Innlent

Jónas Ingi og Tindur fengu þunga dóma

Jónas Ingi Ragnarsson var dæmdur í tíu ára fangelsi og Tindur Jónsson í átta ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness í morgun fyrir aðild sína að fíkniefnaverksmiðju sem var upprætt í Hafnarfirði í fyrra sumar.

Í dómi Héraðsdóms segir að mennirnir hafi staðið saman að framleiðslu mikils magns fíkniefna í söluskyni. Þá segir að ekki hafi verið ástæða til að gera greinarmun á þætti mannanna í málinu. Með því magni P-2-NP sem lögregla lagði hald á hefði mátt framleiða rúmlega 14 kg af hreinu amfetamíni.

Með því að drýgja efnið hefði samkvæmt útreikningum Europol mátt fá úr því allt að 353 kg af amfetamíni. Brot ákærðu eru talin stórfellt og eru talin enn alvarlegri en innflutningur eða varsla fíkniefna. Þá segir að ásetningur þeirra hafi verið mikill og einbeittur. Þeir eru síðan taldi ekki eiga sér neinar málsbætur.

Þeir Jónas og Tindur viðurkenndu báðir að hafa staðið að framleiðslu á efnunum P-2-P og P-2-NP sem notuð eru við framleiðslu á amfetamíni. Þeir sögðu þó báðir að ekki hafi staðið til að framleiða amfetamín úr efnunum og að ekki væri refsivert út af fyrir sig að framleiða þessi efni. Þá báru þeir brigður á að hægt væri að framleiða eins mikið magn amfetamín úr efnunum og haldið var fram í ákærunnni eða 353 kíló. Jónas Ingi viðurkenndi einnig að hafa haft amfetamín og kannabis í fórum sínum en sagðist ekki vera eigandi efnanna.

Tekinn með höndina í kökukrúsinni og á leið „austur“

Dómari lagði lítinn trúnað á framburð hinna ákærðu og vísaði meðal annars í vitnisburð lögreglumanna sem fluttu Jónas Inga á lögreglustöðina á Hverfisgötu eftir að hann var handtekinn. Þá hafi Jónas farið að fyrra bragði farið að tala um málið og sagt að hann hefði verið „tekinn með höndina í kökukrúsinni." Jónas Ingi bætti því við að hann væri á leiðinni „austur" í langan tíma og að það kæmi sér vel að hann þekkti samfélagið þar.

Jónas Ingi kom við sögu í einu umtalaðasta sakamáli síðari ára. Hann var einn þeirra sem hlaut fangelsisdóm í hinu svokallaða "Líkfundarmáli" á Neskaupsstað.

Fyrir aðild sína að málinu hlaut Jónas Ingi tveggja og hálfs árs fangelsisdóm fyrir innflutning á um 230 grömmum af amfetamíni sem Litháinn Vaidas Jucevicius var með innvortis þegar hann kom hingað til lands. Vaidas veiktist eftir komu sína til landsins og lést í kjölfarið vegna stíflu í mjógirni af völdum fíkniefnapakninganna.

Tindur Jónsson hlaut sex ára fangelsisdóm, 19 ára gamall, fyrir hrottalega líkamsárás í Garðabæ árið 2005 þegar hann réðist að öðrum pilti vopnaður sveðju.

Dóm héraðsdóms má lesa í heild sinni hér.


Tengdar fréttir

Neita að hafa staðið að amfetamínframleiðslu

Jónas Ingi Ragnarsson og Tindur Jónsson neita því báðir að hafa staðið að amfetamínframleiðslu við Rauðhellu í Hafnarfirði í október 2008. Málið gegn þeim var þingfest í Héraðsdómi Reykjaness í morgun. Mennirnir játa hins vegar að

Tindur Jónsson: „Ég sé eftir þessu núna“

Aðalmeðferð fór fram vegna meintrar amfetamínverksmiðju sem fannst í Hafnarfirði í október á síðasta ári. Tindur Jónsson hefur verið ákærður auk Jónasar Inga Ragnarssonar fyrir að hafa ætlað að framleiða amfetamín og selja það. Jónas Ingi er einnig ákærður fyrir vörslu á fíkniefnum.

