Fleiri fréttir Biskup: Kreppa er tækifæri Herra Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands, segir að kreppa sé tækifæri og nú fái ríki og fjármálstofninar og einstaklingar tækifæri til að endurskipuleggja sig með visku, hagsýni, hófsemi og umhyggju að leiðarljósi. Þetta kemur fram í pistli sem biskup ritar og birtur er á heimasíðu Þjóðkirkjunnar. 6.10.2008 19:26 Peningamálastefnan komin í þrot Ólafur Ísleifsson lektor í hagfræði við Háskólann í Reykjavík sagði Ríkisstjórnina hafa tekið ákvörðun sína í algjörri nauðvörn og nú þyrfti að vinna á grundvelli þessarar ákvörðunar. Ólafur var gestur í Íslandi í dag fyrir stundu. Hann sagði jákvætt að stjórnvöld hefðu gefið það út að heimilin og fyrirtækin í landinu verði varin skilyrðislaust. 6.10.2008 19:25 Jóhanna: Skjaldborg um heimilin Með frumvarpi ríkisstjórnarinnar vegna sérstakra aðstæðna á fjármálamarkaði er verið að slá skjaldborg um heimilinn, að sögn Jóhönnu Sigurðardóttur félags- og tryggingamálaráðherra. 6.10.2008 19:13 Vilhjálmur Bjarnason: Helst hægt að líkja þessu við Kúbudeiluna Vihjálmur Bjarnason, formaður félags fjárfesta, segir ástandið óljóst eins og staðan er í dag. Í viðtali á Stöð 2 benti hann á að frumvarpið sem lagt var fyrir Alþingi í dag veiti ákveðnar heimildir en að það sé ekki lýsing á aðgerðum. Það sem stendur upp úr að hans mati er það að Fjármálaeftirlitið fær víðtækar heimildir til þess að hafa afskipti af fjármálafyrirtækjum lendi þau í kröggum. „Hvernig þeim verður beitt veit ég ekkert um á þessari stundu og það getur enginn séð fyrir hvernig þessu lyktar.“ 6.10.2008 19:08 Tími sparðatínings í stjórnsýslu liðinn Tími sparðatínings í íslenskri stjórnsýslu er liðinn og fara verður í allar þær framkvæmdir sem í boði eru, þar á meðal byggingu álvera í Helguvík og á Húsavík, segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Hann segir að ekkert verði eins og það var áður eftir atburði dagsins. 6.10.2008 19:05 Veitti Kaupþingi lán gegn veði í Erhversbank Seðlabanki Íslands veitti Kaupþingi lán gegn veði í danska bankanum Erhvervsbank fyrir stuttu. Forstjóri Kaupþings vill lítið tjá sig um málið. 6.10.2008 19:01 Rafmagnslaust að hluta í Miðbænum Fyrir stundu varð bilun á háspennustreng og varð rafmagnslaust á Laugavegi frá Barónsstíg að Hafnarstræti. Samkvæmt tilkynningu frá Orkuveitu Reykjavíkur er unnið að viðgerð og vonast til að rafmagn komist á bráðlega. 6.10.2008 18:59 Býst við uppstokkun á fjármálamarkaði Forsætisráðherra sagði á blaðamannafundi fyrir stundu að hagsmunir þjóðarinnar eru ríkari en hagsmunir einstakra bankastofnanna. Hann sagði að alþjóðleg fjármálakreppa væri farin að segja til sín að fullri alvöru á Íslandi og að bankarnir væru fórnarlömb ytri aðstæðna. 6.10.2008 18:25 Össur: Þeir sem fóru gáleysislega eiga að blæða Össur Skarphéðinsson, iðnaðarráðherra og starfandi utanríkisráðherra, segir að þeir sem farið hafi gáleysislega í efnahagslífinu á undanförnum málum eigi að blæða en ekki fólkið í landinu. Þeir sem komið hafi bönkunum í þá stöðu sem þeir eru komnir í eigi að taka fyrsta skellinn. 