Innlent

G. Pétur skilar upptökunni en viðtalið er enn aðgengilegt

G. Pétur Matthíasson, fyrrverandi fréttamaður á Ríkisútvarpinu, hefur orðið við kröfu Páls Magnússsonar og skilað til hans viðtali sem hann tók á sínum tíma við Geir H. Haarde en birti ekki fyrr en á dögunum á heimasíðu sinni.

Viðtalið vakti talsverða athygli en þar bregst Geir ókvæða við spurningum G. Péturs um stöðu krónunnar. Útvarpsstjóri sendi Pétri bréf þar sem honum var hótað lögsókn ef hann skilaði ekki umræddum viðtalsbút, sem væri í eigu Ríkisútvarpsins.

Við þessu hefur G. Pétur orðið en hann birtir á heimasíðu sinni bréf til útvarpsstjóra þar sem hann segir hótun Páls fáheyrðan atburð um leið og hann biður fólk afsökunnar á því að hafa ekki birt viðtalið á sínum tíma.

Hér má sjá bréf G. Péturs en aðeins neðar á síðunni er að finna viðtalið fræga.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×