Fleiri fréttir

Brennuvargur dæmdur í fangelsi

Karlmaður á þrítugsaldri var í dag dæmdur í níu mánaða fangelsi fyrir að kveikja í hesthúsi í Hafnarfirði og stolnum bíl í apríl á síðasta ári. Hann var einnig fundinn sekur um eignaspjöll í fjölbýlishúsi í Reykjavík þar sem hann notaði exi til að brjóta rúður og hurðir.

Þórhildur verður formaður Jafnréttisráðs

Þórhildur Þorleifsdóttir verður formaður Jafnréttisráðs. Árni Páll Árnason, félagsmálaráðherra, hyggst skipa hana í dag. Þórhildur var leikhússtjóri í Borgarleikhúsinu frá 1996 til 2000 og var ein umsækjanda um stöðu Þjóðleikhússtjóra nýlega. Ellefu manns eru í jafnréttisráðinu og jafnmargir varamenn. Þórhildur var þingmaður Kvennalistans á árunum 1987 til 1991.

Réttað í Barðastrandarráni

Aðalmeðferð hófst í svokölluðu Barðastrandarmáli nú í morgun en þá fóru tveir ungir menn inn á heimili fullorðins úrsmiðs á Seltjarnarnesi, bundu hann og rændu sjaldgæfum og verðmætum vasaúrum.

Steingrímur fundar með framkvæmdastjóra AGS

Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, situr nú á fundi með Dominique Strauss Kahn, framkvæmdastjóra Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Þeir ræða um endurskoðun efnahagsáætlunar sjóðsins og íslenskra stjórnvalda og lyktir Icesave málsins. Hann þrýstir á Strauss-Kahn að stjórn sjóðsins taki nú þegar fyrir endurskoðun áætlunarinnar. Hún hefur tafist, meðal annars vegna Icesave. Steingrímur hefur sagt að nú sé úrslitatilraun til að ganga frá því máli.

Ráðherra með áhyggjur af stöðu stjórnarinnar

Jón Bjarnason sjávarútvegsráðherra segist hafa vissar áhyggjur af stöðunni sem komin er upp í ríkisstjórninni. Hann telur að brotthvarf Ögmundar Jónassonar úr ríkisstjórn veiki stjórnina. „Ég harma þá atburðarrás sem leiddi til þess að hann fann sig knúinn til að segja af sér ráðherraembætti,“ segir Jón.

Bleiku slaufurnar rjúka út

Salan á bleiku slaufunni hefur farið vel af stað það sem af er söfnunarátaki Krabbameinsfélags Íslands í ár.

Minningarganga um Helga Hóseasson

Á morgun verður minningarganga um Helga Hóseasson. Gangan er skipulögð og útfærð af unglingum úr félagsmiðstöðvunum Buskanum og Þróttheimum í Voga- og Langholtshverfi.

Einn Barðastrandarræningjanna finnst ekki

Marvin Michelsen, einn þeirra sem grunaður er um aðild að ráni á Barðaströnd á Seltjarnarnesi í vor, fer huldu höfði. Aðalmeðferð í máli fjórmenninganna fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Marvin mætti ekki fyrir dóm. Það gerði hann heldur ekki þegar málið var þingfest í haust.

Stefán Eiríksson: Notum könnunina til að peppa menn upp

„Við reynum að nýta þetta til þess að peppa menn upp og hrósa starfsfólki fyrir vel unnin störf,“ segir Stefán Eiríksson, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, um nýja skoðanakönnun MMR en samkvæmt henni nýtur lögreglan afgerandi trausts. Stefán segist vera afskaplega ánægður með niðurstöðuna. Um land allt hafi lögreglan verið að ná afar góðum árangri. „Lögregla er í góðum tengslum við fólkið í landinu og sinnir ýmsum verkefnum sem eru ekki alltaf á síðum blaðanna eða í vefmiðlunum,“ segir lögreglustjórinn.

Þrír teknir á Akureyri með dóp

Síðdegis í gær handtók lögreglan á Akureyri þrjá karlmenn um tvítugt grunaða um fíkniefnamisferli. Að sögn lögreglu voru í framhaldinu framkvæmdar tvær húsleitir þar sem hald var lagt á samtals um 40 grömm af ætluðu amfetamíni og kókaíni, 10 grömm af kannabisefnum og 10 ætlaðar e-töflur.