6.10.2008 18:18 Eins og þruma úr heiðskíru lofti Aðgerð ríkisstjórnar um heimild til fjárveitinga úr ríkissjóði vegna sérstakra aðstæðna á fjármálamarkaði kom eins og þruma úr heiðskýru lofti, að mati Grétars Þorsteinssonar forseta ASÍ. 6.10.2008 17:53 Guðjón deilir á samráðsleysi Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, sagði að hans flokkur myndi greiða bankafrumvarpinu götu inn í nefndir þingsins. Hann bætti því við að hans menn myndu krefjast svara við ýmsum áleitnum spurningum í nefndarvinnunni. Í ræðu sinni á þingi sagði Guðjón að eðlilegt hefði verið að stjórnarandstaðan hefði fengið að koma meira að þeim málum sem nú hafi verið leidd til lykta. 6.10.2008 17:35 „Sumir bankanna munu standa af sér storminn“ Björgvin G. Sigurðsson tók til máls á Alþingi fyrir stundu og ræddi um frumvarpið sem forstætisráðherra mælti fyrir nokkrum mínútum áður. Þar sagði Björgvin m.a að hann væri sannfærður um að þeim heimildum sem lagðar eru til í frumvarpinu muni ekki þurfa að beita í ölllum tilfellum og sagðist hafa trú á því að sumir bankanna myndu rífa sig í gegnum storminn. Hann sagði að nú horfðum við á fordæmislausar efnahagslegar hamfarir sem riðu yfir heimsbyggðina, og felldi banka tugum saman um allan heim. 6.10.2008 17:28 Guðni: Nú verða allir að sýna ábyrgð Guðni Ágústsson, formaður Framsóknarflokksins, segir að nú verði allir að sýna ábyrgð, líka þeir sem fóru offari á vegferð heimsins. 6.10.2008 17:28 Lögregla leitar árásarmanna - Myndir Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar nú tveggja manna sem eru grunaðir um rán og líkamsárás á Laugavegi um hálffjögurleytið aðfaranótt sunnudags. Þá var karl á sjötugsaldri barinn og rændur en árásarmennirnir eru taldir vera á aldrinum 25-30 ára og af erlendu bergi brotnir. 6.10.2008 17:15 Steingrímur: Efnahagslegar náttúruhamfarir af manna völdum Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, segir að það sé dapurlegt að grípa þurfi til sérstakra aðgerða með frumvarpi um heimild til fjárveitinga úr ríkissjóði vegna sérstakra aðstæðna á fjármálamarkaði. 6.10.2008 17:06 Fjármálaeftirlitið fær víðtækar heimildir - húsnæðislán banka til ÍLS Geir H. Haarde forsætisráðherra mælti fyrir stundu fyrir nýju frumvarpi um heimild til fjárveitinga úr ríkissjóði vegna sérstakra aðstæðna á fjármálamarkaði. 6.10.2008 17:01 Bankarnir þjóðnýttir - Þrot vofir yfir Fjármálaeftirlitið mun fyrir hönd ríkissins taka að sér rekstur bankanna fari þeir í þrot. Þetta kemur fram í frumvarpi ríkisstjórnarinnar um björgun efnahagslífsins. 6.10.2008 16:44 Björgunarfrumvarp lagt fram á þingi Sturla Böðvarsson, forseti Alþingis, setti þingfund fyrir stuttu þar sem lagt var fram frumvarp ríkisstjórnarinnar til bjargar íslensku efnahagslífi. 6.10.2008 16:40 Atli: Snúa verður af braut græðgi og misréttis Atli Gíslason, þingmaður Vinstri grænna, segist vera harmi sleginn yfir atburðum seinustu daga. Hann segir að að snúa verði af braut græðgi og misréttis. Næstu skref verði að taka með samfélagsábyrgð í huga og víkja verður af braut einkavæðingar. 