Frumvarp til að laga bankakerfið að íslenskum aðstæðum 6. október 2008 16:00 Ríkisstjórnin mun leggja fram frumvarp um að laga bankakerfið að íslenskum aðstæðum og endurvinna traust á kerfinu. Þetta kom fram í ávarpi forsætisráðherra til þjóðarinnar nú klukkan fimm. Hann sagði jafnframt að ríkið myndi tryggja atvinnulífinu aðgang að fjármagni og koma í veg fyrir upplausnarástand. Geir sagði að heimsbyggðin gengi nú gegnum mikla erfiðleika á mörkuðum sem kalla mætti efnahagslegar hamfarir. Stórir og stöndugir bankar hefðu riðað til falls og orðið kreppunni að bráð. Þjóðir heims reru nú lífróður og í þessum aðstæðum sæi hver þjóð um sig. Hann sagði enn fremur íslesku bankarnir hefðu ekki farið varhluta af ástandinu og staða þeirra væri mjög alvarleg. Benti Geir á að skuldbindingar þeirra næmu margfaldri landsframleiðslu Íslands og stærð bankanna á við íslenska hagkerfið væri þeirra helsti veikleiki. Þegar alþjóðakreppan hefði hafist fyrir ári hefði staða íslensku bankanna verið talin sterk en keðjuverkanir vegna kreppunnar hafi reynst alvarlegri en nokkurn óraði fyrir. Lausafé hefði þurrkast upp á mörkuðum og staða bankanna hefði snöggversnað á síðustu dögum. Geir sagði ríkisstjórnina, Seðlabankann og Fjármálaeftirlitið hafa unnið baki brotnu að lausn vandamálanna og allt kapp hefði verið lagt á það að íslenskir bankar seldu erlendar eignir svo ríkið gæti staðið við bakið á þeim. Geir sagði enn fremur að í því ógnarástandi sem ríkti í fjármálakerfi heims fælist mikil áhætta rétta bönkunum líflínu og þetta. Menn yrðu að hafa í huga að ef það yrði gert myndi veruleg hætta skapast á því að íslenska þjóðarbúið myndi sogast inn í brimróti og verða gjaldþrota. Engin ábyrg ríkisstjórn gerði slíkt. „Íslenska þjóiðin og framtíð hennar gengur framar öllum hagsmunum," sagði Geir. Geir sagði að í gærkvöld hefði verið útlit fyrir að bankarnir gætu haldið áfram um sinn og því hefði hann haft á orði að ekki væri þörf á sæerstökum aðgerðapakka. Þessi staða hefði gerbreyst nú og lokað hefði verið fyrir bankaviðskipti. Hann myndi mæla fyrir frumvarpi á Alþingi á eftir þar sem brugðist yrði við ástandinu og hefði hann fengið stuðning stjórnarandstöðunnar til þess. Með lagabreytingunum væri ætlunin að aðlaga bankakerfið að íslenskum aðstæðum á nýjan leik og endurvinna traust bankakerfið. Yrðu lögin samþykkt yrðu heimildir þeirra virkar þegar í dag. Geir ítrekaði að innistæður Íslendinga í bönkunum væru tryggðar og þá myndi ríkisstjórnin sjá til þess að atvinnulífið fengi aðgang að því fjármagni sem þyrfti. Geir sagðist átta sig á að þetta væri verulegt áfall fyrir marga og ylli ótta og angist. Undir þeim kringumstæðum væri afar mikilvægt að stjórnvöld, atvinnulíf, félagasamtök og einstaklingar leituðu allra leiða til að vinna saman. Ef einhvern tíma væri tími fyrir íslensku þjóðina að standa saman væri það nú. Menn mættu ekki láta örvæntinguna ná yfirhöndinni. Heimurinn væri ekki á heljarþröm. Þrátt fyrir áföllin væri framtíð þjóðarinnar björt og undirstöður samfélagsins og efnahagslífsins væru stöðugar þótt yfirbyggingin gæfi eftir. Við ættum auðlindir á sjó og landi sem tryggðu okkur góða afkomu hvað sem á dyndi. Íslendingar hefðu að sama skapi tækifæri til endurreisnar og með sameiginlegu átak og bjartsýni myndum við komast í gegnum