Innlent

Óvíst hve mikið laun æðstu embættismanna lækka

MNYND/GVA

Formaður Kjararáðs, Guðrún Zoega, segir ekki mögulegt að segja til um það strax hversu mikið laun æðstu embættismanna ríkisins gætu lækkað. Kjararáð fundaði í dag til þess að ræða bréf sem forsætisráðherra send um að launalækkun þeirra sem heyra undir ráðið.

„Við hittumst og fórum yfir þetta bréf frá forsætisráðherra," sagði Guðrún í samtali við Vísi. Hún segir að enn hafi engar ákvarðanir verið teknar en annar fundur verði haldinn síðar í vikunni. Guðrún segist telja útilokað, með hliðsjón af stjórnarskránni, að Kjararáð geti lækkað laun forsetans.

Forsætisráðherra sagði frá því síðastliðinn föstudag að hann hefði sent Kjararáði bréf og óskað þess að laun þeirra sem heyra undir ráðið verði lækkuð tímabundið vegna aðstæðna í samfélaginu.














Fleiri fréttir

Sjá meira


×