Innlent

Harma afstöðu stjórnarinnar til atvinnusköpunar

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins.

Sameiginlegur fundur þingflokks framsóknarmanna og landsstjórnar Framsóknarflokksins, sem lauk í gærkvöldi, harmar að ríkisstjórnin skuli ekki standa heilshugar að baki viðleitni Norðlendinga til atvinnusköpunar. Í ályktun fundarins er einnig lagst eindregið gegn því að skattahækkanir ríkisstjórnarinnar nái til virðisaukaskatts á matvæli. Slíkt muni koma verst við lágtekjufólk. Loks segir þar að ríkisstjórnarflokkarnir hafi eytt dýrmætum tíma í samræðustjórnmál og yfirlýsingar, og að nú sé kominn tími til að láta verkin tala.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×