Innlent

Góð sala á mjólkurvörum í október

MYND/GVA
Óvenjugóð sala var á mjólkurvörum í októbermánuði eftir því sem segir á vef Landssambands kúabænda. Þó er bent á að fólk hafi hamstrað slíkar vörur í lok október eftir að fregnir bárust af verðhækkunum 1. nóvember.

Sem fyrr er mest söluaukning í ostum, 6,7 prósent á undanförnu ári, en viðbitssala hefur aukist um fimm prósent á síðustu tólf mánuðum. Sala á mjólk hefur á sama tíma aukist um 1,4 prósent en jógúrtsala hefur hins vegar minnkað um nærri átta prósent. Alls hafa 125,7 milljónir lítra af mjólk verið innvegnir á síðustu 12 mánuðum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×