Innlent

Faðir lét 13 ára gamlan son sinn keyra

Þegar lögreglumenn á Selfossi stöðvuðu við hefðbundið eftirlit akstur bifreiðar í gær kom í ljós að ökumaðurinn var 13 ára gamall. Faðir hans var með í för og hafði leyft drengnum að aka bifreiðinni.

Faðirinn var kærður fyrir að fela drengnum akstur og þá mun hann einnig fá sekt fyrir vanrækslu á vátryggingu en tryggingar bifreiðarinnar voru í ólagi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×