Tveir á reynslulausn á meðal hinna handteknu

Líkt og Vísir hefur greint frá hefur lögreglan handtekið fjóra karlmenn í tengslum við fíkniefnaframleiðsluna í Hafnarfirði. Þrír hinna handteknu, sem allir eru íslendingar, eru á þrítugsaldri og einn á fertugsaldri.

Jónas Ingi og Tindur ljúka afplánun vegna eldri mála

Þeir Jónas Ingi Ragnarsson og Tindur Jónson, sem grunaðir eru um að hafa staðið fyrir umfangsmikilli fíkniefnaframleiðslu í Hafnarfirði, hafa hafið afplánun vegna annara mála. Gæsluvarðhald yfir mönnunum átti að renna út á morgun en Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu krafðist þess að þær hæfu afplánun á eftirstöðvum eldri dóma.

Hefði mátt búa til 353 kíló af amfetamíni

Ríkissaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur Jónasi Inga Ragnarssyni og Tindi Jónssyni fyrir að hafa staðið saman að framleiðslu fíkniefna í iðnaðar­húsi í Hafnarfirði. Úr upphafs­efnunum sem fundust í húsinu hefði mátt framleiða að minnsta kosti 353 kíló af amfetamíni, að því er segir í ákæru. Ákæran var birt tvímenningunum á fimmtudag.

Amfetamínframleiðendur fyrir rétt á morgun

Hinir meintu amfetamínframleiðendur, Jónas Ingi Ragnarsson og Tindur Jónsson, verða leiddir fyrir dómara í fyrramálið vegna ákæru um stórfellda fíkniefnaframleiðslu.

Spíttverksmiðjumálið til ríkissaksóknara

Rannsókn lögreglunnar á umfangsmikill amfetamínframleiðslu sem var starfrækt í iðnaðarhúsi við Rauðhellu í Hafnarfirði er lokið. Karl Steinar Valsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu,

Verkefni Jónasar og Tinds notað í frumkvöðlakeppni

Efnafræðineminn Tindur Jónsson, annar þeirra sem ákærður er í amfetamínverksmiðjumálinu í Hafnarfirði, fór upphaflega að vinna fyrir hinn sakborninginn, Jónas Inga Ragnarsson, með það í huga að aðstoða hann við að framleiða eldvarnarefni. Honum þótti verkefnið svo vænlegt til árangurs að hann tók þátt í frumkvöðlakeppni hjá fyrirtækinu Innovit út á það. Þetta er meðal þess sem fram kemur í greinargerð verjanda Tinds, sem lögð var fram í Héraðsdómi Reykjaness í vikunni.

Tindur fékk enga sérmeðferð - Valtýr veitti frænkunni tiltal

Páll Winkel, fangelsismálastjóri, segir það grófar aðdróttanir að halda því fram að Tindur Jónsson, sem fékk sex ára fangelsisdóm fyrir alvarlega líkamsárás, hafi notið sérmeðferðar í kerfinu sökum þess að frænka hans vann hjá stofnuninni. Fyrrverandi fangelsismálastjóri staðfestir þó að hann hafi veitt frænkunni tiltal vegna afskipta hennar af fanganum. Þetta kom fram í Kastljósi Ríkissjónvarpsins.

Áfram í varðhaldi vegna fíkniefnaverksmiðju

Jónas Ingi Ragnarsson og Tindur Jónsson voru í héraðsdómi í dag úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald til 27. nóvember að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Fíkniefnaverksmiðjumálið tekið fyrir í Héraðsdómi

Mál ríkissaksókanra gegn Jónasi Inga Ragnarssyni og Tindi Jónssyni var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjaness í morgun. Þeir eru grunaðir um að hafa staðið að framleiðslu á umtalsverðu magni af amfetamíni í húsnæði við Rauðhellu í Hafnarfirði, en lögregla stöðvaði starfsemina í húsinu í október í fyrra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×