Innlent

Ökumenn lentu í vandræðum vegna hálku

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Töluverð hálka hefur verið á Hellisheiðinni undanfarinn sólarhring. Mynd/ Anton Brink.
Töluverð hálka hefur verið á Hellisheiðinni undanfarinn sólarhring. Mynd/ Anton Brink.

Ökumaður fólksbifreiðar var fluttur á slysadeild með bakmeiðsl eftir að hafa ekið á ljósastaur í Ártúnsbrekkunni í Reykjavík rétt fyrir klukkan ellefu í gær. Talið er að rekja megi slysið til hálku en töluvert snjóaði á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi.

Þá var maður fluttur til skoðunar á slysadeild, eftir bílveltu við álverið í Straumsvík, sem einnig má rekja til hálku.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir að umtalsvert hafi verið um minniháttar umferðaróhöpp í gærkvöldi, einkum í efri byggðum borgarinnar.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Selfossi er Hellisheiðin ekki fær bílum nema á vetrardekkjum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×