Innlent

Halda samt áfram að meta Bakka

Tómas már sigurðsson Forstjóri Alcoa á Íslandi segir fyrirtækið ætla að halda áfram rannsóknum á fjárhagslegri hagkvæmni álvers á Bakka.
Tómas már sigurðsson Forstjóri Alcoa á Íslandi segir fyrirtækið ætla að halda áfram rannsóknum á fjárhagslegri hagkvæmni álvers á Bakka.

stóriðja Rannsóknir á fjárhagslegri hagkvæmni álvers á Bakka halda áfram þó að ríkisstjórnin hafi ákveðið að framlengja ekki sérstaka viljayfirlýsingu þar um.

Tómas Már Sigurðsson, forstjóri Alcoa á Íslandi, segir verkefninu haldið áfram með orkufyrirtækjunum og sveitarstjórn Norðurþings. Það snýst nú um hið sameiginlega mat á umhverfisáhrifum sem umhverfisráðherra ákvað í fyrrasumar. Tillögu að matsáætlun var skilað til Skipulagsstofnunar í síðustu viku og gangi allt að óskum býst Tómas við að niðurstaða stofnunarinnar liggi fyrir næsta vor.

Aðspurður kveðst Tómas ekki vilja tjá sig um hvort hann telji líkur á að álver rísi á Bakka á meðan VG fái einhverju um ráðið. Hann tjái sig ekki um pólitík. Hins vegar segir hann álver Alcoa í Fjarðabyggð hafa haft góð áhrif á byggðirnar og afkomu íbúa. Sérkennilegt sé ef stjórnvöld vilji ekki sporna við fólksflótta úr Þingeyjar­sýslum með því að nýta þau tækifæri sem bjóðist.

Að sögn Tómasar hefur Alcoa lagt meira en milljarð króna til Bakkaverkefnisins. Heildarkostnaðurinn sé hins vegar ótalinn en íslenskir vísindamenn hafi átt í margvíslegu og umfangsmiklu samstarfi við vísindamenn Alcoa í útlöndum um þróun tækni til að knýja álver með jarðvarmaorku.

- bþs




Fleiri fréttir

Sjá meira


×