6.10.2008 16:35 Þorgerður Katrín: Aðgerðin tryggi framtíð Íslendinga Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra segir að boðaðar aðgerðir ríkisstjórnarinnar séu til þess gerðar að tryggja almannahagsmuni í því gjörningaveðri sem nú stendur yfir. Í viðtali í Alþingishúsinu eftir að Geir Haarde flutti ávarp til þjóðarinnar sagði hún að frumvarpið sem kynnt verður innan tíðar sé lagt fram til þess að tryggja að þær skuldir sem eru að plaga fjármálakerfið færist ekki yfir á ríkið og landsmenn. 6.10.2008 16:24 Frumvarp til að laga bankakerfið að íslenskum aðstæðum Ríkisstjórnin mun leggja fram frumvarp um að laga bankakerfið að íslenskum aðstæðum og endurvinna traust á kerfinu. Þetta kom fram í ávarpi forsætisráðherra til þjóðarinnar nú klukkan fimm,. Hann sagði jafnframt að ríkið myndi tryggja atvinnulífinu aðgang að fjármagni og koma í veg fyrir upplausnarástand. 6.10.2008 16:00 Aðgerðaáætlun borgaryfirvalda rædd á morgun Aðgerðaáætlun Reykjavíkurborgar vegna breyttra efnahagsaðstæðna verður rædd á morgun á fundi borgarstjórnar. 6.10.2008 15:30 Fulltrúar frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum á landinu Fulltrúar frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum eru komnir hingað til lands og funduðu í Seðlabankanum í dag. 6.10.2008 15:27 Hæstaréttardómarar fagna rannsókn á Hafskipsmáli Tveir dómarar Hæstaréttar, þeir Markús Sigurbjörnsson og Gunnlaugur Claessen hvetja Valtý Sigurðsson, ríkissakskóknara til að verða við beiðni um opinbera rannsókn á hafskipsmálinu. Ríkissaksóknari fékk þessa beiðni í síðustu viku frá lögmanninum Ragnari Aðalsteinssyni fyrir hönd fyrrverandi stjórnenda Hafskips með Björgólf Guðmundsson í broddi fylkingar. 6.10.2008 15:09 Allir stóru bankarnir stöðva viðskipti með sjóði sína Landsbankinn, Glitnir og Kaupþing hafa ákveðið að stöðva tímabundið öll viðskipti með sjóði sína. 6.10.2008 14:42 Aðstoða vélarvana bát Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst kl. 12:29 tilkynning frá Dagnýju SU 129 um að báturinn væri vélarvana með einn mann um borð fyrir utan Hólmanes í Reyðarfirði, var báturinn þá búinn að leggja út ankeri. 6.10.2008 14:34 Blaðamannafundur stjórnvalda vegna aðgerða - Bein útsending á Vísi Geir H. Haarde forsætisráðherra mun ávarpa þjóðina í beinni útsendingu á Stöð 2, Bylgjunni, Vísi og RÚV klukkan 16. 6.10.2008 14:31 Skilorðsbundinn dómur fyrir að slá mann í andlitið Karlmaður hefur verið dæmdur í eins mánaðar skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa ráðist að öðrum karli og slegið hann í andlitið við Draugabarinn á Stokkseyri fyrir tæpu ári. Tönn í efri gómi fórnarlambsins brotnaði. 6.10.2008 13:32 Nokkrir teknir fyrir fíkniefnamisferli á Akureyri Lögreglan á Akureyri gerði húsleit í tveimur íbúðum á föstudagskvöld og aðfaranótt laugardags. Í annarri íbúðinni fundust tæki og tól til fíkniefnaneyslu auk fíkniefnaleyfa en í hinni var lagt hald á sex grömm af kannabisefnum og þrjú grömm af ætluðu amfetamíni. 