Innlent

Kraftaverk í Eyjafirði

Vegfarendur sem björguðu með snarræði lífi meðvitundarlausrar konu í bíl á hvolfi í Eyjafjarðará eru taldir hafa sýnt mikið hugrekki við erfiðar aðstæður. Kraftaverk, segir þakklátur eiginmaður konunnar og lýsir eftir huldumanni í hópi bjargvættanna.

Vatnið var vitaskuld jökulkalt í ánni en hetjununum varð þó ekki meint af volkinu. Enn er óvitað hver maðurinn er sem fyrstur fór út í ána en lögreglan segir að það hafi þurft mikið hugrekki til að fara fyrstur út í ána við þessar aðstæður.

Ágúst Hilmarsson, eiginmaður konunnar sem ók bílnum baðst undan viðtali, en hann segist afar þakklátur björgunarmönnunum og kallar það kraftaverk að ekki hafi farið verr. Hann biður manninn sem fyrst fór útí ána að hafa samband við sig. Kona hans dvelur enn á gjörgæsludeild Sjúkrahússins á Akureyri. Hún fékk vatn í lungu og er er enn að ná sér en eftir atvikum eru batahorfur hennar taldar góðar.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×