Innlent

Breytingar kalla á nýja hugsun

Ríkisstjórnin hefur ákveðið að ráðast í viðamiklar breytingar og endurskipulagningu á verkefnum ráðuneyta og stofnana. Markmið þeirra er meðal annars að forgangsraða í ríkisrekstrinum, auka skilvirkni og nýta fjármuni á sem árangursríkastan hátt.

Í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu segir meðal annars að ekki sé hægt að ganga út frá því sem vísu að allir þeir sem nú vinni hjá ríkinu sinni sömu eða sams konar störfum eftir að endurskipulagningin hefur farið fram. Enn fremur segir að breytingarnar séu komnar mislangt á veg en þær kalli á nýja hugsun, útsjónarsemi og samhent átak allra aðila.

- bþs




Fleiri fréttir

Sjá meira


×