Innlent

Víða hálka eða hál

Víða er hálka. Mynd/ Vilhelm.
Víða er hálka. Mynd/ Vilhelm.
Á Suðvesturlandi eru hálkublettir á Reykjanesbraut, snjóþekja er á Sandskeiði og Hellisheiði, hálka er í Þrengsli, Þorlákshafnar- og Eyrarbakkavegi. Á Vesturlandi eru hálkublettir og snjóþekja.

Á Vestfjörðum eru hálkublettir í Ísafjarðardjúpi, hálka á Steingrímsfjarðarheiði, Ströndum og um Arnkötludal. Hálka er á Hrafnseyrarheiði, hálkublettir eru á Dynjandisheiði, Hálfdán og á Klettsháls, snjóþekja er í Trostansfirði.

Á Norðurlandi er hálka á Öxnadalsheiði en hálkublettir á öðrum fjallvegum og á Siglufjarðarvegi.

Á Norðausturlandi er hálka en hálkublettir eru á Vopnafjarðarheiði. Ófært er á Öxarfjarðarheiði og á Hólsandi.

Á Austurlandi er ófært á Hellisheiði eystri og á Öxi.. Snjóþekja er á Fjarðarheiði og mokstur stendur yfir. Hálka er í Fagradal, Oddsskarði og á Breiðdalsheiði. Hálkublettir eru með ströndinni.

Á Suðausturlandi eru hálkublettir og snjóþekja.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×