6.10.2008 13:20 Boðað til þingflokksfunda klukkan þrjú Engar fregnir er enn að hafa af aðgerðum ríkisstjórnarinnar í efnhagsmálum en þingflokksfundir hafa verið boðaðir klukkan þrjú. Þetta fékkst staðfest hjá Alþingi fyrir stundu. Misskilningur varð þess valdandi að í stutta stund sagði Vísir frá því að til stæði að kalla Alþingi saman. Það mun ekki vera rétt. 6.10.2008 13:16 Leigubílsferð JP Morgan manna kostnaðarsöm Fulltrúar bandaríska fjárfestingarbankans JP Morgan þurftu að greiða hátt í 20 þúsund krónur fyrir leigubílinn sem flutti þá til fundar við ráðherra í nótt. Bíllinn beið mannanna á meðan fundinum stóð. 6.10.2008 12:22 Atburðir gærkvöldsins og næturinnar í Ráðherrabústaðnum Ráðherra, bankamenn, fulltrúar lífeyrirsjóðanna og helstu efnhagssérfræðingar þjóðarinnar funduðu stíft í Ráðherrabústaðnum í gærkvöldi og nótt. Meðal þeirra sem komu á fund forsætisráðherra voru sérfræðingar frá bandaríska fjárfestingarbankanum JP Morgan. 6.10.2008 12:12 Verkalýðshreyfingin teymd á asnaeyrunum Grétar Þorsteinsson, forseti Alþýðusambands Íslands, segir verkalýðshreyfinguna hafa verið teymda á asnaeyrnunum í viðræðum við stjórnvöld um lausn efnahagsvandans. 6.10.2008 12:00 Geir ræddi við Brown í morgun Geir H. Haarde forsætisráðherra ræddi í morgun við Gordon Brown, starfsbróður sinn í Bretlandi, um þá erfiðu stöðu sem upp er komin á evrópskum fjármálamarkaði, en þar hafa hlutabréf hríðfallið í verði í morgun. 6.10.2008 11:50 Málin skýrast á næstu klukkustundum Forsvarsmenn stjórnarandstöðunnar segja stöðu efnahagsmála grafalvarlega en hvetja þjóðina til þess að halda ró sinni. 6.10.2008 11:31 Sakar stjórnvöld og banka um leikbrögð Framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins sakar ríkisstjórnina, Seðlabankann og banka landsins um leikbrögð um helgina og að vaxtaokri og tangarhaldi á íslenskum almenningi verði viðhaldið. 6.10.2008 11:25 500 þúsund króna fleyg stolið Í liðinni viku bárust lögreglunni á Selfossi tilkynningar um fimm þjófnaðarbrot. 6.10.2008 11:03 Nefbrotinn á Selfossi Maður var nefbrotinn þegar ráðist var á hann fyrir utan skemmtistaðinn 800 bar á Selfossi aðfaranótt sunnudags. 6.10.2008 11:00 Telur að læknasamningur verði samþykktur þrátt fyrir óánægju Kosning um samkomulag um nýjan kjarasamning sem samninganefnd Læknafélags Íslands og samninganefnd ríkisins komust að 1. október hefst að öllum líkindum á morgun. 6.10.2008 10:53 Staðan alvarleg, segir Geir Geir H. Haarde forsætisráðherra vildi lítið tjá sig eftir ríkisstjórnarfund í Stjórnarráðinu í morgun að öðru leyti en því að ástandið væri alvarlegt 6.10.2008 09:52 Gistnóttum fjölgar um tvö prósent á milli ára Gistinætur á hótelum á landinu fyrstu átta mánuði ársins reyndust rúmlega tveimur prósentum fleiri en á sama tímabili í fyrra. 6.10.2008 09:11 Ríkisstjórnin fundar í Stjórnarráðinu Ríkisstjórn landsins er nú að koma saman í Stjórnarráðinu. Nokkrir ráðherrar eru þegar mættir. 6.10.2008 08:40 Huga að geðheilbrigði ungs fólks Áherslur geðheilbrigðisdagsins, sem verður tíunda október, munu einkum beinast að geðheilbrigði ungs fólks, sem sérstök ástæða er til að hlúa að núna þegar kreppir að í efnahagslífinu, eins og segir í tilkynningu frá Geðhjálp. 6.10.2008 08:08 Innistæður tryggðar að fullu Ríkisstjórnin áréttaði enn, með tilkynningu í nótt, að innistæður í innlendum bönkum og sparisjóðum hér á landi væru tryggðar að fullu. 6.10.2008 07:16 Árásarmanna leitað Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar enn að tveimur karlmönnum, líklega 25 til 30 ára og hugsanlega af erlendu bergi brotnum, sem eru grunaðir um að hafa misþyrmt karlmanni á sjötugsaldri 6.10.2008 07:13 Sjá næstu 50 fréttir
