Innlent

Þrýstihópar og átök á dagskrá

Þrír alþingismenn sitja fund Evrópuráðsþingsins sem nú stendur í Strassborg. Það eru Lilja Mósesdóttir, formaður Íslandsdeildar Evrópuráðsþingsins, Steinunn Valdís Óskarsdóttir og Birkir Jón Jónsson.

Á þinginu verður framkvæmdastjóri Evrópuráðsins kjörinn og rætt um átökin milli Rússlands og Georgíu, loftlagsmál og verndun einstaklinga sem gera viðvart um misferli, til dæmis, innan stofnana eða fyrirtækja. Þá á að ræða reglur um starfsemi og vinnubrögð þrýstihópa.

- bþs






Fleiri fréttir

Sjá meira


×