Fleiri fréttir Krufning liggur fyrir - lést af slysförum Karlmaðurinn sem fannst látinn í Reykjavíkurhöfn sunnudaginn 13. september lést af slysförum og tengist andlát hans ekki saknæmu athæfi, að sögn lögreglu. Krufning leiddi í ljós að maðurinn drukknaði. Engin vitni voru að slysinu. 29.9.2009 11:23 Óákveðið hver tekur sæti Magnúsar í bankaráði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, segir að ekki sé búið að ákveða hver taki sæti í bankaráði Seðlabankans sem fulltrúi flokksins í stað Magnúsar Árna Skúlasonar sem sagði sig úr ráðinu fyrir rúmum hálfu mánuði. Sigmundur á von á því að þingflokkurinn afgreiði málið fljótlega eftir að þingstörf hefjast á nýjan leik, en Alþingi kemur saman næstkomandi fimmtudag. 29.9.2009 10:38 Þriggja bíla árekstur á Miklubraut Þriggja bíla árekstur varð á Miklubraut við Skaftahlíð á tíunda tímanum í dag. Bílarnir óku í vesturátt. Ekki lítur út fyrir að slys hafi orðið á fólki. Búast má við einhverjum töfum vegna þessa. 29.9.2009 10:01 Rúða í Lífeyrissjóði Vestmannaeyja brotin Rúða var brotin í húsnæði Lífeyrissjóðs Vestmannaeyja að morgni 21. septembers. Lögreglan telur að rúðan hafi verið brotin um nóttina. Ekki er vitað hver var að verki. 29.9.2009 09:51 Hraðamyndavélar settar upp á milli Hveragerðis og Selfoss Á fimmtudaginn verða tvær hraðamyndavélar á Hringvegi milli Hveragerðis og Selfoss teknar í notkun. Jafnframt hefur verið bætt við nýrri hraðamyndavél í Hvalfjarðargöngum sem verður gangsett á sama tíma. 29.9.2009 09:48 Ung vinstri græn vilja heimila hústökur Ung vinstri græn hvetja Alþingi til að mynda lagalega umgjörð til að heimila hústökur. Þau vilja að ákveðnum skilyrðum uppfylltum verði löglegt að taka yfir hús hafi það staðið autt í 12 mánuði og ljóst þyki að eigandi þess ætli ekki að nota það í nánustu framtíð. Þetta er meðal þeirra ályktana sem samþykktar voru á landsfundi hreyfingarinnar um síðustu helgi. 29.9.2009 09:40 Harma afstöðu stjórnarinnar til atvinnusköpunar Sameiginlegur fundur þingflokks framsóknarmanna og landsstjórnar Framsóknarflokksins, sem lauk í gærkvöldi, harmar að ríkisstjórnin skuli ekki standa heilshugar að baki viðleitni Norðlendinga til atvinnusköpunar. 29.9.2009 07:19 Leita vopnaðs innbrotsþjófs Lögreglan í Árnessýslu leitar enn innbrotsþjófs, sem ógnaði öryggisverði með exi, þegar hann kom að þjófnum á innbrotsstað í gróðurhúsi í Hveragerði um miðnæturbil í fyrrinótt. 29.9.2009 07:17 Sofnaði undir stýri á Sauðárkróki Ölvaður ökumaður gistir nú fangageymslurnar á Sauðárkróki eftir að hafa ekið utan í kyrrstæðan bíl þar í bæ í gærkvöldi. 29.9.2009 07:08 Verkfærum stolið í innbroti við Viðarhöfða Brotist var inn í fyrirtæki við Viðarhöfða í Reykjavík í nótt og þaðan stolið nokkrum dýrum handverkfærum af DeWalt-gerð. Þjófurinn komst undan. 29.9.2009 07:04 Feitum hefur fjölgað mikið Of feitum Íslendingum hefur fjölgað hratt undanfarin sautján ár. Þeir voru um tíu prósent þjóðarinnar árið 1990 en eru um tuttugu prósent í dag. Til að sporna við þessari þróun eru forvarnir besta ráðið og þá er einkar mikilvægt að beina sjónum sínum að börnum og unglingum, segir Stefán Hrafn Jónsson, einn höfunda skýrslunnar Líkamsþyngd og holdafar fullorðinna Íslendinga frá 1990 til 2007, sem kynnt var í gær. 29.9.2009 06:00 Breytingar kalla á nýja hugsun Ríkisstjórnin hefur ákveðið að ráðast í viðamiklar