Biskup: Kreppa er tækifæri Herra Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands, segir að kreppa sé tækifæri og nú fái ríki og fjármálstofninar og einstaklingar tækifæri til að endurskipuleggja sig með visku, hagsýni, hófsemi og umhyggju að leiðarljósi. Þetta kemur fram í pistli sem biskup ritar og birtur er á heimasíðu Þjóðkirkjunnar. 6.10.2008 19:26
Peningamálastefnan komin í þrot Ólafur Ísleifsson lektor í hagfræði við Háskólann í Reykjavík sagði Ríkisstjórnina hafa tekið ákvörðun sína í algjörri nauðvörn og nú þyrfti að vinna á grundvelli þessarar ákvörðunar. Ólafur var gestur í Íslandi í dag fyrir stundu. Hann sagði jákvætt að stjórnvöld hefðu gefið það út að heimilin og fyrirtækin í landinu verði varin skilyrðislaust. 6.10.2008 19:25
Jóhanna: Skjaldborg um heimilin Með frumvarpi ríkisstjórnarinnar vegna sérstakra aðstæðna á fjármálamarkaði er verið að slá skjaldborg um heimilinn, að sögn Jóhönnu Sigurðardóttur félags- og tryggingamálaráðherra. 6.10.2008 19:13
Vilhjálmur Bjarnason: Helst hægt að líkja þessu við Kúbudeiluna Vihjálmur Bjarnason, formaður félags fjárfesta, segir ástandið óljóst eins og staðan er í dag. Í viðtali á Stöð 2 benti hann á að frumvarpið sem lagt var fyrir Alþingi í dag veiti ákveðnar heimildir en að það sé ekki lýsing á aðgerðum. Það sem stendur upp úr að hans mati er það að Fjármálaeftirlitið fær víðtækar heimildir til þess að hafa afskipti af fjármálafyrirtækjum lendi þau í kröggum. „Hvernig þeim verður beitt veit ég ekkert um á þessari stundu og það getur enginn séð fyrir hvernig þessu lyktar.“ 6.10.2008 19:08
Tími sparðatínings í stjórnsýslu liðinn Tími sparðatínings í íslenskri stjórnsýslu er liðinn og fara verður í allar þær framkvæmdir sem í boði eru, þar á meðal byggingu álvera í Helguvík og á Húsavík, segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Hann segir að ekkert verði eins og það var áður eftir atburði dagsins. 6.10.2008 19:05
Veitti Kaupþingi lán gegn veði í Erhversbank Seðlabanki Íslands veitti Kaupþingi lán gegn veði í danska bankanum Erhvervsbank fyrir stuttu. Forstjóri Kaupþings vill lítið tjá sig um málið. 6.10.2008 19:01
Rafmagnslaust að hluta í Miðbænum Fyrir stundu varð bilun á háspennustreng og varð rafmagnslaust á Laugavegi frá Barónsstíg að Hafnarstræti. Samkvæmt tilkynningu frá Orkuveitu Reykjavíkur er unnið að viðgerð og vonast til að rafmagn komist á bráðlega. 6.10.2008 18:59
Býst við uppstokkun á fjármálamarkaði Forsætisráðherra sagði á blaðamannafundi fyrir stundu að hagsmunir þjóðarinnar eru ríkari en hagsmunir einstakra bankastofnanna. Hann sagði að alþjóðleg fjármálakreppa væri farin að segja til sín að fullri alvöru á Íslandi og að bankarnir væru fórnarlömb ytri aðstæðna. 6.10.2008 18:25
Össur: Þeir sem fóru gáleysislega eiga að blæða Össur Skarphéðinsson, iðnaðarráðherra og starfandi utanríkisráðherra, segir að þeir sem farið hafi gáleysislega í efnahagslífinu á undanförnum málum eigi að blæða en ekki fólkið í landinu. Þeir sem komið hafi bönkunum í þá stöðu sem þeir eru komnir í eigi að taka fyrsta skellinn. 6.10.2008 18:18
