Jóhanna segir allt á uppleið 29. október 2009 05:00 Mynd/Pjetur Tveir áfangar á leið til endurreisnar efnahagslífsins náðust í gær og fyrrakvöld. Endurskoðun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) á efnahagsáætlun Íslands og framlenging kjarasamninga á almennum vinnumarkaði. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra segir báða þætti mjög mikilvæga fyrir framhaldið. „Þetta eru góðir dagar sem sýna okkur að hér er allt á uppleið," sagði hún í samtali við Fréttablaðið í gærkvöldi. Með samþykkt AGS fáist lánin frá Norðurlöndunum. Við það styrkist gjaldeyrisforðinn verulega og þannig skapist góð skilyrði til stýrivaxtalækkana. „Þetta hefur vonandi áhrif á ákvarðanir Seðlabankans og gefur hugsanlega svigrúm til að losa fyrr um gjaldeyrishöftin." Jóhanna segir næstu endurskoðun fara fram í desember og þá verði metið hvort þörf sé á öllum þeim lántökum sem áður voru áætlaðar. Jóhanna er á þingi Norðurlandaráðs í Stokkhólmi. Kveðst hún hafa rætt málefni Íslands við norræna starfsbræður sína og lýst óánægju með að Icesave-málið skyldi tengt afgreiðslu AGS og þar með lánveitingum Norðurlandanna. Telur hún raunar að þau samtöl hafi greitt fyrir málum. Jóhanna og Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra gáfu í gær út yfirlýsingu um framgang stöðugleikasáttmálans. Með henni eru áform um nýjan orkuskatt tekin til endurskoðunar. Jóhanna segir það ekki þýða að áformin séu slegin út af borðinu; ætlunin sé að efna til víðtæks samráðs um tekjuöflun ríkissjóðs og áhrif hennar á fólk og fyrirtæki. Þá segir að kapp verði lagt á að greiða fyrir fjárfestingum í atvinnulífinu og að úrvinnslu mála sem tengjast þegar ákveðnum stórframkvæmdum verði hraðað. Spurð hvort þetta þýði að öllum hindrunum verði rutt úr vegi Helguvíkurálvers segist Jóhanna vona að úr þeim málum greiðist. Niðurstaða Skipulagsstofnunar vegna úrskurðar umhverfisráðherra eigi að liggja fyrir á næstu dögum og endanleg niðurstaða í málinu eigi að geta legið fyrir að nokkrum vikum liðnum. - bþs / sjá síðu 8 Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Erlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Fleiri fréttir Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Sjá meira
Tveir áfangar á leið til endurreisnar efnahagslífsins náðust í gær og fyrrakvöld. Endurskoðun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) á efnahagsáætlun Íslands og framlenging kjarasamninga á almennum vinnumarkaði. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra segir báða þætti mjög mikilvæga fyrir framhaldið. „Þetta eru góðir dagar sem sýna okkur að hér er allt á uppleið," sagði hún í samtali við Fréttablaðið í gærkvöldi. Með samþykkt AGS fáist lánin frá Norðurlöndunum. Við það styrkist gjaldeyrisforðinn verulega og þannig skapist góð skilyrði til stýrivaxtalækkana. „Þetta hefur vonandi áhrif á ákvarðanir Seðlabankans og gefur hugsanlega svigrúm til að losa fyrr um gjaldeyrishöftin." Jóhanna segir næstu endurskoðun fara fram í desember og þá verði metið hvort þörf sé á öllum þeim lántökum sem áður voru áætlaðar. Jóhanna er á þingi Norðurlandaráðs í Stokkhólmi. Kveðst hún hafa rætt málefni Íslands við norræna starfsbræður sína og lýst óánægju með að Icesave-málið skyldi tengt afgreiðslu AGS og þar með lánveitingum Norðurlandanna. Telur hún raunar að þau samtöl hafi greitt fyrir málum. Jóhanna og Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra gáfu í gær út yfirlýsingu um framgang stöðugleikasáttmálans. Með henni eru áform um nýjan orkuskatt tekin til endurskoðunar. Jóhanna segir það ekki þýða að áformin séu slegin út af borðinu; ætlunin sé að efna til víðtæks samráðs um tekjuöflun ríkissjóðs og áhrif hennar á fólk og fyrirtæki. Þá segir að kapp verði lagt á að greiða fyrir fjárfestingum í atvinnulífinu og að úrvinnslu mála sem tengjast þegar ákveðnum stórframkvæmdum verði hraðað. Spurð hvort þetta þýði að öllum hindrunum verði rutt úr vegi Helguvíkurálvers segist Jóhanna vona að úr þeim málum greiðist. Niðurstaða Skipulagsstofnunar vegna úrskurðar umhverfisráðherra eigi að liggja fyrir á næstu dögum og endanleg niðurstaða í málinu eigi að geta legið fyrir að nokkrum vikum liðnum. - bþs / sjá síðu 8
Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Erlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Fleiri fréttir Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Sjá meira