Fleiri fréttir

Togstreita stjórnar veldur búsifjum

Togstreita innan ríkisstjórnarinnar í samskiptum við erlenda fjárfesta og beislun og nýtingu orkuauðlinda er á góðri leið með að valda þjóðinni miklum búsifjum, segir í ályktun stjórnar Samtaka iðnaðarins.

Struku af unglingaheimili

Tvær unglingsstúlkur, sem struku af unglingaheimili við Eyjafjörð í gær, gáfu sig fram í nótt og flutti lögreglan þær á heimilið aftur.

Flughált á Öxnadalsheiði

Mikil hálka var á Öxnadalsheiði í gærkvöldi og rann bíll utan í snjótönn á kyrrstæðum snjóruðningsbíl.

Þrjú innbrot í nótt

Brotist var inn í fyrirtæki við Flugvallarveg, Bíldshöfða og Suðurlandsbraut í Reykjavík í nótt og komust þjófarnir undan í öllum tilvikum.

Mat geðlækna ekki aðalatriði

Óvíst er hvort þær bætur sem eyrnamerktar voru Breiðavíkurdrengjum í fjáraukalögum 2008, rúmar 120 milljónir, muni renna til fórnarlambanna óskiptar, eða hvort rannsóknarnefnd Breiðavíkurmálsins eigi að þiggja laun sín úr þeim potti. Nefndarstörf kosta nú um sextíu milljónir.

Skoðar hertar reglur til að stöðva netníð

Réttarfarsnefnd mun skoða hvort breyta eigi lögum til að taka á ólöglegri birtingu persónuupplýsinga á netinu í kjölfar ábendinga Persónuverndar, segir Ragna Árnadóttir dómsmála­ráðherra.

Stóraukin ásókn í sjóði stéttarfélaga

Ásókn í styrktarsjóði stéttarfélaga hefur aukist umtalsvert frá því að kreppan skall á. Hjá þeim stéttarfélögum sem haft var samband við stóð þó ekki til að skerða greiðslur úr sjóðunum, sem eru sagðir standa vel þrátt fyrir að tekjur hafi í sumum tilvikum einnig dregist saman.

Óttast ásókn í skattfé almennings

Ögmundur Jónasson heilbrigðisráðherra vill skoða vel hugmyndir um einkarekið sjúkrahús, en óttast afleiðingar þess að opna dyr einkarekinnar heilbrigðis­þjónustu hér á landi.

Hægt væri að selja almenningi aðgang

„Niðurstaðan úr söfnuninni sýnir skýrt hvað þjóðin vill. Hún vill að þessir hlutir séu í lagi,“ segir Edda Heiðrún Backman leikkona sem haldið hefur utan um söfnunina Á rás fyrir Grensás. Á föstudagskvöld söfnuðust 120 milljónir króna í peningum og um 20 milljónir í formi vinnuframlags.

Óttast að missa starfsfólk

Einar Rafn Haraldsson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Austurlands (HSA), býst við að stofnunin þurfi að skera niður um 100-150 milljónir króna á næsta ári. Hann býst jafnvel við enn meiri niðurskurði næstu ár á eftir, eða um allt að 25 prósent af því rekstrar­fé sem stofnunin hefur haft.

Háværum kröfum um útboð ekki sinnt

Bæjarstjórn Akraness samþykkti á fundi sínum á þriðjudag, með atkvæðum meirihlutans, að fara ekki í útboð á tölvuþjónustu bæjarins. Þess í stað var samningur við fyrirtækið T. Þ. SecureStore framlengdur, en það er í eigu Bjarna Ármannssonar og Arnar Gunnarssonar. Örn er sonur Gunnar Sigurðssonar, forseta bæjarstjórnar.

Árásarkonan var að hefna sín á foreldrunum

Konan sem var handtekin fyrir að ráðast með eggvopni á 5 ára gamla stelpu á Suðurgötunni í Keflavík eftir hádegi í dag var að hefna sín á foreldrum stelpunnar samkvæmt heimildum Vísis.

Greiðslubyrði lána verður færð aftur til maí

Greiðslubyrði lána verður færð aftur til maí á síðasta ári samkvæmt aðgerðum ríkisstjórnarinnar sem kynntar verða fyrir mánaðamót og stefnt er að, að taki gildi fyrsta nóvember. Afborganir lána gætu lækkað um tugi þúsunda á mánuði.

Karen Lind fundin

Karen Lind Sigurpálsdóttir sem lögreglan lýsti eftir í gær er fundin. Hún fannst á Akureyri í gær, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni.

