Innlent

Rúða í Lífeyrissjóði Vestmannaeyja brotin

Vestmannaeyjar.
Vestmannaeyjar.

Rúða var brotin í húsnæði Lífeyrissjóðs Vestmannaeyja að morgni 21. septembers. Lögreglan telur að rúðan hafi verið brotin um nóttina. Ekki er vitað hver var að verki.

Lögreglan biður vitni að hafa samband vegna málsins.

Þrjú umferðaróhöpp voru tilkynnt lögreglunni í Vestmannaeyjum í vikunni sem leið.

 

Síðdegist á laugardag var tilkynnt um bílveltu á Stórhöfðavegi. Ökumaður missti þá stjórn á bifreið sinni með þeim afleiðingum að bíllinn valt.

 

Engan sakaði en ökumaður og farþegi voru í belti. Ökumaður er ekki grunaður um hraðakstur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×