Innlent

Kvarta undan hnýsni Óskars

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Óskar Magnússon, útgefandi Morgunblaðsins, las tölvupósta starfsmanna blaðsins síðastliðinn miðvikudag til að komast að því hver læki upplýsingum af ritstjórn blaðsins til annarra fjölmiðla.

Fyrrverandi blaðamaður Morgunblaðsins hefur kvartað til stjórnar Blaðamannafélags Íslands vegna þessa. Málið er rakið til þess að uppsagnarbréf Ragnhildar Sverrisdóttur, fyrrverandi umsjónarmanns sunnudagsblaðs Morgunblaðsins var birt í heild á fréttavef DV. Ragnhildur hafði sent bréfið á samstarfsmenn sína til að útskýra ástæður uppsagnar sinnar.

Kristinn Hrafnsson, stjórnarmaður í Blaðamannafélagi Íslands, segir í samtali við DV í dag að málið sé svívirða.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×