Fleiri fréttir

Valgerður sakar Geir um forystuleysi

Valgerður Sverrisdóttir, formaður Framsóknarflokksins, segir að með því að taka fremur mark á bankastjórum viðskiptabankanna en seðlabankastjóra hafi Geir H. Haarde forsætisráðherra í raun verið að segja að hann bæri ekki traust til seðlabankastjóra og ætti að láta hann fara.

Telja sig hafa fundið norsk-íslenska vorgotssíld fyrir vestan

,,Okkur þykja þetta stórmerkileg tíðindi og það verður fróðlegt að sjá hvað kemur út úr rannsóknum Hafrannsóknastofnunar á þessari síld," segir Lárus Grímsson, skipstjóri á Lundey NS, en hann og áhöfn hans fengu fyrir helgina góðan síldarafla inni á Jökulfjörðum í norðanverðu Ísafjarðardjúpi.

Sonur Kauphallarstjóra handtekinn vegna gruns um peningaþvætti

Friðjón Þórðarson forstöðumaður verðbréfamiðlunar hjá verðbréfafyrirtækinu Virðingu hf. var handtekinn í gær vegna gruns um stófelld auðgunarbrot og brot á lögum um peningaþvætti. Ákvörðun um hvort krafist verði gæsluvarðhalds yfir honum verður tekin síðar í dag.

Stálu áfengisflöskum af veitingastað

Lögreglan á Selfoss hafði í síðustu viku afskipti af pari vegna gruns um að það hafi brotist inn í veitingastaðinn Hafið bláa við Óseyri.

Birkir sækist eftir varaformannsembætti í Framsókn

Birkir Jón Jónsson, þingmaður Framsóknarflokksins, hyggst bjóða sig fram til embættis varaformanns flokksins á komandi flokksþingi sem verður í janúar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Birki til fjölmiðla.

Rjúpnastofninn að stækka

„Það er greinilega meira af rjúpu á flestum stöðum á landinu," segir Sigmar B. Hauksson, formaður Skotveiðifélags Íslands.

Vilja jafnræði milli íslenskra og hollenskra innistæðueigenda

Þeir Hollendingar sem áttu yfir hundrað þúsund evrur á Icesave-reikningum Landsbankans þar í landi hafa sent íslenskum þingmönnum opið bréf þar sem farið er fram á að allir fjármunir þeirra verði tryggðir líkt og hjá Íslendingum í íslenskum bönkum.

Telur aðra betri í formannsstólinn

„Ég hefði áhuga á að leiða flokkinn ef ég væri sannfærð um að ég sé best til þess fallin. Ég er alls ekki sannfærð um það í dag."

Mótmæla lokun skurðstofu á Suðurnesjum

Stjórn Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ mótmælir sparnaðarhugmyndum heilbrigðisráðuneytisins um að loka skurðstofu á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja.

Eldur í bíl í Hafnarfirði

Eldur kviknaði í mannlausum bíl í nótt þar sem hann stóð fyrir utan atvinnuhús við Rauðhellu í Hafnarfirði.

Innbrotsþjófar á ferð í nótt

Lögreglan gómaði tvo þjófa á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Annar hafði bortist inn í bíl í austurborginni og var með þýfi á sér þegar hann náðist.

Ástandið í þjóðfélaginu kallar á vantrauststillögu

,,Ég tel að full ástæða hafi verið að koma fram með þessa tillögu og láta reyna á hana," segir Valgerður Sverrirsdóttir formaður Framsóknarflokksins um vantrauststillögu formanna stjórnarndstöðuflokkanna sem verður tekin fyrir á Alþingi á morgun.

Segir ESB-ríkin hafa samúð með Íslendingum

Olli Rehn, stækkunarmálastjóri Evrópusambandsins, segir ESB-ríkin hafa samúð með Íslendingum en einnig trú á möguleikum lands og þjóðar. Þetta kom fram í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins.

Segir breytingar á vinstrivængnum orsaka fylgishrunið

Jón Sigurðsson, fyrrum formaður Framsóknarflokksins, telur mun djúpstæðari ástæður liggja á bak við fylgishrun flokksins undanfarin ár heldur en Íraksmálið, einkavæðing bankanna eða fjölmiðlamálið.

Samfylkingarfólk skorar á heilbrigðisráðherra

Stjórn Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ getur ekki fallist á sparnaðarhugmyndir heibrigðisráðuneytisins sem reikna með lokun skurðstofa á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja og telur sparnaðarhugmyndirnar aðför að því velferðarkerfi sem áratugi hefur tekið að byggja upp.