breytingar og endurskipulagningu á verkefnum ráðuneyta og stofnana. Markmið þeirra er meðal annars að forgangsraða í ríkisrekstrinum, auka skilvirkni og nýta fjármuni á sem árangursríkastan hátt. 29.9.2009 06:00 Árásarkonan í Keflavík var allsgáð Konan sem handtekin var í Keflavík á sunnudag fyrir að stinga fimm ára stúlku í brjóstið hefur játað brotið. Hún var hvorki undir áhrifum áfengis né vímuefna þegar árásin var gerð, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Henni hefur verið gert að gangast undir geðrannsókn. 29.9.2009 06:00 Skulda þjóðinni afsökunarbeiðni Björgvin G. Sigurðsson, fyrrverandi viðskiptaráðherra, segist sjá eftir því að hafa ekki gengið miklu harðar fram í því að koma Icesave úr útibúi Landsbankans á Íslandi yfir í erlend dótturfélög. 29.9.2009 05:30 Fimm með illræmda sýkingu Á síðustu dögum hafa fimm greinst með sýkingu af völdum E. coli-bakteríunnar illræmdu, samkvæmt upplýsingum landlæknisembættisins. 29.9.2009 05:00 Skuldavandi heimila er viðráðanlegur Útfærsla endanlegra aðgerða til að koma til móts við þá sem eiga í mestum skuldavanda er á lokastigi. Er aðgerðunum ætlað að gilda um alla, sama hvar þeir skulda og sama hverrar tegundar lán þeirra eru. 29.9.2009 04:30 Gróðabrask ástæða skulda í sjávarútvegi Yfirskuldsetningu sjávarútvegsfyrirtækja má að stórum hluta rekja til annars en reksturs fyrirtækjanna. Nálægt helmingur skulda sjávarútvegsins er til kominn vegna hlutabréfakaupa, afleiðusamninga og skuldsettra yfirtöku fyrirtækja. 29.9.2009 04:00 Telja tengdason biskups hæfastan Valnefnd innan Þjóðkirkjunnar mælir með Sigurði Arnarsyni í stöðu sóknarprests í Kársneskirkju í Kópavogi. Sigurður er tengdasonur séra Karls Sigurbjörnssonar biskups. 29.9.2009 03:30 Halda samt áfram að meta Bakka stóriðja Rannsóknir á fjárhagslegri hagkvæmni álvers á Bakka halda áfram þó að ríkisstjórnin hafi ákveðið að framlengja ekki sérstaka viljayfirlýsingu þar um. 29.9.2009 03:00 Yfir tvö hundruð hvalir komu á land Hvalveiðivertíðinni er að ljúka en hrefnuveiðimenn stunda enn veiðar frá Vestfjörðum. Rúmlega 200 dýr hafa verið veidd sem er langt frá útgefnum kvóta. 29.9.2009 02:30 Þrýstihópar og átök á dagskrá Þrír alþingismenn sitja fund Evrópuráðsþingsins sem nú stendur í Strassborg. Það eru Lilja Mósesdóttir, formaður Íslandsdeildar Evrópuráðsþingsins, Steinunn Valdís Óskarsdóttir og Birkir Jón Jónsson. 29.9.2009 02:30 Heildareignir 629 milljarðar Heildareignir Íslandsbanka eru 629,26 milljarðar króna, samkvæmt stofnefnahagsreikningi bankans sem birtur var í gær. 29.9.2009 02:00 Hækkun á fötum og skóm kemur á óvart „Verðbólgutölurnar eru í takt við væntingar. En verðhækkanir á fötum og skóm koma okkur á óvart,“ segir Snorri Jakobsson, sérfræðingur hjá IFS Greiningu. 29.9.2009 02:00 Höfuðstóll niður um fjórðung Íslandsbanki ætlar að bjóða viðskiptavinum sínum að breyta gengistryggðum húsnæðislánum yfir í óverðtryggð lán í íslenskum krónum. Byrjað verður að taka við umsóknum eftir mánuð. 29.9.2009 01:00 Bæjarstjórn á Álftanesi kynnt Þrír fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Margrét Jónsdóttir hafa myndað „starfhæfa bæjarstjórn“, samkvæmt tilkynningu frá þeim í gær. 29.9.2009 01:00 Mynda mannlegt friðarmerki Til stendur að mynda mannlegt risavaxið friðarmerki á Klambratúni á föstudaginn. 