Eins og þruma úr heiðskíru lofti Aðgerð ríkisstjórnar um heimild til fjárveitinga úr ríkissjóði vegna sérstakra aðstæðna á fjármálamarkaði kom eins og þruma úr heiðskýru lofti, að mati Grétars Þorsteinssonar forseta ASÍ. 6.10.2008 17:53
Guðjón deilir á samráðsleysi Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, sagði að hans flokkur myndi greiða bankafrumvarpinu götu inn í nefndir þingsins. Hann bætti því við að hans menn myndu krefjast svara við ýmsum áleitnum spurningum í nefndarvinnunni. Í ræðu sinni á þingi sagði Guðjón að eðlilegt hefði verið að stjórnarandstaðan hefði fengið að koma meira að þeim málum sem nú hafi verið leidd til lykta. 6.10.2008 17:35
„Sumir bankanna munu standa af sér storminn“ Björgvin G. Sigurðsson tók til máls á Alþingi fyrir stundu og ræddi um frumvarpið sem forstætisráðherra mælti fyrir nokkrum mínútum áður. Þar sagði Björgvin m.a að hann væri sannfærður um að þeim heimildum sem lagðar eru til í frumvarpinu muni ekki þurfa að beita í ölllum tilfellum og sagðist hafa trú á því að sumir bankanna myndu rífa sig í gegnum storminn. Hann sagði að nú horfðum við á fordæmislausar efnahagslegar hamfarir sem riðu yfir heimsbyggðina, og felldi banka tugum saman um allan heim. 6.10.2008 17:28
Guðni: Nú verða allir að sýna ábyrgð Guðni Ágústsson, formaður Framsóknarflokksins, segir að nú verði allir að sýna ábyrgð, líka þeir sem fóru offari á vegferð heimsins. 6.10.2008 17:28
Lögregla leitar árásarmanna - Myndir Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar nú tveggja manna sem eru grunaðir um rán og líkamsárás á Laugavegi um hálffjögurleytið aðfaranótt sunnudags. Þá var karl á sjötugsaldri barinn og rændur en árásarmennirnir eru taldir vera á aldrinum 25-30 ára og af erlendu bergi brotnir. 6.10.2008 17:15
Steingrímur: Efnahagslegar náttúruhamfarir af manna völdum Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, segir að það sé dapurlegt að grípa þurfi til sérstakra aðgerða með frumvarpi um heimild til fjárveitinga úr ríkissjóði vegna sérstakra aðstæðna á fjármálamarkaði. 6.10.2008 17:06
Fjármálaeftirlitið fær víðtækar heimildir - húsnæðislán banka til ÍLS Geir H. Haarde forsætisráðherra mælti fyrir stundu fyrir nýju frumvarpi um heimild til fjárveitinga úr ríkissjóði vegna sérstakra aðstæðna á fjármálamarkaði. 6.10.2008 17:01
Bankarnir þjóðnýttir - Þrot vofir yfir Fjármálaeftirlitið mun fyrir hönd ríkissins taka að sér rekstur bankanna fari þeir í þrot. Þetta kemur fram í frumvarpi ríkisstjórnarinnar um björgun efnahagslífsins. 6.10.2008 16:44
Björgunarfrumvarp lagt fram á þingi Sturla Böðvarsson, forseti Alþingis, setti þingfund fyrir stuttu þar sem lagt var fram frumvarp ríkisstjórnarinnar til bjargar íslensku efnahagslífi. 6.10.2008 16:40
Atli: Snúa verður af braut græðgi og misréttis Atli Gíslason, þingmaður Vinstri grænna, segist vera harmi sleginn yfir atburðum seinustu daga. Hann segir að að snúa verði af braut græðgi og misréttis. Næstu skref verði að taka með samfélagsábyrgð í huga og víkja verður af braut einkavæðingar. 6.10.2008 16:35
