orðabók og fjölda annarra orðabóka, ætlar á fimmtudag að loka fyrir aðgang framhaldsskólanema að safninu. 28.10.2009 04:00
Svínin eru með svínaflensuna Staðfest var í gær að nokkur svín á svínabúinu að Minni-Vatnsleysu væru sýkt af svínaflensu. Ekki verður gripið til sérstakra ráðstafana vegna þessa, að öðru leyti en því að reynt verður að einangra pestina við þetta tiltekna svínabú. Ljóst þykir að svínin hafi sýkst vegna umgengni við veikt starfsfólk. Engar líkur eru á að veikjast við það að neyta svínakjöts. 28.10.2009 03:45
Ísland leysist upp og hverfur „Var þarna verið að lýsa stöðu þjóðarinnar um þessar mundir? Ísland bundið í klafa skulda og efnahagurinn harðfrosinn,“ segir Sigurður Sigurðarson, vefstjóri heimasíðu Skagastrandar, um listaverk brasilísku listakonunnar Renötu Padovan. 28.10.2009 03:45
Mun ekki geta rökstutt handtökuna á meðan jörðin snýst Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður konu sem handtekin var í tengslum við mansalsmálið svonefnda, segir lögreglustjórann á Suðurnesjum ekki á meðan jörðin snýst geta gefið neina raunhæfa skýringu á því af hverju konan var handtekin. 27.10.2009 21:27
Ekki ákvörðun fjármálaráðherra heldur þjóðarinnar Það er íslensku þjóðarinnar en ekki fjármálaráðherra að ákveða hvort að Ísland gangi í Evrópusambandið. Þetta sagði Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, aðspurð á þingi Norðurlandaráðs í dag, að fram kom í seinnikvöldfréttum Ríkissjónvarpsins. 27.10.2009 22:10
Tjáir sig ekki um stefnu dóttur Gunnars „Ég ætla ekkert að tjá mig um það,“ sagði Ólafur Þór Gunnarsson, bæjarfulltrúi VG, þegar fréttastofa leitaði eftir viðbrögðum við stefnu Frjálsrar miðlunar gegn honum og Guðríði Arnardóttur, oddvita Samfylkingarinnar í bæjarstjórn Kópavogs, og Hafsteins Karlssonar, bæjarfulltrúa Samfylkingarinnar. Ólafur vísaði þess í stað á lögmann sinn, Hafsteins og Guðfríðar. 27.10.2009 20:44
„Staðan hefur lagast" „Það er ekki útséð með hvernig þetta fer en það miklu meiri líkur en minni að þetta gangi upp,“ sagði Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífins í Kastljósi í kvöld. Hann sagði að staðan í viðræðum um framhald stöðugleikasáttmálans hefði lagast í dag og að hlutirnir hefðu verið að skýrast. 27.10.2009 20:21
Tæplega hundrað frambjóðendur skiluðu ekki uppgjöri Tæplega hundrað frambjóðendur sem tóku þátt í prófkjöri eða forvali vegna þingkosninganna í vor skiluðu ekki fjárhagslegu uppgjöri til Ríkisendurskoðunar en frestur til þess rann út um helgina. Unnt er að beita fjársektum og jafnvel fangelsun, hunsi frambjóðandi viljandi að sniðganga lög um skil á fjárhagslegu uppgjöri. 27.10.2009 19:39