Nýr formaður kjörinn í SUS

Ólafur Örn Níelsen var kjörinn formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna á sambandsþingi sem fram fór á Ísafirði um helgina. Fanney Birna Jónsdóttir fyrrverandi formaður Heimdallar bauð sig fram gegn Ólafi og hlaut Ólafur 106 atkvæði en Fanney Birna 98.

Sveitarfélög áforma nýja viljayfirlýsingu við Alcoa

Ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að endurnýja ekki viljayfirlýsingu við Alcoa virðist engu breyta um undirbúning álvers á Bakka því sveitarfélögin áforma í staðinn að skrifa upp á nýja viljayfirlýsingu við álfyrirtækið. Þá hefur stjórn Landsvirkjunar samþykkt að undirbúa stofnun félags með aðild Alcoa um orkunýtinguna.

Stakk 5 ára gamla stelpu með eggvopni

Tuttugu og tveggja ára gömul kona var handtekin í Keflavík í dag grunuð um að hafa veitt 5 ára gamalli stelpu áverka með eggvopni. Lögreglan veitir ekki frekari upplýsingar um málið að svo stöddu. Mikil lögregluaðgerð stóð yfir í Keflavík í morgun vegna málsins. Ekki er vitað hvort konan hafi þekkt eitthvað til telpunnar eða hvað vakti fyrir henni.

Rikisstjórnin þarf að laða að erlendar fjárfestingar

Samtök iðnaðarins skora á ríkisstjórnina að leggja sitt af mörkum til þess að laða að erlendar fjárfestingar á öllum sviðum og þar með taldar þær sem leiða til hagnýtingar orkuauðlinda landsins. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Samtökum iðnaðarins.

Rannsóknarlögreglan fór inn í hús á Suðurnesjum

Lögreglan á Suðurnesjum hefur girt af hús í Keflavík vegna aðgerða sem þar fer fram. Varðstjóri hjá lögreglunni sem Vísir náði tali af sagðist ekki geta gefið upplýsingar um málið að öðru leyti en því að um væri að ræða vettvangsstörf af hálfu rannsóknarlögreglunnar.

Nafn mannsins sem lést

Maðurinn sem lést í bílslysi í Jökulsárhlíð síðastliðinn föstudag hét Stefán Björnsson. Hann var 68 ára að aldri og bjó að Lónabraut 25 á Vopnafirði. Hann lætur eftir sig eiginkonu og uppkomin börn.

Mannaflsfrekar framkvæmdir upp á tugi milljarða

Ríkisstjórnin hefur raðað upp stórverkefnum sem skapa eiga hundruð eða þúsundir starfa á næstu misserum. Ráðist verður í byggingu nýs Landsspítala upp á 50 milljarða króna og en um 800 manns fá vinnu við byggingaframkvæmdirnar.

Pilturinn fundinn

Þrettán ára gamall piltur sem barnaverndanefnd lýsti eftir í morgun er fundinn, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni.

Höfum verið í nauðsynlegustu björgunaraðgerðum

„Það varð mikið hrun og gaus upp mikill mökkur. Við erum búin að vera í nauðsynlegustu björgunaraðgerðum á vettvangi," sagði Ólína Þorvarðardóttir þingkona Samfylkingarinnar á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun.

Össur gagnrýndi Alþjóðagjaldeyrissjóðinn

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra gagnrýndi það harðlega í ræðu á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í gær, að óskyldar tvíhliða deilur Íslendinga við Hollendinga og Breta tefðu framgang efnahagsáætlunar Íslands hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum.

Ófært víða fyrir vestan

Ófært er um Hrafnseyrar-, Þorskafjarðar-, Tröllatungu- og Steinadalsheiði. Víða annarrsstaðar á Vestfjörðum er hálka eða hálkublettir víða. Á Norðurlandi er snjóþekja, hálka og éljagangur á helstu þjóðvegum. Einnig eru hálkublettir á Mývatnsöræfum. Aðrir vegir á landinu eru greiðfærir, samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni.

Heimssýnarfélag stofnað á Vestfjörðum

Í gær var stofnað Heimssýnarfélag á Vestfjörðum, en félagið berst gegn aðild Íslands að Evrópusambandinu. Á stofnfundinum á Hótel Ísafirði var skorað á Alþingi Íslendinga að láta nú þegar vinna að þýðingu á spurningalista Evrópusambandsins vegna aðildarumsóknar að Íslands að Evrópusambandinu.

Brotist inn í Breiðholti

Brotist var inn í húsnæði í Breiðholti í nótt og stolið þaðan handverkfærum. Laust eftir klukkan ellefu í gærkvöldi var brotist inn í verslun í Kauptúni í Garðabæ og tölvubúnaði stolið.

