Innlent

Segja kröfu um að norski hernaðarsérfræðingurinn víki

Norska ríkisútvarpið greinir frá því á vef sínum í dag að krafa sé um að Norðmaðurinn Björn Richard Johansen, ráðgjafi Geirs H. Haarde forsætisráðherra, víki.

Bent er á að Johansen, sem nefndur hefur verið norski hernaðarráðgjafinn hér á landi, hafi áður verið upplýsingafulltrúi Glitnis í Noregi. Hann segir í samtali við NRK að íslensk stjórnvöld hafi falast eftir kröftum hans fyrir nokkrum vikum um að koma á fót kreppu- og viðbúnaðarskrifstofu hér á landi. Hann segist áður hafa starfað hjá NATO og hafi því reynslu af krísustjórnun.

Rætt er við Steingrím J. Sigfússon, formann Vinstri - grænna, sem vill að Johansen verði sagt upp störfum. „Ef ég og flokkur minn kæmum inn í ríkisstjórn myndi hann aldrei verða ráðgjafi minn," segir Steingrímur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×