Innlent

Lampaþjófur vopnaður exi

Mynd/Anton Brink
Lögreglunni á Selfossi barst tilkynning klukkan hálf eitt í nótt frá öryggisverði Securitas um yfirstandandi innbrot í gróðurhús í Hveragerði. Þegar öryggisvörður hringdi á lögreglu kom innbrotsþjófurinn að honum með exi í hönd. Maðurinn ógnaði ekki öryggisverðinum. Þegar lögregla kom á staðinn var hann á bak og burt og þrátt fyrir leit fannst maðurinn ekki.

Við gróðurhúsið fundu lögreglumenn tösku með ýmsum búnaði og verkfærum til að nota við innbrot. Maðurinn hafði náð að brjóta eina rúðu og telur lögregla greinilegt að hann hafi ætlað að stela gróðurhúsalömpum en orðið frá að hverfa þegar hann varð var við öryggisvörðinn.

Ekki liggur fyrir nánari lýsing af manninum en sú að hann hafi verið dökkklæddur. Lögreglumenn af höfuðborgarsvæðinu lögðu lögreglunni á Selfossi lið við að leita að manninum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×