29.9.2009 00:30 Fimm með illvíga sýkingu Á síðustu dögum hafa greinst samtals fimm einstaklingar með sýkingu af völdum Escherichia coli O157 (E. coli O157) samkvæmt upplýsingum frá sýkladeild Landspítala en tilkynning þess efnis birtist á vef Landlæknis nú í kvöld. 28.9.2009 22:19 Daily Telegraph um Davíð Oddsson: Ekkert mál að fá nýja vinnu Breska blaðið The Daily Telegraph greinir frá því á vef sínum í kvöld að Davíð Oddsson, fyrrum seðlabankastjóri og forsætisráðherra til þrettán ára, skuli ekki eiga í miklum vandræðum með að fá nýtt starf, þrátt fyrir mikil mótmæli íslensks almennings sem beindust gegn honum þegar hann starfaði í seðlabankanum snemma á árinu. 28.9.2009 21:11 Öryggisvörður hótaði þeim sem hann gætti Starfsmanni Securitas var vikið úr starfi eftir upp komst að hann hótaði fjölskyldu sem hann gætti í Reykjavík. Þetta kom fram í Kastljósi nú í kvöld. Maðurinn hefur verið búsettur hér á landi í fjölda ára en hann er pólskur að uppruna. Samkvæmt Kastljósi var maðurinn eftirlýstur í heimalandi sínu fyrir fjársvik. 28.9.2009 20:51 Faðir fimm ára stúlkunnar: Við reynum að jafna okkur Fjölskylda litlu stúlkunnar, sem varð fyrir lífshættulegri hnífsstungu í gær, er í áfalli yfir atburðinum. Ellefu ára systir hennar varð vitni að árásinni og reyndi að vara systur sína við. Stúlkan er á batavegi. Hún er gerð úr stáli segir faðir hennar. 28.9.2009 18:35 Ungliðahreyfing fagnar ráðningu Davíðs Oddssonar Ungir Jafnaðarmenn í Hafnarfirði fagna ráðningu Davíðs Oddssonar í starf ritstjóra Morgunblaðsins en ályktun þess efnis var samþykkt á aðalfundi félagsins nú um helgina. Í ályktuninni segir meðal annars að með þessu hafi eigendur Morgunblaðsins fellt niður hálfrar aldar bleika grímu blaðsins. 28.9.2009 20:18 Framsóknarmenn fagna hugmyndum um skuldaleiðréttingu Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, segir það vera fagnaðarefni ákveði ríkisstjórnin að leiðrétta skuldir heimilanna líkt og greint frá um helgina. Hann eigi þó eftir að sjá hvernig þetta verið útfært. 28.9.2009 16:45 LSH: Yfirvinna skert og aksturssamningar afnumdir Hátt í tvö þúsund starfsmenn Landspítala Háskólasjúkrahúss (LSH) hafa á síðustu dögum fengið send bréf þar sem þeim eru kynntar breytingar sem gera á á starfskjörum þeirra. Að sögn Björns Zöega forstjóra spítalans er um að ræða uppsögn á aksturssamningum auk þess sem föst yfirvinna verður lækkuð í 10 prósent af starfshlutfalli. 28.9.2009 16:42 Drengurinn kominn í leitirnar 16 ára gamall drengur sem lögreglan á Suðurnesjum lýsti eftir í morgun, Ólafur Benedikt Þórarinsson, er kominn í leitirnar. Lögreglan á Suðurnesjum þakkar veitta aðstoð. 28.9.2009 16:10 Gefur kost á sér sem formaður Ungra jafnaðarmanna Dagný Ósk Aradóttir Pind, 24 ára meistaranemi í lögfræði við Háskóla Íslands, gefur kost á sér sem formaður Ungra jafnarðarmanna en landsþing hreyfingarinnar sem fer fram í Reykjavík um næstu helgi. Þá lætur Anna Pála Sverrisdóttir af embætti sem formaður en hún gefur ekki kost á sér til áframhaldandi setu. 28.9.2009 16:04 Ríkisstjórnin með viðamiklar breytingar í burðarliðnum Ríkisstjórnin hefur ákveðið að ráðast í viðamiklar breytingar og endurskipulagningu á verkefnum ráðuneyta og stofnana. Markmiðið með breytingunum er að nýta fjármuni betur og að forgangsraða í ríkisrekstrinum með nýjum hætti og verja grunnþjónustuna, að fram kemur á vef forsætisráðuneytisins. Landinu verður skipt upp í 5-6 svæði. 