Innlent

Vantrauststillagan felld

Gengið var til atkvæða um tillögu stjórnarandstöðunnar um vantraust á ríkisstjórnina á Alþingi nú rétt í þessu og var tillagan felld með 42 atkvæðum á móti 18.

Lítið kom á óvart í atkvæðagreiðslunni og greiddu þingmenn atkvæði með eða á móti eftir því hvar í flokki þeir standa. Þó greiddi Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Frjálslynda flokksins atkvæði gegn tillögu stjórnarandstöðunnar.

Gripið var til nafnakalls í atkvæðagreiðslunni og gátu þingmenn gert grein fyrir atkvæði sínu. Ólöf Nordal, sjálfstæðisflokki, mismælti sig þó þegar hún var innt eftir sinni stöðu í málinu og sagði hún já, en var fljót að leiðrétta sig.

 








Fleiri fréttir

Sjá meira


×