Innlent

Yfir tvö hundruð hvalir komu á land

Konráð eggertsson Vertíðinni er að ljúka.
Konráð eggertsson Vertíðinni er að ljúka.

Hvalveiði­vertíðinni er að ljúka en hrefnuveiðimenn stunda enn veiðar frá Vestfjörðum. Rúmlega 200 dýr hafa verið veidd sem er langt frá útgefnum kvóta.

Hvalur 9 og Hvalur 8 hættu veiðum fyrir nokkru og komu 125 langreyðar á land.

Þau 25 dýr sem óveidd eru af útgefnum kvóta verða veidd á sumri komanda. Vertíðarlok voru fyrir viku, á sama tíma og venja var til á fyrri tíð.

Hrefnuveiðimenn veiða út septem­ber frá Vestfjörðum og Konráð Eggertsson, skipstjóri á Halldóri Sigurðssyni ÍS, tók sína fyrstu hrefnu þetta árið nýlega. Alls hafa veiðst um áttatíu hrefnur í sumar, flestar í Faxaflóa. - shá




Fleiri fréttir

Sjá meira


×