Innlent

Piltur stal fimm gaskútum

Nítján ára piltur var dæmdur í tíu mánaða fangelsi í gær meðal annars fyrir að stela fimm misstórum gaskútum á Akureyri. Pilturinn braust einnig inn í verslanir sem og áfengisverslun ríkisins þar sem hann stal Vodka og Gordons gini.

Alls var hann dæmdur fyrir þrettán þjófnaði og tilraunir til þjófnaðar en hann játaði brotin greiðlega. Öll brotin voru framin frá miðjum júlí til september á þessu ári.

Þrátt fyrir ungan aldur hefur pilturinn fimm sinnum hlotið refsidóma. Piltinum er talið til tekna að hann játaði brot sín undankomulaust. Einnig fór hann í áfengismeðferð en missti fótanna að nýju. Dómurinn telur áfengismeðferðina vísbendingu um að pilturinn vilji ná tökum á lífi sínu á ný.

Því var hann dæmdur í tíu mánaða fangelsi en þar af eru þrír mánuðir óskilorðsbundnir. Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi eystra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×