Þorgerður Katrín: Aðgerðin tryggi framtíð Íslendinga Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra segir að boðaðar aðgerðir ríkisstjórnarinnar séu til þess gerðar að tryggja almannahagsmuni í því gjörningaveðri sem nú stendur yfir. Í viðtali í Alþingishúsinu eftir að Geir Haarde flutti ávarp til þjóðarinnar sagði hún að frumvarpið sem kynnt verður innan tíðar sé lagt fram til þess að tryggja að þær skuldir sem eru að plaga fjármálakerfið færist ekki yfir á ríkið og landsmenn. 6.10.2008 16:24
Frumvarp til að laga bankakerfið að íslenskum aðstæðum Ríkisstjórnin mun leggja fram frumvarp um að laga bankakerfið að íslenskum aðstæðum og endurvinna traust á kerfinu. Þetta kom fram í ávarpi forsætisráðherra til þjóðarinnar nú klukkan fimm,. Hann sagði jafnframt að ríkið myndi tryggja atvinnulífinu aðgang að fjármagni og koma í veg fyrir upplausnarástand. 6.10.2008 16:00
Aðgerðaáætlun borgaryfirvalda rædd á morgun Aðgerðaáætlun Reykjavíkurborgar vegna breyttra efnahagsaðstæðna verður rædd á morgun á fundi borgarstjórnar. 6.10.2008 15:30
Fulltrúar frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum á landinu Fulltrúar frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum eru komnir hingað til lands og funduðu í Seðlabankanum í dag. 6.10.2008 15:27
Hæstaréttardómarar fagna rannsókn á Hafskipsmáli Tveir dómarar Hæstaréttar, þeir Markús Sigurbjörnsson og Gunnlaugur Claessen hvetja Valtý Sigurðsson, ríkissakskóknara til að verða við beiðni um opinbera rannsókn á hafskipsmálinu. Ríkissaksóknari fékk þessa beiðni í síðustu viku frá lögmanninum Ragnari Aðalsteinssyni fyrir hönd fyrrverandi stjórnenda Hafskips með Björgólf Guðmundsson í broddi fylkingar. 6.10.2008 15:09
Allir stóru bankarnir stöðva viðskipti með sjóði sína Landsbankinn, Glitnir og Kaupþing hafa ákveðið að stöðva tímabundið öll viðskipti með sjóði sína. 6.10.2008 14:42
Aðstoða vélarvana bát Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst kl. 12:29 tilkynning frá Dagnýju SU 129 um að báturinn væri vélarvana með einn mann um borð fyrir utan Hólmanes í Reyðarfirði, var báturinn þá búinn að leggja út ankeri. 6.10.2008 14:34
Blaðamannafundur stjórnvalda vegna aðgerða - Bein útsending á Vísi Geir H. Haarde forsætisráðherra mun ávarpa þjóðina í beinni útsendingu á Stöð 2, Bylgjunni, Vísi og RÚV klukkan 16. 6.10.2008 14:31
Skilorðsbundinn dómur fyrir að slá mann í andlitið Karlmaður hefur verið dæmdur í eins mánaðar skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa ráðist að öðrum karli og slegið hann í andlitið við Draugabarinn á Stokkseyri fyrir tæpu ári. Tönn í efri gómi fórnarlambsins brotnaði. 6.10.2008 13:32
Nokkrir teknir fyrir fíkniefnamisferli á Akureyri Lögreglan á Akureyri gerði húsleit í tveimur íbúðum á föstudagskvöld og aðfaranótt laugardags. Í annarri íbúðinni fundust tæki og tól til fíkniefnaneyslu auk fíkniefnaleyfa en í hinni var lagt hald á sex grömm af kannabisefnum og þrjú grömm af ætluðu amfetamíni. 6.10.2008 13:20
Boðað til þingflokksfunda klukkan þrjú Engar fregnir er enn að hafa af aðgerðum ríkisstjórnarinnar í efnhagsmálum en þingflokksfundir hafa verið boðaðir klukkan þrjú. Þetta fékkst staðfest hjá Alþingi fyrir stundu. Misskilningur varð þess valdandi að í stutta stund sagði Vísir frá því að til stæði að kalla Alþingi saman. Það mun ekki vera rétt. 6.10.2008 13:16