28.9.2009 15:47 Ísland með þriðju bestu heilbrigðisþjónustuna í Evrópu Ísland hafnaði í þriðja sæti í samanburði gæðaviðmiða í heilbrigðisþjónustu í 33 Evrópuríkjum með 811 stig af 1000 mögulegum. Í úttektinni er gæðaviðmiðum skipt í sex meginsvið sem hafa mestu þýðingu fyrir notendur heilbrigðisþjónustu. 28.9.2009 15:27 Nýr formaður SUS: Skilur gagnrýnisraddir varðandi leiguflug Ólafur Örn Nielsen nýkjörinn formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna segist skilja að vissu leyti þær gagnrýnisraddir sem hafa verið uppi um kosningar til formanns sambandsins um helgina. Einungis átta atkvæði skildu að Ólaf og keppinaut hans, Fanneyju Birnu Jónsdóttur. Leiguvél með 50 stuðningsmönnum Ólafs mætti á Ísafjörð á sunnudagsmorgun til þess að taka þátt í kosningunum. 28.9.2009 14:15 Niðurstöðu að vænta í máli séra Gunnars Mál séra Gunnars Björnssonar er komið inn á borð Karls Sigurbjörnssonar biskups og er ákvörðunar að vænta. Gunnar hefur verið í leyfi frá störfum sem prestur á Selfossi frá því hann var ákærður fyrir kynferðisbrot gegn sóknarbörnum sínum vorið 2008. Biskupsstofa hefur ítrekað framlengt leyfið en það rennur út næstkomandi fimmtudag. Ákveði biskup ekki annað getur Gunnar snúið til baka í lok vikunnar sem sóknarprestur á Selfossi. 28.9.2009 14:13 Faðir lét 13 ára gamlan son sinn keyra Þegar lögreglumenn á Selfossi stöðvuðu við hefðbundið eftirlit akstur bifreiðar í gær kom í ljós að ökumaðurinn var 13 ára gamall. Faðir hans var með í för og hafði leyft drengnum að aka bifreiðinni. 28.9.2009 12:56 Lampaþjófur vopnaður exi Lögreglunni á Selfossi barst tilkynning klukkan hálf eitt í nótt frá öryggisverði Securitas um yfirstandandi innbrot í gróðurhús í Hveragerði. Þegar öryggisvörður hringdi á lögreglu kom innbrotsþjófurinn að honum með exi í hönd. Maðurinn ógnaði ekki öryggisverðinum. Þegar lögregla kom á staðinn var hann á bak og burt og þrátt fyrir leit fannst maðurinn ekki. 28.9.2009 12:48 Jónas Ingi og Tindur fengu þunga dóma Jónas Ingi Ragnarsson var dæmdur í tíu ára fangelsi og Tindur Jónsson í átta ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness í morgun fyrir aðild sína að fíkniefnaverksmiðju sem var upprætt í Hafnarfirði í fyrra sumar. 28.9.2009 11:56 Utanríkisráðuneytið styrkir UNICEF Íslandsnefnd Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, UNICEF, hefur fengið átta milljónir króna úthlutað frá utanríkisráðuneytinu vegna langvinns neyðarástands í Austur-Kongó. Styrkurinn rennur til verkefna barnahjálparinnar gegn kynferðisofbeldi og aðstoðar konur og stúlkur sem hefur verið nauðgað en kynferðisofbeldi er beitt í landinu í hernaðarlegum tilgangi. 28.9.2009 11:45 Árásarkonan í Keflavík hefur játað - gert að sæta geðrannsókn Tuttugu og tveggja ára gömul kona sem handtekin var í Keflavík vegna árásar á fimm ára gamla stúlku í gærdag hefur játað að hafa stungið stúlkuna. Hún var úrskurðuð í vikulangt gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjaness fyrir stundu. 28.9.2009 11:15 Valnefnd mælir með tengdasyni biskups Valnefnd leggur til að tengdasonur biskups verði skipaður sóknarprestur í Kársneskirkju í Kópavogi. Formaður sóknarnefndar segir faglega hafa verið að staðið að málum. Þjóðkirkjan var dæmd skaðabótaskyld þegar tengdasonurinn var ráðinn sendiráðsprestur í London haustið 2003. 28.9.2009 11:15 Sjá næstu 50 fréttir
