Innlent

Blaðamannafundur stjórnvalda vegna aðgerða - Bein útsending á Vísi

MYND/Stöð 2

Geir H. Haarde forsætisráðherra mun ávarpa þjóðina í beinni útsendingu á Stöð 2, Bylgjunni, Vísi og RÚV klukkan 16. Gera má ráð fyrir að ávarp hans tengist þeirri vinnu sem nú stendur yfir til þess að rétta við efnahagskerfi landsins.

Boðað verður til þingfundar að loknu ávarpinu en þingflokkar hittast klukkan þrjú. Heimildir Vísis herma að lagt verði fram frumvarp sem boðar gríðarlegar breytingar á íslenska bankakerfinu.

Klukkan sex heldur forsætisráðherra svo blaðamannafund í ríkisstjórnarherberginu í Alþingishúsinu. Aðrir ráðherrar og fulltrúar stjórnvalda munu einnig svara spurningum í herberginu.

Hægt er að fylgjast með ávarpinu hér.






















Fleiri fréttir

Sjá meira


×