Baltasar Kormákur ætlar að leikstýra Wahlberg

Gert er ráð fyrir að tökur á bandarískri endurgerð myndarinnar Reykjavík Rotterdam muni hefjast í byrjun næsta árs. Baltasar Kormákur staðfestir í samtali við Vísi að Mark Wahlberg muni fara með aðalhlutverk í myndinni en sjálfur mun Baltasar leikstýra henni.

Lögreglan nýtur afgerandi trausts

Lögreglan nýtur afgerandi trausts í nýrri skoðanakönnun MMR og segjast tæplega 81 prósent aðspurðra bera mikið traust til lögreglunnar. Traust til Háskóla Íslands mælist tæplega 70 prósent. Bankakerfið situr sem fyrr á botninum hvað traust almennings áhrærir, en tæp 3 prósent segjast bera mikið traust til þess.

Víða hálka eða hál

Á Suðvesturlandi eru hálkublettir á Reykjanesbraut, snjóþekja er á Sandskeiði og Hellisheiði, hálka er í Þrengsli, Þorlákshafnar- og Eyrarbakkavegi. Á Vesturlandi eru hálkublettir og snjóþekja.

Kvarta undan hnýsni Óskars

Óskar Magnússon, útgefandi Morgunblaðsins, las tölvupósta starfsmanna blaðsins síðastliðinn miðvikudag til að komast að því hver læki upplýsingum af ritstjórn blaðsins til annarra fjölmiðla.

Jóhanna í FT: Bretar særðu Íslendinga

Jóhanna Sigurðardóttir gagnrýnir Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og bresk og hollensk stjórnvöld harðlega fyrir að tefja fyrir efnhagsbata á Íslandi, að því er breska blaðið Financial Times greinir frá.

Segir fjárveitinguna vonbrigði

„Lækkun á fjárveitingum sem ráðgerð er í fjárlagafrumvarpinu veldur að sjálfsögðu vonbrigðum," segir Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins (SE). Gert er ráð fyrir 285 milljóna fjárveitingu í fjárlögum fyrir árið 2010 sem jafngildir þrjátíu milljóna króna lækkun að raungildi milli ára.

Ökumenn lentu í vandræðum vegna hálku

Ökumaður fólksbifreiðar var fluttur á slysadeild með bakmeiðsl eftir að hafa ekið á ljósastaur í Ártúnsbrekkunni í Reykjavík rétt fyrir klukkan ellefu í gær. Talið er að rekja megi slysið til hálku en töluvert snjóaði á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi.

Ögmundur: Var vísað á dyr

Óeiningin innan Vinstri grænna varð til þess í gær að hvorki Ögmundur Jónasson né Guðfríður Lilja Grétarsdóttir vildu flytja ræðu við umræður um stefnuræðu forsætisráðherra, eins og mælst hafði verið til við þau.

Risaskip á siglingu við landið

Síðustu daga hafa óvenju stór olíuskip átt leið um íslensku efnahagslögsöguna á siglingu frá Rússlandi til Bandaríkjanna. Skipin eru Atlas Voyager og Nevskiy Prospect, bæði um 62 þúsund brúttótonn, 249 metrar að lengd, og með yfir hundrað þúsund tonn af hráolíu innanborðs. Hvorugt skipanna lét vita af ferðum sínum eins og lögboðið er.

Þjáðist af gigt í Eurovision

„Það halda rosalega margir að aðeins gamalt fólk fái gigt. Það er alls ekki rétt," segir Jóhanna Guðrún Jónsdóttir söngkona, sem þjáðist verulega af gigt þegar hún söng í Eurovision í Moskvu í vor. „Ég fór í háhæluðu skóna rétt áður en ég fór á svið því ég var svo bólgin á tánum," segir hún.

Mikill áhugi á að ljúka Icesave

Af viðbrögðum fjármálaráðherra Hollands og Bretlands má ráða að þeir hafi mikinn áhuga á að ljúka Icesave-málinu, segir Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra.

Voru í farbanni vegna svindls

Tveir fjögurra manna sem lögregla handtók í fyrradag, eftir að þeir höfðu stungið mann með hnífi á Spítalastíg, voru farbanni vegna meints greiðslukortasvindls þegar þeir voru handteknir.

Vill erlenda brotamenn strax í burt

Stefán Eiríkssson, lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins, telur að heimildir í íslenskum lögum til að vísa erlendum brotamönnum úr landi séu ekki fullnýttar.