Krufning liggur fyrir - lést af slysförum Karlmaðurinn sem fannst látinn í Reykjavíkurhöfn sunnudaginn 13. september lést af slysförum og tengist andlát hans ekki saknæmu athæfi, að sögn lögreglu. Krufning leiddi í ljós að maðurinn drukknaði. Engin vitni voru að slysinu. 29.9.2009 11:23
Óákveðið hver tekur sæti Magnúsar í bankaráði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, segir að ekki sé búið að ákveða hver taki sæti í bankaráði Seðlabankans sem fulltrúi flokksins í stað Magnúsar Árna Skúlasonar sem sagði sig úr ráðinu fyrir rúmum hálfu mánuði. Sigmundur á von á því að þingflokkurinn afgreiði málið fljótlega eftir að þingstörf hefjast á nýjan leik, en Alþingi kemur saman næstkomandi fimmtudag. 29.9.2009 10:38
Þriggja bíla árekstur á Miklubraut Þriggja bíla árekstur varð á Miklubraut við Skaftahlíð á tíunda tímanum í dag. Bílarnir óku í vesturátt. Ekki lítur út fyrir að slys hafi orðið á fólki. Búast má við einhverjum töfum vegna þessa. 29.9.2009 10:01
Rúða í Lífeyrissjóði Vestmannaeyja brotin Rúða var brotin í húsnæði Lífeyrissjóðs Vestmannaeyja að morgni 21. septembers. Lögreglan telur að rúðan hafi verið brotin um nóttina. Ekki er vitað hver var að verki. 29.9.2009 09:51
Hraðamyndavélar settar upp á milli Hveragerðis og Selfoss Á fimmtudaginn verða tvær hraðamyndavélar á Hringvegi milli Hveragerðis og Selfoss teknar í notkun. Jafnframt hefur verið bætt við nýrri hraðamyndavél í Hvalfjarðargöngum sem verður gangsett á sama tíma. 29.9.2009 09:48
Ung vinstri græn vilja heimila hústökur Ung vinstri græn hvetja Alþingi til að mynda lagalega umgjörð til að heimila hústökur. Þau vilja að ákveðnum skilyrðum uppfylltum verði löglegt að taka yfir hús hafi það staðið autt í 12 mánuði og ljóst þyki að eigandi þess ætli ekki að nota það í nánustu framtíð. Þetta er meðal þeirra ályktana sem samþykktar voru á landsfundi hreyfingarinnar um síðustu helgi. 29.9.2009 09:40
Harma afstöðu stjórnarinnar til atvinnusköpunar Sameiginlegur fundur þingflokks framsóknarmanna og landsstjórnar Framsóknarflokksins, sem lauk í gærkvöldi, harmar að ríkisstjórnin skuli ekki standa heilshugar að baki viðleitni Norðlendinga til atvinnusköpunar. 29.9.2009 07:19
Leita vopnaðs innbrotsþjófs Lögreglan í Árnessýslu leitar enn innbrotsþjófs, sem ógnaði öryggisverði með exi, þegar hann kom að þjófnum á innbrotsstað í gróðurhúsi í Hveragerði um miðnæturbil í fyrrinótt. 29.9.2009 07:17
Sofnaði undir stýri á Sauðárkróki Ölvaður ökumaður gistir nú fangageymslurnar á Sauðárkróki eftir að hafa ekið utan í kyrrstæðan bíl þar í bæ í gærkvöldi. 29.9.2009 07:08
Verkfærum stolið í innbroti við Viðarhöfða Brotist var inn í fyrirtæki við Viðarhöfða í Reykjavík í nótt og þaðan stolið nokkrum dýrum handverkfærum af DeWalt-gerð. Þjófurinn komst undan. 29.9.2009 07:04
Feitum hefur fjölgað mikið Of feitum Íslendingum hefur fjölgað hratt undanfarin sautján ár. Þeir voru um tíu prósent þjóðarinnar árið 1990 en eru um tuttugu prósent í dag. Til að sporna við þessari þróun eru forvarnir besta ráðið og þá er einkar mikilvægt að beina sjónum sínum að börnum og unglingum, segir Stefán Hrafn Jónsson, einn höfunda skýrslunnar Líkamsþyngd og holdafar fullorðinna Íslendinga frá 1990 til 2007, sem kynnt var í gær. 29.9.2009 06:00