þetta. Geir sagði verkefni stjórnvalda skýrt, að koma í veg fyrir stjórnleysi þótt bankar væru óstarfhæfir. Íslensk stjórnvöld hefðu ýmis tæki til þess og mikilvægt væri að sýna bæði stillingu og yfirvegun. „Látum ekki hugfallast og styðjum hvert annað með ráðum og dáð," sagði Geir. Tengdar fréttir Atli: Snúa verður af braut græðgi og misréttis Atli Gíslason, þingmaður Vinstri grænna, segist vera harmi sleginn yfir atburðum seinustu daga. Hann segir að að snúa verði af braut græðgi og misréttis. Næstu skref verði að taka með samfélagsábyrgð í huga og víkja verður af braut einkavæðingar. 6. október 2008 16:35 Þorgerður Katrín: Aðgerðin tryggi framtíð Íslendinga Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra segir að boðaðar aðgerðir ríkisstjórnarinnar séu til þess gerðar að tryggja almannahagsmuni í því gjörningaveðri sem nú stendur yfir. Í viðtali í Alþingishúsinu eftir að Geir Haarde flutti ávarp til þjóðarinnar sagði hún að frumvarpið sem kynnt verður innan tíðar sé lagt fram til þess að tryggja að þær skuldir sem eru að plaga fjármálakerfið færist ekki yfir á ríkið og landsmenn. 6. október 2008 16:24 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Fleiri fréttir Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Sjá meira
Ríkisstjórnin mun leggja fram frumvarp um að laga bankakerfið að íslenskum aðstæðum og endurvinna traust á kerfinu. Þetta kom fram í ávarpi forsætisráðherra til þjóðarinnar nú klukkan fimm. Hann sagði jafnframt að ríkið myndi tryggja atvinnulífinu aðgang að fjármagni og koma í veg fyrir upplausnarástand. Geir sagði að heimsbyggðin gengi nú gegnum mikla erfiðleika á mörkuðum sem kalla mætti efnahagslegar hamfarir. Stórir og stöndugir bankar hefðu riðað til falls og orðið kreppunni að bráð. Þjóðir heims reru nú lífróður og í þessum aðstæðum sæi hver þjóð um sig. Hann sagði enn fremur íslesku bankarnir hefðu ekki farið varhluta af ástandinu og staða þeirra væri mjög alvarleg. Benti Geir á að skuldbindingar þeirra næmu margfaldri landsframleiðslu Íslands og stærð bankanna á við íslenska hagkerfið væri þeirra helsti veikleiki. Þegar alþjóðakreppan hefði hafist fyrir ári hefði staða íslensku bankanna verið talin sterk en keðjuverkanir vegna kreppunnar hafi reynst alvarlegri en nokkurn óraði fyrir. Lausafé hefði þurrkast upp á mörkuðum og staða bankanna hefði snöggversnað á síðustu dögum. Geir sagði ríkisstjórnina, Seðlabankann og Fjármálaeftirlitið hafa unnið baki brotnu að lausn vandamálanna og allt kapp hefði verið lagt á það að íslenskir bankar seldu erlendar eignir svo ríkið gæti staðið við bakið á þeim. Geir sagði enn fremur að í því ógnarástandi sem ríkti í fjármálakerfi heims fælist mikil áhætta rétta bönkunum líflínu og þetta. Menn yrðu að hafa í huga að ef það yrði gert myndi veruleg hætta skapast á því að íslenska þjóðarbúið myndi sogast inn í brimróti og verða gjaldþrota. Engin ábyrg ríkisstjórn gerði slíkt. „Íslenska þjóiðin og framtíð hennar gengur framar öllum hagsmunum," sagði Geir. Geir sagði að í gærkvöld hefði verið útlit fyrir að bankarnir gætu haldið áfram um sinn og því hefði hann haft á orði að ekki væri þörf á sæerstökum aðgerðapakka. Þessi staða hefði gerbreyst nú og lokað hefði verið fyrir bankaviðskipti. Hann myndi mæla fyrir frumvarpi á Alþingi á eftir þar