Læra íslensku á því að spila spil

Selma Kristjánsdóttir, hönnuður Íslenskuspilsins, fékk evrópumerki á evrópska tungumáladeginum nýverið. Spilið þjálfar íslenskuþekkingu fullorðinna útlendinga og hjálpar þeim að kynnast og þar með aðlagast íslensku samfélagi.

Leggja varðskipi og þyrlufækkun rædd

Öryggismál Landhelgisgæslan fær ekki viðbótarfjárveitingu til að reka nýtt varðskip sem er væntanlegt til landsins í apríl. Til greina kemur að reka aðeins tvær þyrlur í stað þriggja sem myndi þýða enn frekari veikingu á flugsveitinni frá því sem nú er.

Sigmundur Davíð bestur - Gunnar Helgi í ruglinu

Ögmundur Jónasson var veikur heima þegar forsætisráðherra flutti stefnuræðu sína á Alþingi í kvöld. Hann horfði hinsvegar á umræðurnar í sjónvarpinu og þótti ýmsir góðir. Hrifnastur var hann þó af Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni formanni Framsóknarflokksins. Ögmundur botnar ekkert í stjórnmálafræðiprófessor sem segir Ögmund halda ríkisstjórninni í gíslingu. „Þetta er óskiljanlegt rugl," segir Ögmundur um fullyrðingar prófessorsins.

Teknó, slor, norðurljós og risavaxnar styttur af landvættunum

Það var smekkfullur salur í Iðnó sem var saman kominn kl.16 í dag til að kynna og hlusta á nýjar hugmyndir að atvinnusköpun á Íslandi. Það var hvert sæti setið og ótrúleg orka í salnum. Í lokin tók fólk upp á að stappa niður fótum svo undirtók í þessu gamla húsi til að byggja upp spennu þegar að sigurvegarar í hugmyndasamkeppninni Start09 voru kynntir. Þetta kemur fram í tilkynningu frá aðstandendum keppninnar.

Seilst í vasa almennings til að fjármagna pólitísk gæluverkefni

Heimdallur, félag ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, gagnrýnir forgangsröðun ríkisstjórnarinnar í ríkisfjármálum og skattamálum. Ljóst er að ríkisstjórnin fer leið skattahækkana í stað þess að taka til í rekstri ríkisins og fresta eða leggja af ýmis gæluverkefni og verkefni á vegum hins opinbera.

Birgitta segir Ísland tæknilega gjaldþrota

Íslendingar eru tæknilega séð gjaldþrota, sagði Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Hreyfingarinnar í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra í kvöld. Hún velti fyrir sér hvort rétt væri að íslensk stjórnvöld færu í skuldastöðvun. Ef til vill væri betra að taka skellinn strax og gefast upp. Ef haldið yrði áfram á þeirri leið sem ríkisstjórnin hefur verið myndi vaxtabyrðin sliga þjóðina.

Spuni og ofbeldi í stað rökréttrar umræðu

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Framsóknarflokksins sagði að sú stefnuræða sem forsætisráðherra hefði haldið í kvöld hefði allt eins getað verið flutt fyrir ári síðan. Ástæðu þess sagði hann að ekkert hefði gerst síðan hrunið varð. Sigmundur sagði Samfylkinguna stunda ófrægingarherferð sem hefði kristallast í fréttum Rúv í kvöld.

Katrín vill að Íslendingar læri af kreppunni

Það hættulegasta við kreppuna er krafan um skyndilausnir sem snúast flestar um það að selja fjölskyldusilfrið, sagði Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra og varaformaður VG við umræður um stefnuræðu forsætisráðherra. Hún gagnrýndi sölu á hlut Orkuveitu Reykjavíkur til Magma Energy og sagði að Íslendingar mættu ekki missa tækifærið á því að læra af kreppunni.

Ríkisstjórnin mun leiða landsmenn út úr vandanum

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra flutti stefnuræðu sína á Alþingi fyrir stundu. Hún kom víða við í ræðu sinni og sagði að síðast liðið ár myndi aldrei líða okkur úr minni. Hún sagði hugmyndafræði frjálshyggjunnar hafa hrunið og samfélagið yrði byggt upp aftur á grundvelli jafnaðarstefnunnar og félagshyggjunnar.

