Innlent

Bæjarstjórn á Álftanesi kynnt

Þrír fulltrúar Sjálf­stæðis­flokks og Margrét Jónsdóttir hafa myndað „starfhæfa bæjarstjórn", samkvæmt tilkynningu frá þeim í gær.

Þar segir að þjónusta við íbúa eigi að skerðast sem minnst og að bæjarstjórnin muni „einbeita sér að því að rétta af fjárhag bæjarins".

Með góðri sátt meirihlutans megi við því búast að það sjáist, þegar á næstu vikum, „áherslubreytingar Álftnesingum til heilla".

Margrét Jónsdóttir er formaður bæjarráðs en Kristinn Guðlaugsson er forseti bæjarstjórnar. - kóþ




Fleiri fréttir

Sjá meira


×