Breytingar kalla á nýja hugsun Ríkisstjórnin hefur ákveðið að ráðast í viðamiklar breytingar og endurskipulagningu á verkefnum ráðuneyta og stofnana. Markmið þeirra er meðal annars að forgangsraða í ríkisrekstrinum, auka skilvirkni og nýta fjármuni á sem árangursríkastan hátt. 29.9.2009 06:00
Árásarkonan í Keflavík var allsgáð Konan sem handtekin var í Keflavík á sunnudag fyrir að stinga fimm ára stúlku í brjóstið hefur játað brotið. Hún var hvorki undir áhrifum áfengis né vímuefna þegar árásin var gerð, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Henni hefur verið gert að gangast undir geðrannsókn. 29.9.2009 06:00
Skulda þjóðinni afsökunarbeiðni Björgvin G. Sigurðsson, fyrrverandi viðskiptaráðherra, segist sjá eftir því að hafa ekki gengið miklu harðar fram í því að koma Icesave úr útibúi Landsbankans á Íslandi yfir í erlend dótturfélög. 29.9.2009 05:30
Fimm með illræmda sýkingu Á síðustu dögum hafa fimm greinst með sýkingu af völdum E. coli-bakteríunnar illræmdu, samkvæmt upplýsingum landlæknisembættisins. 29.9.2009 05:00
Skuldavandi heimila er viðráðanlegur Útfærsla endanlegra aðgerða til að koma til móts við þá sem eiga í mestum skuldavanda er á lokastigi. Er aðgerðunum ætlað að gilda um alla, sama hvar þeir skulda og sama hverrar tegundar lán þeirra eru. 29.9.2009 04:30
Gróðabrask ástæða skulda í sjávarútvegi Yfirskuldsetningu sjávarútvegsfyrirtækja má að stórum hluta rekja til annars en reksturs fyrirtækjanna. Nálægt helmingur skulda sjávarútvegsins er til kominn vegna hlutabréfakaupa, afleiðusamninga og skuldsettra yfirtöku fyrirtækja. 29.9.2009 04:00
Telja tengdason biskups hæfastan Valnefnd innan Þjóðkirkjunnar mælir með Sigurði Arnarsyni í stöðu sóknarprests í Kársneskirkju í Kópavogi. Sigurður er tengdasonur séra Karls Sigurbjörnssonar biskups. 29.9.2009 03:30
Halda samt áfram að meta Bakka stóriðja Rannsóknir á fjárhagslegri hagkvæmni álvers á Bakka halda áfram þó að ríkisstjórnin hafi ákveðið að framlengja ekki sérstaka viljayfirlýsingu þar um. 29.9.2009 03:00
Yfir tvö hundruð hvalir komu á land Hvalveiðivertíðinni er að ljúka en hrefnuveiðimenn stunda enn veiðar frá Vestfjörðum. Rúmlega 200 dýr hafa verið veidd sem er langt frá útgefnum kvóta. 29.9.2009 02:30
Þrýstihópar og átök á dagskrá Þrír alþingismenn sitja fund Evrópuráðsþingsins sem nú stendur í Strassborg. Það eru Lilja Mósesdóttir, formaður Íslandsdeildar Evrópuráðsþingsins, Steinunn Valdís Óskarsdóttir og Birkir Jón Jónsson. 29.9.2009 02:30
Heildareignir 629 milljarðar Heildareignir Íslandsbanka eru 629,26 milljarðar króna, samkvæmt stofnefnahagsreikningi bankans sem birtur var í gær. 29.9.2009 02:00
Hækkun á fötum og skóm kemur á óvart „Verðbólgutölurnar eru í takt við væntingar. En verðhækkanir á fötum og skóm koma okkur á óvart,“ segir Snorri Jakobsson, sérfræðingur hjá IFS Greiningu. 29.9.2009 02:00
Höfuðstóll niður um fjórðung Íslandsbanki ætlar að bjóða viðskiptavinum sínum að breyta gengistryggðum húsnæðislánum yfir í óverðtryggð lán í íslenskum krónum. Byrjað verður að taka við umsóknum eftir mánuð. 29.9.2009 01:00
Bæjarstjórn á Álftanesi kynnt Þrír fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Margrét Jónsdóttir hafa myndað „starfhæfa bæjarstjórn“, samkvæmt tilkynningu frá þeim í gær. 29.9.2009 01:00
Mynda mannlegt friðarmerki Til stendur að mynda mannlegt risavaxið friðarmerki á Klambratúni á föstudaginn. 29.9.2009 00:30