Lög brotin þegar Haukur var handtekinn

Lög voru brotin þegar Haukur Hilmarsson var handtekinn á föstudag. Fjöldi fólks mótmælti handtöku hans í gær en í dag viðurkenndu yfirvöld að mistök voru gerð í málinu.

Staða þingmanna misjöfn

Þeir sextíu og þrír einstaklingar sem sitja á Alþingi skulda að meðaltali rétt rúmar nítján milljónir í húsum sínum. Fjórir þingmenn skulda ekki neitt en þeir sem mest skulda eru með rúmar fimmtíu milljónir áhvílandi á íbúðum sínum.

Óttast afleiðingar fjármálakreppunnar á velferðarkerfið

Yfirstandandi efnahagsþrengingar og fall bankanna á síst af öllu að bitna á þeim sem þurfa hvað mest að nýta velferðarkerfið og öryggisnetið, að mati Gerðar A. Árnadóttur læknis og formanns Landssamtakanna Þroskahjálpar.

Stjórnvöld njóta aðstoðar erlendra aðila

,,Það koma margir að þessari vinnu," segir Ásmundur Stefánsson, ráðgjafi stjórnvalda, aðspurður um aðkomu erlendra fyrirtækja að björgunaraðgerðum stjórnvalda í framhaldi á falli bankanna.

Útilokar ekki endurkomu Davíðs

Hannes Hólmsteinn Gissurarson, stjórnmálaprófessor, útilokar ekki endurkomu Davíðs Oddssonar, seðlabankastjóra, á vettvang stjórnmálanna. Hannes var gestur Sigurjóns M. Egilssonar í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni fyrr í dag.

Heiðurinn að veði - Viðtal við Guðjón Friðriksson

Fyrr í vikunni kom út bókin Saga af forseta, sem fjallar um forsetaferil Ólafs Ragnars Grímssonar. Höfundur er Guðjón Friðriksson sagnfræðingur. Í samtali við Bergstein Sigurðsson ræðir Guðjón um tilurð bókarinnar og tilgang hennar.

,,Ég held ég hafi aldrei á ævinni verið jafn reið"

Móðir 16 ára stúlku sem fékk piparúða yfir sig í anddyri lögreglustöðvarinnar við Hverfisgötu í gær er allt annað en sátt með aðgerðir lögreglu. ,,Ég held ég hafi aldrei á ævinni verið jafn reið," segir Anna Helgadóttir en dóttir hennar komst við illan leik út úr lögreglustöðinni. Í framhaldinu leituðu mæðgurnar aðstoðar á slysadeild.

Mikill meirihluti telur að álver hafi jákvæð áhrif á efnahagslífið

Rúmlega 78 prósent landsmanna telja að álver hafi frekar eða mjög jákvæð áhrif á íslenskt efnahagslíf. Rúmlega átta prósent telja áhrifin frekar eða mjög neikvæð. Þetta kemur fram í niðurstöðum landskönnunar sem Capacent Gallup gerði nýlega fyrir Alcoa Fjarðaál.

Ríkið skuldar 45 milljónir fyrir rekstur björgunarskipa

Ríkisvaldið skuldar Slysavarnarfélaginu Landsbjörg 45 milljónir fyrir rekstur á 14 björgunarskipum. Frekari dráttur á greiðslum mun hafa alvarlegar afleiðingar og hugsanlega leiða til rekstrarstöðvunar skipanna.

Varað við hálku

Vegagerðin varar við hálku og hálkublettum víðsvegar um landið. Á Austurlandi er þæfingsfærð á Möðrudalsöræfum og stendur mokstur yfir. Þá er hálka og snjóþekja á Vopnafjarðarheiði.

Ekið á mann á Hverfisgötu í nótt

Ekið var á gangandi vegfaranda á Hverfisgötu um klukkan tuttugu mínútur í fjögur í nótt. Vegfarandinn var fluttur á slysadeild og er talinn lærbrotinn. Ökumaðurinn er grunaður um að hafa verið undir áhrifjum eiturlyfja.

Íslenskur níðingur dæmdur í Noregi

Íslenskur vörubílstjóri gerði tilraun til að nauðga tíu ára gamalli stúlku í Stavangri. Fyrir það var hann dæmdur í þriggja ára og níu mánaða fangelsi. Hann hafði verið dæmdur fyrir kynferðisbrot hér á landi fyrir þrjátíu árum.

Út með Hauk - Inn með Geir

Fimm hundruð manns söfnuðust frammi fyrir lögreglustöðinni í Reykjavík í gær og kröfðust þess að Haukur Hilmarsson yrði látinn laus.

Sjá næstu 50 fréttir