Efast um skýringar utanríkisráðuneytisins

Gísli Ásgeirsson þýðandi efast um að þær skýringar sem utanríkisráðuneytið hefur gefið á því að spurningalisti Evrópusambandsins verður ekki þýddur.

Greiðslubyrði lána færð aftur fyrir hrun

Greiðslubyrði lána verður færð aftur fyrir hrun og það sem eftir stendur af lánum að lánstíma loknum verður afskrifað, samkvæmt aðgerðum sem ríkisstjórnin kynnir á allra næstu dögum.

Vill skýra sýn í atvinnu- og orkumálum

Ákvörðun iðnaðarráðherra um að framlengja ekki viljayfirlýsingu um álver á Bakka kemur Unni Brá Konráðsdóttur, þingmanni Sjálfstæðisflokksins, á óvart. Yfirlýsingar um málið hafi verið í hina áttina undanfarna daga.

Ökuníðingur veittist að lögreglumönnum

Lögreglan handtók mann í Hraunbænum skömmu eftir hádegið í dag. Hann hafði ekið undir áhrifum áfengis og keyrt á tvo bíla. Þegar lögreglumenn hugðust ræða við manninn veittist hann að þeim. Hann var handtekinn og er nú í haldi lögreglunnar.

Veðrið lék ekki við Skagfirðinga

Laufskálaréttir í Skagafirði hófust í dag en smölun á rúmlega fimm hundruð hrossum hófst klukkan tíu í morgun og hófust réttirnar svo um eittleytið. Búist er við að hátt á annað þúsund manns fylgist með réttunum sem eru vinsæll árlegur viðburður í Skagafirðinum.

Viljayfirlýsing um álver ekki framlengd

Iðnaðarráðherra kynnti Alcoa í morgun þá niðurstöðu ríkisstjórnarinnar að viljayfirlýsing um álver við Húsavík verði ekki framlengd. Jafnframt kynnti ráðherra aðra hugmynd sem Alcoa hyggst skoða. Forstjóri Alcoa lýsir vonbrigðum en segir að fyrirtækið muni engu að síður halda áfram undirbúningsvinnu vegna álvers á Bakka.

Formaður utanríkismálanefndar yfirgaf Moggabloggið

Árni Þór Sigurðsson, formaður utanríkismálanefndar Alþingis, er hættur að blogga á vef Morgunblaðsins. Á vef sínum segir Árni Þór ekki hvað valdi vistaskiptunum en ákvörðunina tók hann eftir að gerð var breyting á ritstjórn Morgunblaðsins.

Bæta aðgengið fyrir fatlaða

Framkvæmdir standa nú yfir við Egilshöll í Grafarvogi, sem miða að því að auka nýtingu hússins og bæta íþróttaaðstöðu þar.

Illt að þjóðin gangi í ábyrgð fyrir fjárglæframenn

Lausn Icesave málsins myndi ekki breyta því að það er illt að þjóðin skuli þurfa að ganga í ábyrgð fyrir fjárglæframenn sem nýttu sér hið sér hið góða nafn hennar á óábyrgan hátt, sagði Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra á flokkstjórnarfundi Samfylkingarinnar í dag.

Fjallvegir ófærir en Arnkötludalur hafður lokaður

Þorskafjarðar-, Tröllatungu- og Steinadalsheiði eru nú allar ófærar vegna snjóa, sem og Hrafnseyrarheiði, og neyðast vegfarendur á leið milli Ísafjarðar og Reykjavíkur því til að aka um Hrútafjörð, sem er yfir 40 kílómetrum lengri leið. Nýja veginum um Arnkötludal er ætlað leysa þrjá fyrstnefndu fjallvegina af hólmi en Vegagerðin sá ástæðu til þess í gær að tilkynna sérstaklega að Arnkötludalsvegur væri lokaður, en ökumenn voru byrjaðir að aka veginn framhjá skiltum sem sögðu hann lokaðan.

Flokksstjórnarfundur Samfylkingarinnar hafinn

Flokksstjórnarfundur Samfylkingarinnar hófst í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ eftir hádegi með ræðu Jóhönnu Sigurðardóttur formanns flokksins og forsætisráðherra. Dagskráin gerir svo ráð fyrir að Árni Páll Árnason félags- og tryggingamálaráðherra og Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra taki við.

Grunur um að rafmagn hafi valdið eldinum

Grunur leikur á að eldurinn í Höfða í gær hafi kviknað út frá rafmagni en tildrög brunans eru nú til rannsóknar hjá lögreglunni. Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarstjóri segir brunatryggingu greiða allt tjón sem varð í gær. Blessunarlega hafi öllum menningarverðmætum hússins verið bjargað en brýnt sé að koma húsinu aftur í notkun sem fyrst.

Sjá næstu 50 fréttir