sem brugðist yrði við ástandinu og hefði hann fengið stuðning stjórnarandstöðunnar til þess. Með lagabreytingunum væri ætlunin að aðlaga bankakerfið að íslenskum aðstæðum á nýjan leik og endurvinna traust bankakerfið. Yrðu lögin samþykkt yrðu heimildir þeirra virkar þegar í dag. Geir ítrekaði að innistæður Íslendinga í bönkunum væru tryggðar og þá myndi ríkisstjórnin sjá til þess að atvinnulífið fengi aðgang að því fjármagni sem þyrfti. Geir sagðist átta sig á að þetta væri verulegt áfall fyrir marga og ylli ótta og angist. Undir þeim kringumstæðum væri afar mikilvægt að stjórnvöld, atvinnulíf, félagasamtök og einstaklingar leituðu allra leiða til að vinna saman. Ef einhvern tíma væri tími fyrir íslensku þjóðina að standa saman væri það nú. Menn mættu ekki láta örvæntinguna ná yfirhöndinni. Heimurinn væri ekki á heljarþröm. Þrátt fyrir áföllin væri framtíð þjóðarinnar björt og undirstöður samfélagsins og efnahagslífsins væru stöðugar þótt yfirbyggingin gæfi eftir. Við ættum auðlindir á sjó og landi sem tryggðu okkur góða afkomu hvað sem á dyndi. Íslendingar hefðu að sama skapi tækifæri til endurreisnar og með sameiginlegu átak og bjartsýni myndum við komast í gegnum þetta. Geir sagði verkefni stjórnvalda skýrt, að koma í veg fyrir stjórnleysi þótt bankar væru óstarfhæfir. Íslensk stjórnvöld hefðu ýmis tæki til þess og mikilvægt væri að sýna bæði stillingu og yfirvegun. „Látum ekki hugfallast og styðjum hvert annað með ráðum og dáð," sagði Geir.
Tengdar fréttir Atli: Snúa verður af braut græðgi og misréttis Atli Gíslason, þingmaður Vinstri grænna, segist vera harmi sleginn yfir atburðum seinustu daga. Hann segir að að snúa verði af braut græðgi og misréttis. Næstu skref verði að taka með samfélagsábyrgð í huga og víkja verður af braut einkavæðingar. 6. október 2008 16:35 Þorgerður Katrín: Aðgerðin tryggi framtíð Íslendinga Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra segir að boðaðar aðgerðir ríkisstjórnarinnar séu til þess gerðar að tryggja almannahagsmuni í því gjörningaveðri sem nú stendur yfir. Í viðtali í Alþingishúsinu eftir að Geir Haarde flutti ávarp til þjóðarinnar sagði hún að frumvarpið sem kynnt verður innan tíðar sé lagt fram til þess að tryggja að þær skuldir sem eru að plaga fjármálakerfið færist ekki yfir á ríkið og landsmenn. 6. október 2008 16:24 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Fleiri fréttir Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Sjá meira
Atli: Snúa verður af braut græðgi og misréttis Atli Gíslason, þingmaður Vinstri grænna, segist vera harmi sleginn yfir atburðum seinustu daga. Hann segir að að snúa verði af braut græðgi og misréttis. Næstu skref verði að taka með samfélagsábyrgð í huga og víkja verður af braut einkavæðingar. 6. október 2008 16:35
Þorgerður Katrín: Aðgerðin tryggi framtíð Íslendinga Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra segir að boðaðar aðgerðir ríkisstjórnarinnar séu til þess gerðar að tryggja almannahagsmuni í því gjörningaveðri sem nú stendur yfir. Í viðtali í Alþingishúsinu eftir að Geir Haarde flutti ávarp til þjóðarinnar sagði hún að frumvarpið sem kynnt verður innan tíðar sé lagt fram til þess að tryggja að þær skuldir sem eru að plaga fjármálakerfið færist ekki yfir á ríkið og landsmenn. 6. október 2008 16:24