Innlent

Þórhildur verður formaður Jafnréttisráðs

Þórhildur Þorleifsdóttir verður formaður Jafnréttisráðs. Árni Páll Árnason, félagsmálaráðherra, hyggst skipa hana í dag. Þórhildur var leikhússtjóri í Borgarleikhúsinu frá 1996 til 2000 og var ein umsækjanda um stöðu Þjóðleikhússtjóra nýlega. Ellefu manns eru í jafnréttisráðinu og jafnmargir varamenn. Þórhildur var þingmaður Kvennalistans á árunum 1987 til 1991.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×