Fjallað um skuldir og umsvif Jóns Ásgeirs í norska ríkissjónvarpinu 25. nóvember 2008 16:39 Fjallað verður um Jón Ásgeir Jóhannesson, stjórnarformann Baugs, og skuldir fyrirtækja hans í þættinum Brennpunkt í norska ríkissjónvarpinu í kvöld. Yfirskrift þáttarins er Hafsjór af skuldum. Farið er yfir umsvif Jóns Ásgeirs á vef NRK þar sem vitnað er til orða Davíðs Oddssonar seðlabankastjóra um að einn maður og fyrirtæki hans skuldi íslensku bönkunun þúsund milljarða króna. Þá segir NRK að Jón Ásgeir hafi byggt upp alþjóðlegt viðskiptaveldi með peningum sem teknir hafi verið að láni. Bent er á að hann stjórni stærstu fjölmiðlasamsteypu landsins og ráði yfir 45 prósent af dagvörumarkaðnum. Enn fremur eigi hann verslanakeðjur í Bretlandi. Þá segir Brennpunkt að þátturinn hafi rætt við fyrrverandi samstarfsmann hans, Jón Gerald Sullenberger, sem segir að Jón Ásgeir hafi komið sér inni í íslensku bankana með því að bjóða stjórnendum þeirra til veislu á Miami árið 2001. Vitnað til tölvupósts Tryggva Jónssonar, fyrrverandi aðstoðarforstjóra Baugs, til margra af fyrrverandi forsvarsmönnum íslensku bankanna. Telur Davíð ekki eiga við sig NRK segist hafa leitað eftir viðbrögðum Jóns Ásgeirs við vinnslu þáttarins, meðal annars varðandi skuldir hans, en Jón Ásgeir hafi sagst myndu senda frá sér yfirlýsingu. Hún er einnig birt á heimasíðu norska ríkisútvarpsins. Þar segir Jón Ásgeir að skuldir hans við bankakerfið hér séu ekki þúsund milljarðar heldur hafi verið um 430 milljarðar um mitt ár. Því efist hann um að Davíð Odddsson hafi átti við hann þegar hann talaði um mann sem skuldaði íslensku bönkunum þúsund milljarða. Þá segir Jón Ásgeir skuldir fyrirtækja sinna ekki ástæðu þess að íslensku viðskiptabankarnir hrundu því fyrirtæki hans hafi staðið í skilum. Þá hafi eigið fé félaganna numið 300 milljörðum króna um mitt ár. Jón Ásgeir bendir enn fremur á að Jón Gerald sé fjandmaður hans og fjölskyldu hans og svo virðist sem Jón Gerald sé með hann á heilanum eins og Davíð Oddsson seðlabankastjóri. Þá efast um að hann sé maðurinn sem Davíð Oddsson hafi vísað til í ræðu sinni í síðustu viku og vísar þar til áðurnefndra skulda. Svo virðist sem þeir vilji láta líta þannig út að hann hafi einn og óstuddur valdið bankahruninu á Íslandi. Því miður hafi NRK ákveðið að styðjast við frásagnir þessara manna í leit sinni að sökudólgi. Sakar hann blaðamann NRK um að hafa myndað sér skoðanir á málinu fyrirfram og segist Jón Ásgeir hafa margt betra við tíma sinn að gera en að leiðrétta rangfærslur í Brennpunkt. Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Fleiri fréttir VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Sjá meira
Fjallað verður um Jón Ásgeir Jóhannesson, stjórnarformann Baugs, og skuldir fyrirtækja hans í þættinum Brennpunkt í norska ríkissjónvarpinu í kvöld. Yfirskrift þáttarins er Hafsjór af skuldum. Farið er yfir umsvif Jóns Ásgeirs á vef NRK þar sem vitnað er til orða Davíðs Oddssonar seðlabankastjóra um að einn maður og fyrirtæki hans skuldi íslensku bönkunun þúsund milljarða króna. Þá segir NRK að Jón Ásgeir hafi byggt upp alþjóðlegt viðskiptaveldi með peningum sem teknir hafi verið að láni. Bent er á að hann stjórni stærstu fjölmiðlasamsteypu landsins og ráði yfir 45 prósent af dagvörumarkaðnum. Enn fremur eigi hann verslanakeðjur í Bretlandi. Þá segir Brennpunkt að þátturinn hafi rætt við fyrrverandi samstarfsmann hans, Jón Gerald Sullenberger, sem segir að Jón Ásgeir hafi komið sér inni í íslensku bankana með því að bjóða stjórnendum þeirra til veislu á Miami árið 2001. Vitnað til tölvupósts Tryggva Jónssonar, fyrrverandi aðstoðarforstjóra Baugs, til margra af fyrrverandi forsvarsmönnum íslensku bankanna. Telur Davíð ekki eiga við sig NRK segist hafa leitað eftir viðbrögðum Jóns Ásgeirs við vinnslu þáttarins, meðal annars varðandi skuldir hans, en Jón Ásgeir hafi sagst myndu senda frá sér yfirlýsingu. Hún er einnig birt á heimasíðu norska ríkisútvarpsins. Þar segir Jón Ásgeir að skuldir hans við bankakerfið hér séu ekki þúsund milljarðar heldur hafi verið um 430 milljarðar um mitt ár. Því efist hann um að Davíð Odddsson hafi átti við hann þegar hann talaði um mann sem skuldaði íslensku bönkunum þúsund milljarða. Þá segir Jón Ásgeir skuldir fyrirtækja sinna ekki ástæðu þess að íslensku viðskiptabankarnir hrundu því fyrirtæki hans hafi staðið í skilum. Þá hafi eigið fé félaganna numið 300 milljörðum króna um mitt ár. Jón Ásgeir bendir enn fremur á að Jón Gerald sé fjandmaður hans og fjölskyldu hans og svo virðist sem Jón Gerald sé með hann á heilanum eins og Davíð Oddsson seðlabankastjóri. Þá efast um að hann sé maðurinn sem Davíð Oddsson hafi vísað til í ræðu sinni í síðustu viku og vísar þar til áðurnefndra skulda. Svo virðist sem þeir vilji láta líta þannig út að hann hafi einn og óstuddur valdið bankahruninu á Íslandi. Því miður hafi NRK ákveðið að styðjast við frásagnir þessara manna í leit sinni að sökudólgi. Sakar hann blaðamann NRK um að hafa myndað sér skoðanir á málinu fyrirfram og segist Jón Ásgeir hafa margt betra við tíma sinn að gera en að leiðrétta rangfærslur í Brennpunkt.
Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Fleiri fréttir VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Sjá meira