Innlent

Vígahnöttur á stærð við fótbolta á Suðurlandi í nótt

Óvenju skær vígahnöttur, sem sást víða á Suðurlandi liðna nótt, hefur sennilega verið á stærð við fótbolta og fallið nærri suðurodda landsins. Nálægt hundrað skráð tilfelli eru um vígahnetti hérlendis, en aldrei hafa þó fundist brot úr neinum þeirra.

Lögreglan á Selfossi var að aka um Suðurlandið um miðnæturbilið þegar skært ljós lýsti upp sveitinar. Um vígahnött var að ræða sem sást allt frá Vestmannaeyjum til Akraness. Stjörnuhröp eru miklu minni, en talað er um vígahnetti þegar lofsteinn kemur á miklum hraða inn fyrir gufhvolfið, hitnar geysilega og sést þá greinilega.

Miklar drunur geta fylgt því þegar lofsteinn fellur til jarðar. Hér á landi hafa aldrei fundist brot úr slíkum steini, jafnvel þótt skráð tilfelli um vígahnetti hlaupi á tugum.

Þorsteinn Sæmundsson stjörnufræðingur, giskar á að vígahnötturinn í nótt hafi verið að minnsta kosti eins og fótbolti að stærð og hafi verið í um 50 til 70 kílómetra hæð þegar hann sást.




Tengdar fréttir

Stjörnuhrap lýsti upp Suðurland

Óvenjubjart stjörnuhrap vakti athygli um miðnætti í gærkvöldi og barst lögreglunni á Suðurlandi fjöldi tilkynninga vegna þess.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×