Innlent

Telja tengdason biskups hæfastan

Valnefnd innan Þjóðkirkjunnar mælir með Sigurði Arnarsyni í stöðu sóknarprests í Kársneskirkju í Kópavogi. Sigurður er tengdasonur séra Karls Sigurbjörnssonar biskups.

Formaður sóknarnefndar Kársneskirkju, Kristín Líndal, segir í samtali við Vísi að vinnubrögð valnefndarinnar hafi verið til fyrirmyndar. Fjórtán sóttu um stöðuna.

Þegar Sigurður sótti um að verða sendiráðsprestur í Lundúnum 2003 vék biskup sæti vegna tengsla sinna við Sigurð og skipaði hæfisnefnd, sem taldi Sigurð hæfastan.

Hæstiréttur dæmdi kirkjuna skaðabótaskylda vegna þessa. Annar umsækjandi hafði kvartað undan málsmeðferðinni. - kóþ






Fleiri fréttir

Sjá meira


×