Innlent

Keflavíkurárás: Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Selma Guðnadóttir var handtekin vegna árásarinnar.
Selma Guðnadóttir var handtekin vegna árásarinnar.
Selma Guðnadóttir, 22 ára gömul kona úr Keflavík, mun sitja áfram í gæsluvarðhaldi næstu fjórar vikurnar vegna hnífaárásar á fimm ára gamla stelpu í Keflavík. Selmu er gert að sök að hafa stungið stelpuna fyrirvaralaust í brjóstið á heimili hennar laust eftir hádegið á sunnudag fyrir viku.

Selma var handtekin fljótlega eftir árásina og úrskurðuð í gæsluvarðhald sem rann út í dag. Héraðsdómur framlengdi svo gæsluvarðhaldið um fjórar vikur. Selma hefur játað á sig verknaðinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×