Innlent

Katrín vill að Íslendingar læri af kreppunni

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Katrín Jakobsdóttir vill læra af kreppunni. Mynd/ Anton.
Katrín Jakobsdóttir vill læra af kreppunni. Mynd/ Anton.
Það hættulegasta við kreppuna er krafan um skyndilausnir sem snúast flestar um það að selja fjölskyldusilfrið, sagði Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra og varaformaður VG við umræður um stefnuræðu forsætisráðherra. Hún hvatti til varfærni í orkumálum og gagnrýndi sölu á hlut Orkuveitu Reykjavíkur til Magma Energy. Katrín sagði að Íslendingar mættu ekki missa tækifærið á því að læra af kreppunni.

Þá sagði Katrín að mikilvægt væri að fá svör við því hvað hefði farið úrskeiðis í hruninu. Ríkisstjórnin hefði stuðlað að því með því að efla embætti sérstaks saksóknara. En það væri líka mikilvægt að halda samfélaginu gangandi og byggja upp fyrir framtíðina. Allir þyrftu að koma að því. Bæði ríkisstjórn, almenningur, samtök atvinnurekenda og samtök launafólks.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×