Innlent

Ákærðir fyrir að stela Kjarval

Tveir menn hafa verið ákærðir fyrir að stela málverkinu „Á Hulduströnd" eftir Jóhannes S. Kjarval í maí síðastliðnum.

Verkið eiga þeir að hafa tekið ófrjálsri hendi á málverkasýningu á Kjarvalsstöðum við Miklatún. Þeir eiga að hafa gengið inn á sýninguna og rakleiðis að verkinu, tekið það niður og gengið út. Lögreglan fann verkið stuttu síðar óskemmt.

Andvirði listaverksins, sem var málað af meistaranum árið 1935, eru 6 milljónir króna.

Annar mannanna, sem er á fertugsaldri, hefur einnig verið ákærður fyrir innbrot og þjófnaði.

Meðal annars á hann að hafa svikið út vörur hjá Byko, stolið vefmyndavél og nautalundum í Bónus fyrir 46 þúsund krónur.

Hvorugur mannanna mætti þegar þingfesta átti málið í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×