Innlent

Kastaði af sér vatni á lögreglustöð til að mótmæla handtöku

Mynd/Vísir

Þau voru skrautleg málin sem rak á fjörur lögreglunnar í Vestmannaeyjum á sunnudaginn.

Lögregla færði þannig karlmann á lögreglustöðina á sunnudagsmorgun fyrir að hindra störf lögreglunnar og var rætt við hann þar. Eftir að honum var sleppt launaði hann frelsið með því að kasta af sér vatni fyrir utan lögreglustöðina. Var hann þá færður í fangageymslu og sektaður fyrir athæfið síðar um daginn.

Félagi þessa manns var síðan handtekinn stuttu síðar þar sem hann kastaði af sér vatni á lögreglustöðina og gaf hann þá skýringu að hann væri að mótmæla handtöku félaga síns. Sá hinn sami má jafnframt búast við sekt vegna athæfis síns.

Þessu til viðbótar handtók lögreglan mann á sunnudagsmorgun fyrir að reyna að brjóta rúðu á veitingastaðnum Lundanum. Hann hafði verið staðinn að því sama kvöldið áður.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×