Vandræðalegt að ekki sé búið að leysa Icesave

Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra segir að það sé vandræðalegt að ekki hafi enn tekist að leysa Icesave málið og öllum finnist það óþægilegt - íslenskum, breskum og hollenskum stjórnvöldum, sem og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Hann segir alla skynja að nú standi yfir lokatilraunin til að ná landi.

Fantasíumatseðill í fjárlagafrumvarpinu

Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra segir orkuskatt, eins og honum er lýst í fjárlagafrumvarpi, vera fantasíumatseðil sem ekki eigi að taka bókstaflega. Þá kveðst hún áskilja sér rétt til að fara vel yfir úrskurð Svandísar Svavarsdóttur umhverfisráðherra um Suðvesturlínu áður en hún lýsi sig sammála þeirri ákvörðun.

Vígahnöttur á stærð við fótbolta á Suðurlandi í nótt

Óvenju skær vígahnöttur, sem sást víða á Suðurlandi liðna nótt, hefur sennilega verið á stærð við fótbolta og fallið nærri suðurodda landsins. Nálægt hundrað skráð tilfelli eru um vígahnetti hérlendis, en aldrei hafa þó fundist brot úr neinum þeirra.

Allt á suðupunkti - vildu ekki tala fyrir VG

Gríðarleg ólga er innan Vinstri grænna vegna afsagnar Ögmundar Jónassonar úr ráðherrastól og ekki er útilokað að flokkurinn klofni. Fari svo mun ríkisstjórnin springa. Ögmundur, sem og formaður þingflokks Vinstri grænna, báðust undan því að taka til máls fyrir hönd flokksins í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra á Alþingi í kvöld.

Andlega veikur maður rispaði á annan tug bíla

Rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á skemmdarverkum á bílum í austurborginni í síðustu viku er að mestu lokið. Á annan tug bíla varð fyrir barðinu á skemmdarvargi sem rispaði þá talsvert. Spellvirkinn reyndist vera karl á þrítugsaldri sem glímt hefur við andleg veikindi. Hann hefur verið færður á viðeigandi stofnun.

Vantraust á Morgunblaðið margfaldast eftir komu Davíðs

Traust til Morgunblaðsins hrynur eftir að Davíð Oddsson og Haraldur Johannessen settust í stól ritstjóra fyrir skömmu, ef marka má könnun á trausti til fjölmiðla sem Markaðs- og miðlarannsóknir ehf. gerðu fyrir 365 miðla nýverið. Rúmlega 35% þeirra sem svöruðu segjast bera frekar eða mjög lítið traust til Morgunblaðsins, en rúmlega 13% sögðust gera það rétt áður en nýir ritstjórar tóku við. Fréttastofa Rúv nýtur mest trausts.

Keflavíkurárás: Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur

Selma Guðnadóttir, 22 ára gömul kona úr Keflavík, mun sitja áfram í gæsluvarðhaldi næstu fjórar vikurnar vegna hnífaárásar á fimm ára gamla stelpu í Keflavík á sunnudag fyrir viku. Selma var handtekin fljótlega eftir árásina og úrskurðuð í gæsluvarðhald sem rann út í dag. Héraðsdómur framlengdi svo gæsluvarðhaldið um fjórar vikur. Selma hefur játað á sig verknaðinn.

Hafís undan Vestfjörðum

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar hefur undanfarna sólarhringa borist nokkrar tilkynningar um hafís, en ísjakar hafa sést við Vestfirði nánar tiltekið frá norð-austanverðu Horni allt að minni Önundarfjarðar.

Lögreglan fann 125 kannabisplöntur á lokastigi ræktunar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði kannabisræktun í húsi í miðborginni fyrir hádegi í dag. Við húsleit á áðurnefndum stað fundust 125 kannabisplöntur á lokastigi ræktunar og um 400 grömm af marijúana. Á sama stað fannst einnig mjög mikið af kannabisfræjum. Karl á fertugsaldri var handtekinn í tengslum við rannsókn málsins og játaði hann aðild sína en fíkniefnin voru ætluð til sölu.

Jóhanna flytur stefnuræðu í kvöld

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, flytur stefnuræðu ríkisstjórnar sinnar á Alþingi í kvöld. Í kjölfarið munu fulltrúar allra þingflokka taka til máls og taka þátt í umræðum um stefnuræðuna. Þráinn Bertelsson, sem er utan þingflokka, talar síðastur í fyrstu umferð en umræðurnar skiptast í þrjár umferðir.

Sjá næstu 50 fréttir