Innlent

Öryggisvörður hótaði þeim sem hann gætti

Starfsmanni Securitas var vikið úr starfi eftir upp komst að hann hótaði fjölskyldu sem hann gætti í Reykjavík. Þetta kom fram í Kastljósi nú í kvöld. Maðurinn hefur verið búsettur hér á landi í fjölda ára en hann er pólskur að uppruna. Samkvæmt Kastljósi var maðurinn eftirlýstur í heimalandi sínu fyrir fjársvik.

Þá kom einnig fram að maðurinn hótaði fjölskyldunni því að senda þeim smáskilaboð í síma fjölskylduföðurins. Síminn reyndist vera í eign konu sem hafði týnt honum í 10-11 verslun í Kópavogi. Öryggisvörðurinn starfaði þar einnig.

Forsvarsmaður Securitas vildi ekki tjá sig um málið þar sem lögreglan væri með það til rannsóknar. Að hans sögn var maðurinn með hreint sakavottorð þegar hann var ráðinn til vinnu. Búið er að víkja manninum frá störfum. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar málið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×