Fimm með illvíga sýkingu Á síðustu dögum hafa greinst samtals fimm einstaklingar með sýkingu af völdum Escherichia coli O157 (E. coli O157) samkvæmt upplýsingum frá sýkladeild Landspítala en tilkynning þess efnis birtist á vef Landlæknis nú í kvöld. 28.9.2009 22:19
Daily Telegraph um Davíð Oddsson: Ekkert mál að fá nýja vinnu Breska blaðið The Daily Telegraph greinir frá því á vef sínum í kvöld að Davíð Oddsson, fyrrum seðlabankastjóri og forsætisráðherra til þrettán ára, skuli ekki eiga í miklum vandræðum með að fá nýtt starf, þrátt fyrir mikil mótmæli íslensks almennings sem beindust gegn honum þegar hann starfaði í seðlabankanum snemma á árinu. 28.9.2009 21:11
Öryggisvörður hótaði þeim sem hann gætti Starfsmanni Securitas var vikið úr starfi eftir upp komst að hann hótaði fjölskyldu sem hann gætti í Reykjavík. Þetta kom fram í Kastljósi nú í kvöld. Maðurinn hefur verið búsettur hér á landi í fjölda ára en hann er pólskur að uppruna. Samkvæmt Kastljósi var maðurinn eftirlýstur í heimalandi sínu fyrir fjársvik. 28.9.2009 20:51
Faðir fimm ára stúlkunnar: Við reynum að jafna okkur Fjölskylda litlu stúlkunnar, sem varð fyrir lífshættulegri hnífsstungu í gær, er í áfalli yfir atburðinum. Ellefu ára systir hennar varð vitni að árásinni og reyndi að vara systur sína við. Stúlkan er á batavegi. Hún er gerð úr stáli segir faðir hennar. 28.9.2009 18:35
Ungliðahreyfing fagnar ráðningu Davíðs Oddssonar Ungir Jafnaðarmenn í Hafnarfirði fagna ráðningu Davíðs Oddssonar í starf ritstjóra Morgunblaðsins en ályktun þess efnis var samþykkt á aðalfundi félagsins nú um helgina. Í ályktuninni segir meðal annars að með þessu hafi eigendur Morgunblaðsins fellt niður hálfrar aldar bleika grímu blaðsins. 28.9.2009 20:18
Framsóknarmenn fagna hugmyndum um skuldaleiðréttingu Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, segir það vera fagnaðarefni ákveði ríkisstjórnin að leiðrétta skuldir heimilanna líkt og greint frá um helgina. Hann eigi þó eftir að sjá hvernig þetta verið útfært. 28.9.2009 16:45
LSH: Yfirvinna skert og aksturssamningar afnumdir Hátt í tvö þúsund starfsmenn Landspítala Háskólasjúkrahúss (LSH) hafa á síðustu dögum fengið send bréf þar sem þeim eru kynntar breytingar sem gera á á starfskjörum þeirra. Að sögn Björns Zöega forstjóra spítalans er um að ræða uppsögn á aksturssamningum auk þess sem föst yfirvinna verður lækkuð í 10 prósent af starfshlutfalli. 28.9.2009 16:42
Drengurinn kominn í leitirnar 16 ára gamall drengur sem lögreglan á Suðurnesjum lýsti eftir í morgun, Ólafur Benedikt Þórarinsson, er kominn í leitirnar. Lögreglan á Suðurnesjum þakkar veitta aðstoð. 28.9.2009 16:10
Gefur kost á sér sem formaður Ungra jafnaðarmanna Dagný Ósk Aradóttir Pind, 24 ára meistaranemi í lögfræði við Háskóla Íslands, gefur kost á sér sem formaður Ungra jafnarðarmanna en landsþing hreyfingarinnar sem fer fram í Reykjavík um næstu helgi. Þá lætur Anna Pála Sverrisdóttir af embætti sem formaður en hún gefur ekki kost á sér til áframhaldandi setu. 28.9.2009 16:04
Ríkisstjórnin með viðamiklar breytingar í burðarliðnum Ríkisstjórnin hefur ákveðið að ráðast í viðamiklar breytingar og endurskipulagningu á verkefnum ráðuneyta og stofnana. Markmiðið með breytingunum er að nýta fjármuni betur og að forgangsraða í ríkisrekstrinum með nýjum hætti og verja grunnþjónustuna, að fram kemur á vef forsætisráðuneytisins. Landinu verður skipt upp í 5-6 svæði. 28.9.2009 15:47
