Innlent

Teknir með fíkniefni við komuna til Eyja

Lögreglan í Vestmannaeyjum lagði hald á um 14 grömm af amfetamíni, tvær e-töflur og eitt gramm af MDMA sem fundust í fórum manns sem kom með Herjólfi til Eyja á föstudag.

Eftir því sem segir í dagbók lögreglunnar viðurkenndi maðurinn að eiga efnin. Fyrr um daginn hafði lögregla haft afskipti af öðrum manni sem kom með flugi til Eyja en hann reyndist vera með smáræði af kannabisefni í fórum sínum. Sá viðurkenndi einnig brot sitt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×