Innlent

Ráðherra með áhyggjur af stöðu stjórnarinnar

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Jón Bjarnason telur að brotthvarf Ögmundar veiki stjórnina.
Jón Bjarnason telur að brotthvarf Ögmundar veiki stjórnina.
Jón Bjarnason sjávarútvegsráðherra segist hafa vissar áhyggjur af stöðunni sem komin er upp í ríkisstjórninni. Hann telur að brotthvarf Ögmundar Jónassonar úr ríkisstjórn veiki stjórnina. „Ég harma þá atburðarrás sem leiddi til þess að hann fann sig knúinn til að segja af sér ráðherraembætti," segir Jón.

Jón segist vilja bíða með að tjá sig um afstöðu sína til Icesave málsins þangað til Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra kemur heim af ársfundi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Hann telur að Steingrímur muni leggja sig allan fram um að ná fram lausn sem allir geti fallist á.

„Það sem kannski helst truflar mig er þessi tenging sem virðist vera á milli krafna Breta og Hollendinga varðandi Icesave og hins vegar umræðunnar um aðild að Evrópusambandinu og síðan þá Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn sem hefur sett fram kröfur í þessum efnum," segir Jón.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×