Ísland með þriðju bestu heilbrigðisþjónustuna í Evrópu Ísland hafnaði í þriðja sæti í samanburði gæðaviðmiða í heilbrigðisþjónustu í 33 Evrópuríkjum með 811 stig af 1000 mögulegum. Í úttektinni er gæðaviðmiðum skipt í sex meginsvið sem hafa mestu þýðingu fyrir notendur heilbrigðisþjónustu. 28.9.2009 15:27
Nýr formaður SUS: Skilur gagnrýnisraddir varðandi leiguflug Ólafur Örn Nielsen nýkjörinn formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna segist skilja að vissu leyti þær gagnrýnisraddir sem hafa verið uppi um kosningar til formanns sambandsins um helgina. Einungis átta atkvæði skildu að Ólaf og keppinaut hans, Fanneyju Birnu Jónsdóttur. Leiguvél með 50 stuðningsmönnum Ólafs mætti á Ísafjörð á sunnudagsmorgun til þess að taka þátt í kosningunum. 28.9.2009 14:15
Niðurstöðu að vænta í máli séra Gunnars Mál séra Gunnars Björnssonar er komið inn á borð Karls Sigurbjörnssonar biskups og er ákvörðunar að vænta. Gunnar hefur verið í leyfi frá störfum sem prestur á Selfossi frá því hann var ákærður fyrir kynferðisbrot gegn sóknarbörnum sínum vorið 2008. Biskupsstofa hefur ítrekað framlengt leyfið en það rennur út næstkomandi fimmtudag. Ákveði biskup ekki annað getur Gunnar snúið til baka í lok vikunnar sem sóknarprestur á Selfossi. 28.9.2009 14:13
Faðir lét 13 ára gamlan son sinn keyra Þegar lögreglumenn á Selfossi stöðvuðu við hefðbundið eftirlit akstur bifreiðar í gær kom í ljós að ökumaðurinn var 13 ára gamall. Faðir hans var með í för og hafði leyft drengnum að aka bifreiðinni. 28.9.2009 12:56
Lampaþjófur vopnaður exi Lögreglunni á Selfossi barst tilkynning klukkan hálf eitt í nótt frá öryggisverði Securitas um yfirstandandi innbrot í gróðurhús í Hveragerði. Þegar öryggisvörður hringdi á lögreglu kom innbrotsþjófurinn að honum með exi í hönd. Maðurinn ógnaði ekki öryggisverðinum. Þegar lögregla kom á staðinn var hann á bak og burt og þrátt fyrir leit fannst maðurinn ekki. 28.9.2009 12:48
Jónas Ingi og Tindur fengu þunga dóma Jónas Ingi Ragnarsson var dæmdur í tíu ára fangelsi og Tindur Jónsson í átta ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness í morgun fyrir aðild sína að fíkniefnaverksmiðju sem var upprætt í Hafnarfirði í fyrra sumar. 28.9.2009 11:56
Utanríkisráðuneytið styrkir UNICEF Íslandsnefnd Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, UNICEF, hefur fengið átta milljónir króna úthlutað frá utanríkisráðuneytinu vegna langvinns neyðarástands í Austur-Kongó. Styrkurinn rennur til verkefna barnahjálparinnar gegn kynferðisofbeldi og aðstoðar konur og stúlkur sem hefur verið nauðgað en kynferðisofbeldi er beitt í landinu í hernaðarlegum tilgangi. 28.9.2009 11:45
Árásarkonan í Keflavík hefur játað - gert að sæta geðrannsókn Tuttugu og tveggja ára gömul kona sem handtekin var í Keflavík vegna árásar á fimm ára gamla stúlku í gærdag hefur játað að hafa stungið stúlkuna. Hún var úrskurðuð í vikulangt gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjaness fyrir stundu. 28.9.2009 11:15
Valnefnd mælir með tengdasyni biskups Valnefnd leggur til að tengdasonur biskups verði skipaður sóknarprestur í Kársneskirkju í Kópavogi. Formaður sóknarnefndar segir faglega hafa verið að staðið að málum. Þjóðkirkjan var dæmd skaðabótaskyld þegar tengdasonurinn var ráðinn sendiráðsprestur í London haustið 2003. 28.9.2009 11:15