Leigubílsferð JP Morgan manna kostnaðarsöm Fulltrúar bandaríska fjárfestingarbankans JP Morgan þurftu að greiða hátt í 20 þúsund krónur fyrir leigubílinn sem flutti þá til fundar við ráðherra í nótt. Bíllinn beið mannanna á meðan fundinum stóð. 6.10.2008 12:22
Atburðir gærkvöldsins og næturinnar í Ráðherrabústaðnum Ráðherra, bankamenn, fulltrúar lífeyrirsjóðanna og helstu efnhagssérfræðingar þjóðarinnar funduðu stíft í Ráðherrabústaðnum í gærkvöldi og nótt. Meðal þeirra sem komu á fund forsætisráðherra voru sérfræðingar frá bandaríska fjárfestingarbankanum JP Morgan. 6.10.2008 12:12
Verkalýðshreyfingin teymd á asnaeyrunum Grétar Þorsteinsson, forseti Alþýðusambands Íslands, segir verkalýðshreyfinguna hafa verið teymda á asnaeyrnunum í viðræðum við stjórnvöld um lausn efnahagsvandans. 6.10.2008 12:00
Geir ræddi við Brown í morgun Geir H. Haarde forsætisráðherra ræddi í morgun við Gordon Brown, starfsbróður sinn í Bretlandi, um þá erfiðu stöðu sem upp er komin á evrópskum fjármálamarkaði, en þar hafa hlutabréf hríðfallið í verði í morgun. 6.10.2008 11:50
Málin skýrast á næstu klukkustundum Forsvarsmenn stjórnarandstöðunnar segja stöðu efnahagsmála grafalvarlega en hvetja þjóðina til þess að halda ró sinni. 6.10.2008 11:31
Sakar stjórnvöld og banka um leikbrögð Framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins sakar ríkisstjórnina, Seðlabankann og banka landsins um leikbrögð um helgina og að vaxtaokri og tangarhaldi á íslenskum almenningi verði viðhaldið. 6.10.2008 11:25
500 þúsund króna fleyg stolið Í liðinni viku bárust lögreglunni á Selfossi tilkynningar um fimm þjófnaðarbrot. 6.10.2008 11:03
Nefbrotinn á Selfossi Maður var nefbrotinn þegar ráðist var á hann fyrir utan skemmtistaðinn 800 bar á Selfossi aðfaranótt sunnudags. 6.10.2008 11:00
Telur að læknasamningur verði samþykktur þrátt fyrir óánægju Kosning um samkomulag um nýjan kjarasamning sem samninganefnd Læknafélags Íslands og samninganefnd ríkisins komust að 1. október hefst að öllum líkindum á morgun. 6.10.2008 10:53
Staðan alvarleg, segir Geir Geir H. Haarde forsætisráðherra vildi lítið tjá sig eftir ríkisstjórnarfund í Stjórnarráðinu í morgun að öðru leyti en því að ástandið væri alvarlegt 6.10.2008 09:52
Gistnóttum fjölgar um tvö prósent á milli ára Gistinætur á hótelum á landinu fyrstu átta mánuði ársins reyndust rúmlega tveimur prósentum fleiri en á sama tímabili í fyrra. 6.10.2008 09:11
Ríkisstjórnin fundar í Stjórnarráðinu Ríkisstjórn landsins er nú að koma saman í Stjórnarráðinu. Nokkrir ráðherrar eru þegar mættir. 6.10.2008 08:40
Huga að geðheilbrigði ungs fólks Áherslur geðheilbrigðisdagsins, sem verður tíunda október, munu einkum beinast að geðheilbrigði ungs fólks, sem sérstök ástæða er til að hlúa að núna þegar kreppir að í efnahagslífinu, eins og segir í tilkynningu frá Geðhjálp. 6.10.2008 08:08
Innistæður tryggðar að fullu Ríkisstjórnin áréttaði enn, með tilkynningu í nótt, að innistæður í innlendum bönkum og sparisjóðum hér á landi væru tryggðar að fullu. 6.10.2008 07:16
Árásarmanna leitað Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar enn að tveimur karlmönnum, líklega 25 til 30 ára og hugsanlega af erlendu bergi brotnum, sem eru grunaðir um að hafa misþyrmt karlmanni á sjötugsaldri 6.10.2008 07:13