Innlent

Dæmdir til að greiða 2,5 milljónir í bætur vegna árásar

Héraðsdómur Suðurlands hefur dæmt tvo menn til að greiða þeim þriðja samtals rúmlega 2,5 milljónir króna vegna líkamsárásar sem átti sér stað á nýársdag árið 2003.

Mennirnir höfðu áður verið sakfelldir fyrir líkamsárásina en samkvæmt ákæru veittust þeir að þolandanum og felldu hann í gólfið þannig að hann hlaut eymsli og mar víða um líkamann og verki í bak og bringubein.

Varanlegur miski mannsins vegna árásarinnar var metinn 20 prósent og varanleg örorka annað eins. Maðurinn fór fram á 6,6 milljónir vegna tjónsins en dómurinn mat miska hans 15 prósent og örorku fimm prósent og dæmdi honum því 2,5 milljónir króna í bætur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×