Innlent

Bjarni Harðar: Flokkseigendur vildu Framsókn áfram við völd

Bjarni Harðarson, fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins, segir að áhrifamenn í flokknum hafi lagt mikla áherslu á að endurnýja samstarfið við Sjálfstæðisflokkinn eftir síðustu kosningar. Jón Sigurðsson, þáverandi formaður flokksins lýsti því yfir á kosninganóttina að flokkurinn hlyti að víkja úr stjórn eftir tapið.

Bjarni segir hins vegar í væntanlegri bók sinni að skömmu síðar hafi Jón skipt um skoðun og að til hafi staðið að tryggja Jóni, sem ekki var á þingi og Jónínu Bjartmars, sem missti sitt þingsæti, áframhaldandi ráðherradóma. Þetta kom fram í viðtali við Bjarna í Kastljósinu í kvöld.

Bjarni segist hafa barist hart gegn þessum áformum og meðal annars boðist til að segja af sér þingmennsku. Hann segir ljóst að sinnaskipti Jóns hafi orðið vegna mikils þrýstings frá „flokkseigendafélaginu" sem sé hópur áhrifamanna innan flokksins. Þeim hafi verið mjög umhugað um að flokkurinn héldi völdum auk þess sem þeir hafi viljað koma í veg fyrir að Guðni Ágústsson yrði formaður flokksins. Bjarni segist telja að þessi áhersla valdamanna innan flokksins á að halda flokknum við völd hvað sem það kosti hafi eyðilagt flokkinn á undanförnum árum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×