Innlent

Ungliðahreyfing fagnar ráðningu Davíðs Oddssonar

Ungliðar fagna ráðningu Davíðs.
Ungliðar fagna ráðningu Davíðs.

Ungir Jafnaðarmenn í Hafnarfirði fagna ráðningu Davíðs Oddssonar í starf ritstjóra Morgunblaðsins en ályktun þess efnis var samþykkt á aðalfundi félagsins nú um helgina. Í ályktuninni segir meðal annars að með þessu hafi eigendur Morgunblaðsins fellt niður hálfrar aldar bleika grímu blaðsins.

„Loksins hafa eigendurnir þorað að sýna rétt andlit sem flokksblað Sjálfstæðisflokksins," segir í ályktun félagsins sem telur að með aðgerðum eiganda blaðsins hafi skapast rými fyrir nýtt blað sem byggi sitt á raunverulegri rannsóknarblaðamennsku.

Á fundi félagsins var ný stjórn kosinn en formaður félagsins, Valgeir Helgi Bergþórsson, var endurkjörinn. Þá vekur athygli að Ólafur Kolbeinn Guðmundsson var kjörinn Marskálkur félagsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×