Innlent

Leita vopnaðs innbrotsþjófs

Lögreglan í Árnessýslu leitar enn innbrotsþjófs, sem ógnaði öryggisverði með exi, þegar hann kom að þjófnum á innbrotsstað í gróðurhúsi í Hveragerði um miðnæturbil í fyrrinótt. Öryggisvörðurinn komst undan á hlaupum og lögreglumenn frá Selfossi og ríkislögreglustjóra leituðu ítarlega í bænum án árangurs. Lögreglan lítur málið alvarlegum augum, enda var öryggisverðinum illa brugðið. Talið er að þjófurinn hafi ætlað að stela gróðurhúsalömpum og skildi hann eftir tæki og tól til þess verknaðar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×